Kínverjar segja ríki munu gjalda fyrir að sniðganga Ólympíuleikana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2021 11:53 Kínverjar virðast æfir yfir ákvörðun Bandaríkjamanna, Breta og Ástrala að senda ekki embættismenn á leikana. epa/Roman Pilipey Ráðamenn í Kína segja að Ástralir, Bretar og Bandaríkjamenn muni gjalda fyrir þau mistök sín að senda ekki opinberar sendinefndir á Ólympíuleikana í Pekíng í febrúar. Bandaríkjamenn voru fyrstir til að ríða á vaðið og greindi frá því á mánudag að engir embættismenn yrðu sendir á leikana vegna grófra mannréttindabrota Kínverja gegn minnihluta Úígúra. „Bandaríkin, Bretland og Ástralía hafa beitt Ólympíuleikunum í pólitískum bellibrögðum,“ sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins. „Þau munu gjalda fyrir mistök sín,“ sagði hann á blaðamannafundi. Evrópusambandið er nú sagt íhuga að sniðganga leikana en Jean-Michel Blanquer, menningar- og íþróttamálaráðherra Frakklands, sagði í dag að þarlend stjórnvöld hygðust ekki gera það. „Við þurfum að nálgast varlega mörkin á milli íþrótta og stjórnmála,“ sagði hann. „Íþróttir eru aðskilinn heimur sem þarfnast verndar frá pólitískum afskiptum. Ef ekki geta hlutirnir farið úr böndunum og gert út um allar keppnir.“ Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í vikunni að ástralskir embættismenn myndu ekki verða viðstaddir Ólympíuleikana vegna þeirra erfiðleika sem hefðu komið upp við að opna aftur samtal milli ríkjanna um mannréttindamál og ákvörðun Kína að leggja bann við innflutningi vara frá Ástralíu. Kínverjar hafa ítrekað neitað ásökunum um hroðaverk gegn Úígúrum og segja þær uppspuna. Bandaríkin Kína Bretland Ástralía Ólympíuleikar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Bandaríkjamenn voru fyrstir til að ríða á vaðið og greindi frá því á mánudag að engir embættismenn yrðu sendir á leikana vegna grófra mannréttindabrota Kínverja gegn minnihluta Úígúra. „Bandaríkin, Bretland og Ástralía hafa beitt Ólympíuleikunum í pólitískum bellibrögðum,“ sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins. „Þau munu gjalda fyrir mistök sín,“ sagði hann á blaðamannafundi. Evrópusambandið er nú sagt íhuga að sniðganga leikana en Jean-Michel Blanquer, menningar- og íþróttamálaráðherra Frakklands, sagði í dag að þarlend stjórnvöld hygðust ekki gera það. „Við þurfum að nálgast varlega mörkin á milli íþrótta og stjórnmála,“ sagði hann. „Íþróttir eru aðskilinn heimur sem þarfnast verndar frá pólitískum afskiptum. Ef ekki geta hlutirnir farið úr böndunum og gert út um allar keppnir.“ Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í vikunni að ástralskir embættismenn myndu ekki verða viðstaddir Ólympíuleikana vegna þeirra erfiðleika sem hefðu komið upp við að opna aftur samtal milli ríkjanna um mannréttindamál og ákvörðun Kína að leggja bann við innflutningi vara frá Ástralíu. Kínverjar hafa ítrekað neitað ásökunum um hroðaverk gegn Úígúrum og segja þær uppspuna.
Bandaríkin Kína Bretland Ástralía Ólympíuleikar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira