Opið bréf til forstjóra MAST, Hrannar Ólínar Jörundsdóttur, vegna blóðmerahalds Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. desember 2021 18:01 Sæl og blessuð, Hrönn Ólína. Ég vísa í viðtal við þig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síðastliðinn þriðjudag. Þar sagðir þú meðal annars, að það væri mat ykkar, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfullum merum – reka blóðmerahald – án þess, að ógna velferð dýranna. Þetta mat vekur furðu mína. Vil ég skýra það með tilvísun í blaðagrein, sem ég birti á Vísi 26.11.21: „Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til“. Þar segi ég meðal annars: „...verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!!“. „Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?“. „Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar bóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur.“ Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til!“. Ofangreint er, sem sagt, úr grein minni, sem birtist á Vísi 26.11.21. Hér er sú grein öll. Þessi afstaða mín byggist á 2ja ára skoðun málsins og tengdum rannsóknum. Í raun ætti almenn skynsemi að duga við þetta mat. Þú nefndir líka, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna óhóflegar misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir þá fremur, að ekkert er á þetta kerfi að treysta, heldur en, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni; sé einhver trygging fyrir dýravæn vinnubrögð og velferð dýranna. Þú og þitt fólk hljótið að sjá, að stuðningur ykkar við þessa óiðju stenzt hvorki þær skyldur og þá ábyrgð, sem þið hafið gagnvart velferð dýranna í landinu, né heldur það siðferði eða þá mannúð, sem við viljum kenna okkur við. Í raun er meðvirkni MAST með Ísteka og bændum í þessu máli, ekki bara nú, heldur á undangengnum árum, þá ekki síst sú blessun, sem Fagráð um velferð dýra, með yfirdýralækni í fararbroddi, lagði yfir málið, ekki skiljanleg og alls ekki í lagi! Það er heldur ekki uppbyggilegt, að þið skulið þurfa að fara ofan í saumana á rannsók erlendra aðila til að átta ykkur á dýrahaldi, sem þið eigið sjálf að hafa eftirlit með og berið sjálf ábyrgð á, að standist lög um dýravelferð. Þú ert auðvitað ný í þessu starfi, og er vonandi, að þú setjir nú þitt mark á að breyta og bæta þessari stofnun, þannig, að hún standi undir þeim skyldum um að tryggja dýravelferð í landinu, sem henni er ætlað með lögum. Gangi þér sem bezt í því erfiða verki! Takk og beztu kveðjur. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sæl og blessuð, Hrönn Ólína. Ég vísa í viðtal við þig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut síðastliðinn þriðjudag. Þar sagðir þú meðal annars, að það væri mat ykkar, að hægt væri að framkvæma blóðtöku af fylfullum merum – reka blóðmerahald – án þess, að ógna velferð dýranna. Þetta mat vekur furðu mína. Vil ég skýra það með tilvísun í blaðagrein, sem ég birti á Vísi 26.11.21: „Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til“. Þar segi ég meðal annars: „...verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!!“. „Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?“. „Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar bóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur.“ Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til!“. Ofangreint er, sem sagt, úr grein minni, sem birtist á Vísi 26.11.21. Hér er sú grein öll. Þessi afstaða mín byggist á 2ja ára skoðun málsins og tengdum rannsóknum. Í raun ætti almenn skynsemi að duga við þetta mat. Þú nefndir líka, að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku. Þeir voru þá líka við í öllum þeim tilfellum, þar sem gögn AWF og TSB dýraverndunarsamtakanna sýna óhóflegar misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir þá fremur, að ekkert er á þetta kerfi að treysta, heldur en, að viðvera og meint eftirlit og handleiðsla dýralækna komi hér að nokkru gagni; sé einhver trygging fyrir dýravæn vinnubrögð og velferð dýranna. Þú og þitt fólk hljótið að sjá, að stuðningur ykkar við þessa óiðju stenzt hvorki þær skyldur og þá ábyrgð, sem þið hafið gagnvart velferð dýranna í landinu, né heldur það siðferði eða þá mannúð, sem við viljum kenna okkur við. Í raun er meðvirkni MAST með Ísteka og bændum í þessu máli, ekki bara nú, heldur á undangengnum árum, þá ekki síst sú blessun, sem Fagráð um velferð dýra, með yfirdýralækni í fararbroddi, lagði yfir málið, ekki skiljanleg og alls ekki í lagi! Það er heldur ekki uppbyggilegt, að þið skulið þurfa að fara ofan í saumana á rannsók erlendra aðila til að átta ykkur á dýrahaldi, sem þið eigið sjálf að hafa eftirlit með og berið sjálf ábyrgð á, að standist lög um dýravelferð. Þú ert auðvitað ný í þessu starfi, og er vonandi, að þú setjir nú þitt mark á að breyta og bæta þessari stofnun, þannig, að hún standi undir þeim skyldum um að tryggja dýravelferð í landinu, sem henni er ætlað með lögum. Gangi þér sem bezt í því erfiða verki! Takk og beztu kveðjur. Höfundur er formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar