Hamilton hafði betur eftir dramatíska keppni | Allt jafnt fyrir síðasta kappakstur ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2021 21:01 Lewis Hamilton vann hádramatískan sigur í Sádi-Arabíu. Dan Mullan/Getty Images Það verður seint sagt að Formúlu 1 kappakstur dagsins hafi verið tíðindalítill. Lewis Hamilton fór með sigur af hólmi eftir að hann og Max Verstappen, hans helsti keppinautur, skullu saman þegar líða var farið á keppni dagsins. Hamilton og Verstappen eru nú jafnir að stigum í keppni ökumanna þegar aðeins einn kappakstur er eftir af keppnistímabilinu. Keppni dagsins fór fram í Jeddah í Sádi-Arabíu, var þetta fyrsta keppnin sem fer fram þar í landi. Mikil spenna var fyrir keppnina enda Hamilton og Verstappen í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn. Eftir að hafa skipst á að leiða kappaksturinn var það Hamilton sem kom fyrstur í mark á meðan Hollendingurinn Verstappen var í öðru sæti. After 50 intense laps of battling, the emotions come pouring out for @MercedesAMGF1 #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/JMXkWwKPyq— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 Var þetta 102. sigur Hamilton í Formúlu 1 frá upphafi. Þetta var einnig þriðji sigur Hamilton í röð, eitthvað sem honum hafði ekki tekist á tímabilinu, fyrr en í dag. Þar með hefur Bretinn þurrkað út forystu Verstappen sem þýðir að þeir eru jafnir að stigum fyrir lokakappakstur tímabilsins sem fram fer í Abu Dhabi um næstu helgi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Verstappen hafði klesst bíl sinn í tímatökunni í gær og var aftur í sviðsljósinu í dag. Á tíunda hring keppninnar fór Mick Schumacher af brautinni og þurfti öryggisbíllinn að koma inn til að hægja á ökumönnum. Illa gekk að ná flæði í kappaksturinn í upphafi og tvö rauð flögg til viðbótar hægðu á keppninni. Verstappen nýtti sér eitt slíkt augnablik og náði toppsætinu, honum var hins vegar skipað að gefa toppsætið til baka. Verstappen hægði á sér en virtist svo hemla full harkalega þannig að Hamilton klessti aftan á hann án þess þó að bílar þeirra væru ónothæfir. Það urðu þó skemmdir á hægri framvængnum á bíl Hamiltons. The big talking point from Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bkWWqlcbyO— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Ég skyldi ekki alveg af hverju hann bremsaði svona harkalega. Svo eftir að ég rakst aftan á hann þá keyrði hann í burtu sem var frekar skrítið,“ sagði Hamilton um „áreksturinn“ milli sín og Verstappen. Síðar fékk Verstappen fimm sekúndna refsingu fyrir að þvinga Hamilton út af brautinni. Hamilton tók á endanum forystuna á hring 43 og fór það svo að hann vann sigur í Sádi-Arabíu og nú er spennan óbærileg fyrir síðasta kappakstur tímabilsins. „Sem betur fer vita áhorfendur hvað kappakstur snýst um því það sem gerðist í dag er ótrúlegt. Ég er bara að reyna að keppa en þessi íþrótt snýst meira um refsingar heldur en að keppa. Fyrir mér er þetta ekki Formúla 1 en sem betur fer nutu áhorfendurnir sín. Er greinilega ekki nægilega fljótur en samt í öðru sæti,“ sagði pirraður Verstappen eftir keppni dagsins. MAX: "It was eventful, a lot of things happened that I don't fully agree with but it is what it is."I slowed down, I wanted to let him by, I was on the right but he didn't want to overtake and we touched. I don't really understand what happened there"#SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bvQyx7CxNW— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Þetta var ótrúlega erfitt. Ég reyndi að vera eins skynsamur og ég gat. Við höfum lent í mörgum skakkaföllum á þessu tímabili en höfum meðhöndlað þau öll vel. Ég er mjög stoltur af teyminu okkar og þakklátur fyrir bílinn í þessum kappakstri,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Hamilton að kappakstri loknum í dag. Valtteri Bottas, samherji Hamilton hjá Mercedes, endaði í þriðja sæti í kappakstri dagsins. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton og Verstappen eru nú jafnir að stigum í keppni ökumanna þegar aðeins einn kappakstur er eftir af keppnistímabilinu. Keppni dagsins fór fram í Jeddah í Sádi-Arabíu, var þetta fyrsta keppnin sem fer fram þar í landi. Mikil spenna var fyrir keppnina enda Hamilton og Verstappen í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn. Eftir að hafa skipst á að leiða kappaksturinn var það Hamilton sem kom fyrstur í mark á meðan Hollendingurinn Verstappen var í öðru sæti. After 50 intense laps of battling, the emotions come pouring out for @MercedesAMGF1 #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/JMXkWwKPyq— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 Var þetta 102. sigur Hamilton í Formúlu 1 frá upphafi. Þetta var einnig þriðji sigur Hamilton í röð, eitthvað sem honum hafði ekki tekist á tímabilinu, fyrr en í dag. Þar með hefur Bretinn þurrkað út forystu Verstappen sem þýðir að þeir eru jafnir að stigum fyrir lokakappakstur tímabilsins sem fram fer í Abu Dhabi um næstu helgi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Verstappen hafði klesst bíl sinn í tímatökunni í gær og var aftur í sviðsljósinu í dag. Á tíunda hring keppninnar fór Mick Schumacher af brautinni og þurfti öryggisbíllinn að koma inn til að hægja á ökumönnum. Illa gekk að ná flæði í kappaksturinn í upphafi og tvö rauð flögg til viðbótar hægðu á keppninni. Verstappen nýtti sér eitt slíkt augnablik og náði toppsætinu, honum var hins vegar skipað að gefa toppsætið til baka. Verstappen hægði á sér en virtist svo hemla full harkalega þannig að Hamilton klessti aftan á hann án þess þó að bílar þeirra væru ónothæfir. Það urðu þó skemmdir á hægri framvængnum á bíl Hamiltons. The big talking point from Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bkWWqlcbyO— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Ég skyldi ekki alveg af hverju hann bremsaði svona harkalega. Svo eftir að ég rakst aftan á hann þá keyrði hann í burtu sem var frekar skrítið,“ sagði Hamilton um „áreksturinn“ milli sín og Verstappen. Síðar fékk Verstappen fimm sekúndna refsingu fyrir að þvinga Hamilton út af brautinni. Hamilton tók á endanum forystuna á hring 43 og fór það svo að hann vann sigur í Sádi-Arabíu og nú er spennan óbærileg fyrir síðasta kappakstur tímabilsins. „Sem betur fer vita áhorfendur hvað kappakstur snýst um því það sem gerðist í dag er ótrúlegt. Ég er bara að reyna að keppa en þessi íþrótt snýst meira um refsingar heldur en að keppa. Fyrir mér er þetta ekki Formúla 1 en sem betur fer nutu áhorfendurnir sín. Er greinilega ekki nægilega fljótur en samt í öðru sæti,“ sagði pirraður Verstappen eftir keppni dagsins. MAX: "It was eventful, a lot of things happened that I don't fully agree with but it is what it is."I slowed down, I wanted to let him by, I was on the right but he didn't want to overtake and we touched. I don't really understand what happened there"#SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bvQyx7CxNW— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Þetta var ótrúlega erfitt. Ég reyndi að vera eins skynsamur og ég gat. Við höfum lent í mörgum skakkaföllum á þessu tímabili en höfum meðhöndlað þau öll vel. Ég er mjög stoltur af teyminu okkar og þakklátur fyrir bílinn í þessum kappakstri,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Hamilton að kappakstri loknum í dag. Valtteri Bottas, samherji Hamilton hjá Mercedes, endaði í þriðja sæti í kappakstri dagsins.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti