60 blaðsíður af orðagjálfri Þorgrímur Sigmundsson skrifar 8. desember 2021 11:00 Sáttmáli um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er einhver mesti langhundur sem sést hefur í pólitískri markaðssetningu. Hann hefði auðveldlega getað verið helmingi styttri og komist fyrir á færri blaðsíðum. Það hefði auðvitað ekki litið eins vel út. Plaggið á auðvitað að virka efnismikið, sem stenst enga skoðun. Það er margt ágætt í sáttmálanum ekki síst þau fjölmörgu atriði sem þar er að finna sem voru tillögur frá minnihlutanum á síðasta kjörtímabili. Þær voru slegnar út af borðinu á sínum tíma eins og um vitleysu væri að ræða. Ekki þarf að fletta nema að blaðsíðu fimm til að finna einmitt eitt slíkt atriði en þar stendur eftirfarandi „Leikreglur vinnumarkaðarins verða skýrðar með nýjum starfskjaralögum og aðgerðum gegn kennitöluflakki“ undir yfirskriftinni „Við ætlum að vaxa til meiri velsældar“ Miðflokkurinn lagði einmitt til aðgerðir á síðastliðnu kjörtímabili til höfuðs kennitöluflakki. Þá reyndist enginn áhugi vera hjá ríkisstjórnaflokkunum til að taka á þeirri meinsemd og gerðu þeir lítið úr málinu. Nú er hins vegar hægt að gera málið að sínu og það er það sem mestu skiptir fyrir stjórnarflokkana. Næsta dæmi komi spánskt fyrir sjónir. Á bls. 7 er eftirfarandi fullyrðing „Áfram verður lögð áhersla á opin og frjáls alþjóðaviðskipti, norrænt samstarf og trausta framkvæmd EES-samningsins þar sem hagsmuna Íslands er gætt í hvívetna“ Um framkvæmd EES samningsins var eins og líklega flestir muna nákvæmlega enginn áhugi hjá þáverandi og núverandi stjórnvöldum til að nýta þau ákvæði EES samningsins sem í boði eru til að gæta hagsmuna Íslands í hvívetna þegar kom að því að innleiða orkustefnu ESB með orkupakka 3.Má því líklega ekki vænta að vilji verði til þess þegar orkupakki 4 kemur til kasta þingsins. Mótsagnir á mótsagnir ofan Fullyrt er að unnið verði áfram að því að efla net- og fjarskiptaöryggi! Á sama tíma er unnið að sölu á Mílu þó svo nýr Innviðaráðherra og þáverandi Sveitarstjórnarráðherra hafi vitað af því ferli löngu fyrir kosningar en ekki séð ástæðu til að nefna það í aðdraganda þeirra. Eflaust rétt pólitískt mat. Ber þá að skilja sem svo að viðkomandi ráðherra ásamt öðrum fulltrúum meirihlutans þyki eðlilegt að þjóðin efli net- og fjarskiptaöryggi sitt svo hægt sé að selja það úr landi? Hér eins og svo víða í sáttmálanum fer ekki saman hljóð og mynd. Sem dæmi má nefna hækkað frítekjumark eldri borgara (sem hækkar þó ekki nándar nærri nóg) og eykur þannig möguleika þeirra á þátttöku á vinnumarkaði. Það er vel fyrir þá sem geta. En ef stjórnvöld eru loksins að sjá ljósið og farin að gera sér grein fyrir því að þessi tilslökun kostar ríkissjóð ekki krónu heldur þvert á móti væri ekki nær að hækka þetta miklu meira eða afnema skerðingar. Slíkar tekjur bera skatta sem skila sér í ríkissjóð. Þetta leysir þó ekki þann vanda sem mjög stór ef ekki stærsti hluti þessa fólks glímir við sem er að geta ekki unnið lengur þegar lífeyrinn dugar ekki til eðlilegrar framfærslu. Í þeim efnum skilar ríkisstjórnin auðu nú sem fyrr. Mótsagnirnar eru ekki minni þegar kemur að fjármálaumhverfi borgaranna en „Ríkisstjórnin mun leggja sitt af mörkum til að stuðla að umhverfi lágra vaxta, hóflegrar verðbólgu og góðu samráði við aðila vinnumarkaðarins til að stuðla að nauðsynlegu samspili þessara þátta“ en hækkun húsnæðisverðs er einn helsti drifkraftur verðbólgunnar sem aftur þrýstir upp launakröfum sem aftur ýtir undir verðbólgu. Miðflokkurinn lagði einmitt til á síðasta kjörtímabili að húsnæðisverð yrði tekið út úr neysluvísitölunni. Það var hvorki kjarkur né vilji til þess hjá stjórnarflokkunum. Þetta er hinn gamalkunni íslenski veruleiki og samt hyggst ríkisstjórnin láta verðtrygginguna óáreitta og lifa áfram góðu lífi. Á sama tíma og ætla má að í málaflokk fatlaðs fólks skorti 9 milljarða sem ekki eru sagðir til, hyggjast fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bakka upp 13 milljarða stefnu Vinstri grænna í loftslagsmálum og til að senda skýr skilaboð til fatlaðs fólks hyggst núverandi ráðherra menningarmála koma á fót ríkisrekinni streymisveitu fyrir íslenskt efni, þrátt fyrir að til staðar séu streymisveitur sem geta tekið verkefnið að sér, í gæluverkefnin vantar ekki fjármuni. Skilaboðin eru alveg skýr þrátt fyrir orð forsætisráðherra á sínum tíma um að málefni þeirra sem minnst mættu sín gætu ekki beðið. Skilaboðin eru þið verðið að bíða. Rétt er þó að óska VG til hamingju með að hin geggjaða þjóðgarðshugmynd skuli hafa lifað af þó minni sé og hafi fengið nýtt nafn. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir hinn Örlitla grenjandi minnihluta. Eða var það kannski meirihluti? Hér hefur ekki verið komið inn á samgöngumál, málefni landbúnaðarins, rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja eða byggðamál en ekki eru mótsagnirnar minni í þeim hluta sáttmálans. Meira um það síðar. Sáttmáli þessara þriggja flokka er fullur af mótsögnum, bara svona allskonar fyrir alla sem allir geta túlkað út og suður, og augljóslega engin pólitík bara lægsti mögulegi samnefnari flokkanna sem teygður er í 60 blaðsíður af orðagjálfri. Höfundur er 2. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Sáttmáli um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er einhver mesti langhundur sem sést hefur í pólitískri markaðssetningu. Hann hefði auðveldlega getað verið helmingi styttri og komist fyrir á færri blaðsíðum. Það hefði auðvitað ekki litið eins vel út. Plaggið á auðvitað að virka efnismikið, sem stenst enga skoðun. Það er margt ágætt í sáttmálanum ekki síst þau fjölmörgu atriði sem þar er að finna sem voru tillögur frá minnihlutanum á síðasta kjörtímabili. Þær voru slegnar út af borðinu á sínum tíma eins og um vitleysu væri að ræða. Ekki þarf að fletta nema að blaðsíðu fimm til að finna einmitt eitt slíkt atriði en þar stendur eftirfarandi „Leikreglur vinnumarkaðarins verða skýrðar með nýjum starfskjaralögum og aðgerðum gegn kennitöluflakki“ undir yfirskriftinni „Við ætlum að vaxa til meiri velsældar“ Miðflokkurinn lagði einmitt til aðgerðir á síðastliðnu kjörtímabili til höfuðs kennitöluflakki. Þá reyndist enginn áhugi vera hjá ríkisstjórnaflokkunum til að taka á þeirri meinsemd og gerðu þeir lítið úr málinu. Nú er hins vegar hægt að gera málið að sínu og það er það sem mestu skiptir fyrir stjórnarflokkana. Næsta dæmi komi spánskt fyrir sjónir. Á bls. 7 er eftirfarandi fullyrðing „Áfram verður lögð áhersla á opin og frjáls alþjóðaviðskipti, norrænt samstarf og trausta framkvæmd EES-samningsins þar sem hagsmuna Íslands er gætt í hvívetna“ Um framkvæmd EES samningsins var eins og líklega flestir muna nákvæmlega enginn áhugi hjá þáverandi og núverandi stjórnvöldum til að nýta þau ákvæði EES samningsins sem í boði eru til að gæta hagsmuna Íslands í hvívetna þegar kom að því að innleiða orkustefnu ESB með orkupakka 3.Má því líklega ekki vænta að vilji verði til þess þegar orkupakki 4 kemur til kasta þingsins. Mótsagnir á mótsagnir ofan Fullyrt er að unnið verði áfram að því að efla net- og fjarskiptaöryggi! Á sama tíma er unnið að sölu á Mílu þó svo nýr Innviðaráðherra og þáverandi Sveitarstjórnarráðherra hafi vitað af því ferli löngu fyrir kosningar en ekki séð ástæðu til að nefna það í aðdraganda þeirra. Eflaust rétt pólitískt mat. Ber þá að skilja sem svo að viðkomandi ráðherra ásamt öðrum fulltrúum meirihlutans þyki eðlilegt að þjóðin efli net- og fjarskiptaöryggi sitt svo hægt sé að selja það úr landi? Hér eins og svo víða í sáttmálanum fer ekki saman hljóð og mynd. Sem dæmi má nefna hækkað frítekjumark eldri borgara (sem hækkar þó ekki nándar nærri nóg) og eykur þannig möguleika þeirra á þátttöku á vinnumarkaði. Það er vel fyrir þá sem geta. En ef stjórnvöld eru loksins að sjá ljósið og farin að gera sér grein fyrir því að þessi tilslökun kostar ríkissjóð ekki krónu heldur þvert á móti væri ekki nær að hækka þetta miklu meira eða afnema skerðingar. Slíkar tekjur bera skatta sem skila sér í ríkissjóð. Þetta leysir þó ekki þann vanda sem mjög stór ef ekki stærsti hluti þessa fólks glímir við sem er að geta ekki unnið lengur þegar lífeyrinn dugar ekki til eðlilegrar framfærslu. Í þeim efnum skilar ríkisstjórnin auðu nú sem fyrr. Mótsagnirnar eru ekki minni þegar kemur að fjármálaumhverfi borgaranna en „Ríkisstjórnin mun leggja sitt af mörkum til að stuðla að umhverfi lágra vaxta, hóflegrar verðbólgu og góðu samráði við aðila vinnumarkaðarins til að stuðla að nauðsynlegu samspili þessara þátta“ en hækkun húsnæðisverðs er einn helsti drifkraftur verðbólgunnar sem aftur þrýstir upp launakröfum sem aftur ýtir undir verðbólgu. Miðflokkurinn lagði einmitt til á síðasta kjörtímabili að húsnæðisverð yrði tekið út úr neysluvísitölunni. Það var hvorki kjarkur né vilji til þess hjá stjórnarflokkunum. Þetta er hinn gamalkunni íslenski veruleiki og samt hyggst ríkisstjórnin láta verðtrygginguna óáreitta og lifa áfram góðu lífi. Á sama tíma og ætla má að í málaflokk fatlaðs fólks skorti 9 milljarða sem ekki eru sagðir til, hyggjast fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bakka upp 13 milljarða stefnu Vinstri grænna í loftslagsmálum og til að senda skýr skilaboð til fatlaðs fólks hyggst núverandi ráðherra menningarmála koma á fót ríkisrekinni streymisveitu fyrir íslenskt efni, þrátt fyrir að til staðar séu streymisveitur sem geta tekið verkefnið að sér, í gæluverkefnin vantar ekki fjármuni. Skilaboðin eru alveg skýr þrátt fyrir orð forsætisráðherra á sínum tíma um að málefni þeirra sem minnst mættu sín gætu ekki beðið. Skilaboðin eru þið verðið að bíða. Rétt er þó að óska VG til hamingju með að hin geggjaða þjóðgarðshugmynd skuli hafa lifað af þó minni sé og hafi fengið nýtt nafn. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir hinn Örlitla grenjandi minnihluta. Eða var það kannski meirihluti? Hér hefur ekki verið komið inn á samgöngumál, málefni landbúnaðarins, rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja eða byggðamál en ekki eru mótsagnirnar minni í þeim hluta sáttmálans. Meira um það síðar. Sáttmáli þessara þriggja flokka er fullur af mótsögnum, bara svona allskonar fyrir alla sem allir geta túlkað út og suður, og augljóslega engin pólitík bara lægsti mögulegi samnefnari flokkanna sem teygður er í 60 blaðsíður af orðagjálfri. Höfundur er 2. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun