Gefa leik og segja prófatörn ástæðuna en Ísfirðingum er ekki skemmt Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 10:01 Strákarnir í Fjölni fá engan bikarleik í vetur eftir félagið dró lið sitt úr keppni. Mynd/Þorgils G. Fjölnismenn hafa ákveðið að hætta við að fara til Ísafjarðar og spila þar bikarleik gegn heimamönnum í Herði. Framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar gefur lítið fyrir ástæður Grafarvogsbúa og telur vegalengdina til Ísafjarðar hafa vafist fyrir þeim. Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 14. desember en nú þegar Fjölnir hefur hætt við er ljóst að Herði verður úrskurðaður sigur og liðið fer því áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Fjölnis segir að liðið sé ungt og að meirihluti leikmanna sé í háskólanámi, með tilheyrandi jólaprófatörn. Því sjái Fjölnismenn sér ekki fært að mæta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að „ítrekað hafi verið reynt“ að finna aðra dagsetningu fyrir leikinn, án árangurs. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, svarar yfirlýsingunni á Facebook og segir þar að erfiðlega hafi gengið að fá svör frá Fjölni við tölvupóstum og símtölum. Enginn frá Fjölni hafi haft samband við forráðamenn Harðar til að reyna að leysa málið, heldur gert það í gegnum HSÍ. Tvær tillögur Fjölnis að nýrri dagsetningu, 21. desember og 3. janúar, hafi ekki gengið upp fyrir Hörð þar sem búið hafi verið að panta flug fyrir leikmenn vegna jólafrís. „Mér finnst það lélegt að þið reynið að koma því yfir á okkur í Herði að þetta hafi ekki gengið eftir, það var vitað frá byrjun hvaða dagsetningar það væru sem ættu að spila,“ skrifar Ragnar og bætir við: „En þið hafið eflaust mannskap til að spila leikinn ykkar á heimavelli er það ekki? Einhverja af þessum 35 sem eru samningsbundnir ykkur. Það er jú ekki svona langt út á land þá.“ Uppfært kl. 10.35: Forráðamenn handknattleiksdeildar Fjölnir vilja ítreka að með engum hætti sé verið að kenna Herði um hvernig fór. Stungið hafi verið upp á fleiri dagsetningum en engin fundist sem hentaði Fjölni, Herði og HSÍ. Það sé einfaldlega staðreynd að úr 17-18 manna leikmannahópi hafi 10-11 leikmenn Fjölnis ekki séð sér fært að ferðast í bikarleikinn í miðri prófatörn, og að Fjölnismenn hafi fullan skilning á ástæðum Harðar varðandi dagsetningar nær jólum og snemma á nýju ári. Handbolti Fjölnir Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Gidsel gefur lítið fyrir tuð Þjóðverja Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Sjá meira
Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 14. desember en nú þegar Fjölnir hefur hætt við er ljóst að Herði verður úrskurðaður sigur og liðið fer því áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Fjölnis segir að liðið sé ungt og að meirihluti leikmanna sé í háskólanámi, með tilheyrandi jólaprófatörn. Því sjái Fjölnismenn sér ekki fært að mæta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að „ítrekað hafi verið reynt“ að finna aðra dagsetningu fyrir leikinn, án árangurs. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, svarar yfirlýsingunni á Facebook og segir þar að erfiðlega hafi gengið að fá svör frá Fjölni við tölvupóstum og símtölum. Enginn frá Fjölni hafi haft samband við forráðamenn Harðar til að reyna að leysa málið, heldur gert það í gegnum HSÍ. Tvær tillögur Fjölnis að nýrri dagsetningu, 21. desember og 3. janúar, hafi ekki gengið upp fyrir Hörð þar sem búið hafi verið að panta flug fyrir leikmenn vegna jólafrís. „Mér finnst það lélegt að þið reynið að koma því yfir á okkur í Herði að þetta hafi ekki gengið eftir, það var vitað frá byrjun hvaða dagsetningar það væru sem ættu að spila,“ skrifar Ragnar og bætir við: „En þið hafið eflaust mannskap til að spila leikinn ykkar á heimavelli er það ekki? Einhverja af þessum 35 sem eru samningsbundnir ykkur. Það er jú ekki svona langt út á land þá.“ Uppfært kl. 10.35: Forráðamenn handknattleiksdeildar Fjölnir vilja ítreka að með engum hætti sé verið að kenna Herði um hvernig fór. Stungið hafi verið upp á fleiri dagsetningum en engin fundist sem hentaði Fjölni, Herði og HSÍ. Það sé einfaldlega staðreynd að úr 17-18 manna leikmannahópi hafi 10-11 leikmenn Fjölnis ekki séð sér fært að ferðast í bikarleikinn í miðri prófatörn, og að Fjölnismenn hafi fullan skilning á ástæðum Harðar varðandi dagsetningar nær jólum og snemma á nýju ári.
Handbolti Fjölnir Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Gidsel gefur lítið fyrir tuð Þjóðverja Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Sjá meira