Opið bréf til Arons Einars og Eggerts Gunnþórs Helga Ben, Hulda Hrund, Ólöf Tara, Ninna Karla, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða skrifa 3. desember 2021 20:00 Í maí á þessu ári steig hugrökk kona fram og sagði frá kynferðisbroti sem hún hafði orðið fyrir árið 2010, hópnauðgun af hendi tveggja landsliðsmanna á þeim tíma. Þessi frásögn varð til þess að KSÍ málið stóra fór af stað og opnaði á gríðarlega mörg mál sem hingað til hafa þrifist í þögninni. Það er nefnilega stór hluti landsliðsmanna sem komu Íslandi á EM 2016 bendlaðir við meint ofbeldi. Lið sem þú, Aron Einar, hefur leitt sem fyrirliði. Við sem stöndum utan vallar veltum því eðlilega fyrir okkur hvers konar menning hefur skapast innan þessa liðs, hvers konar bro code eru menn komnir með þegar þeir meint hópnauðga saman, hvað þá þegar nánast helmingur gullkynslóðarinnar eru meintir gerendur. Í fyrstu yfirlýsingu þinni, Aron, kallar þú konuna með óbeinum orðum óheiðarlega vegna þess að hún nafngreinir þig ekki. Þessi kona skuldar þér ekkert, og eins og þú veist sjálfur þá má hún ekki, samkvæmt lögum, nafngreina þig. Af hverju bendlar þú þig við þetta mál ef þú ert blásaklaus og konan hefur ekki nafngreint þig? Eins og þið segið sjálfir þá hefur þolandi hvergi nafngreint meinta gerendur sína heldur einungis sagt sína sögu og leitað réttar síns, sem hún fékk ekki að gera á sínum tíma. Þið hljótið að skilja það að þolandi meintrar hópnauðgunar er í fullum rétti á að kæra meinta gerendur sína. Af hverju þurfið þið að ráðast svona að henni opinberlega? Af hverju má þolandi ekki segja frá ónafngreindum meintum gerendum og meintu broti sem hún varð fyrir án þess að frásögn hennar sé rengd? Það leikur sér enginn þolandi að því að berskjalda sig með þessum hætti, enda höfum við séð í gegnum árin að þegar þolendur stíga fram þá missa þau mannorð sitt, fjölskyldu, vini og hrekjast burt. Það gerir sér enginn þolandi það að leik að kæra meinta gerendur sína, hvað þá ef þeir hafa völd í samfélaginu, eru fyrirmyndir, myndarlegir fjölskyldumenn, dýrkaðir og dáðir. Í sömu yfirlýsingu sakar Aron Einar KSÍ um útskúfun en þegar einstaklingur situr undir lögreglurannsókn er það eðli mála að viðkomandi sé sendur í starfsleyfi. Við sjáum það gert á flestum vinnustöðum. Að þú, Aron Einar, hafir „fórnað“ þér svona duglega fyrir íslensku þjóðina og leikið 97 leiki fyrir Íslands hönd gefur þér ekkert tilkall til þess að spila fyrir landsliðið á meðan rannsókn stendur yfir. Þau forréttindi sem þú hefur sem fyrirliði íslenska landsliðsins fylgir ábyrgð, ábyrgð sem þú virðist kannski ekki hafa getað staðið undir. Það er vitað mál að lögreglurannsókn tekur langan tíma hér á Íslandi. Það geta liðið margir mánuðir áður en meintir gerendur eru kallaðir inn í skýrslutöku og þeir jafnvel vita ekki að lögreglurannsókn standi yfir fyrr en símtal um boðun í skýrslutöku berst.Það er svo sem ekkert undravert að þið hafið ekki verið kallaðir inn strax. Þetta vita ykkar lögmenn líka fullvel, sem undirstrikar sterklega hvað yfirlýsingarnar eru einbeitt aðför að æru og trúverðugleika þolandans. Því miður er málaflokkur kynferðisofbeldis mjög brotinn, tölfræðin segir okkur það. Einungis 17% tilkynntra mála ná til dómstóla og þar af eru einungis 13% sem ná til sakfellingar. Réttarkerfið endurspeglar því ekki sakleysi meintra gerenda á neinn hátt. Það sem hins vegar styrkir mál þolanda í þessu tilfelli er að lögreglan enduropnar ekki rannsókn á 11 ára gömlu máli sem átti sér stað í Kaupmannahöfn nema að rík ástæða þyki til. Það er skrítinn „misskilningur“ hjá ykkur báðum að halda því fram að hægt sé að óska eftir því að gefa skýrslu hjá lögreglu um meint sakleysi sitt. Það er lögreglan sem kallar til skýrslutöku, ekki öfugt. Annað hvort eruð þið forréttindafirrtir með öllu eða, þetta er enn eitt útspilið til að reyna að þyrla upp ryki og mála upp slæma mynd af þolanda, fyrirmyndarmennirnir sem þið nú eruð. Þið bætið svo í þetta með því að leggja mat á að þetta verði nú af öllum líkindum fellt niður en það sannar hvergi sakleysi ykkar í þessu máli. Þið nýtið ykkur forréttindastöðu ykkar til þess að „styrkja“ ykkar mál á opinberum vettvangi og setjið þolanda í enn viðkvæmari stöðu með þessum aðferðum, sem þið hljótið að vera meðvitaðir um.Samfélagið okkar trúir síður konum, sérstaklega ef þær eru þolendur ofbeldis. Það virðist vera auðveldara að trúa því að konur ljúgi frekar en að þær séu beittar ofbeldi. Þessar yfirlýsingar þýða ekki neitt, ekkert annað en að þið stígið fram og nafngreinið ykkur sjálfa með alla þjóðina á bak við ykkur. Það er ekkert nýtt að meintir gerendur nýti sér valdastöðu sína með þessum hætti og það er ekkert nýtt að meintir gerendur, sérstaklega ef þeir eru í valdastöðu, veitist svona að þolendum. Það er engin ný aðferð að lögmenn taki þátt í slíkum aðförum og jafnvel mæli með þeim.Það er ekkert nýtt að meintir gerendur neiti sök í kynferðisbrotamálum.Það er ekkert nýtt að líkurnar á niðurfellingu séu sterkar.Þið endurtakið söguna með öllum hinum meintu gerendunum. Það sannar hins vegar aldrei neitt sakleysi, rannsóknir og tölfræði er þolendum í hag. Heimildir: Er 13% réttlæti nóg? ÁRSSKÝRSLA 2019 - blaðsíður 43-48, 49-50, 66, 71-72, FRUMNIÐURSTÖÐUR Ársskýrsla 2020 - blaðsíða 7, 17-19. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í maí á þessu ári steig hugrökk kona fram og sagði frá kynferðisbroti sem hún hafði orðið fyrir árið 2010, hópnauðgun af hendi tveggja landsliðsmanna á þeim tíma. Þessi frásögn varð til þess að KSÍ málið stóra fór af stað og opnaði á gríðarlega mörg mál sem hingað til hafa þrifist í þögninni. Það er nefnilega stór hluti landsliðsmanna sem komu Íslandi á EM 2016 bendlaðir við meint ofbeldi. Lið sem þú, Aron Einar, hefur leitt sem fyrirliði. Við sem stöndum utan vallar veltum því eðlilega fyrir okkur hvers konar menning hefur skapast innan þessa liðs, hvers konar bro code eru menn komnir með þegar þeir meint hópnauðga saman, hvað þá þegar nánast helmingur gullkynslóðarinnar eru meintir gerendur. Í fyrstu yfirlýsingu þinni, Aron, kallar þú konuna með óbeinum orðum óheiðarlega vegna þess að hún nafngreinir þig ekki. Þessi kona skuldar þér ekkert, og eins og þú veist sjálfur þá má hún ekki, samkvæmt lögum, nafngreina þig. Af hverju bendlar þú þig við þetta mál ef þú ert blásaklaus og konan hefur ekki nafngreint þig? Eins og þið segið sjálfir þá hefur þolandi hvergi nafngreint meinta gerendur sína heldur einungis sagt sína sögu og leitað réttar síns, sem hún fékk ekki að gera á sínum tíma. Þið hljótið að skilja það að þolandi meintrar hópnauðgunar er í fullum rétti á að kæra meinta gerendur sína. Af hverju þurfið þið að ráðast svona að henni opinberlega? Af hverju má þolandi ekki segja frá ónafngreindum meintum gerendum og meintu broti sem hún varð fyrir án þess að frásögn hennar sé rengd? Það leikur sér enginn þolandi að því að berskjalda sig með þessum hætti, enda höfum við séð í gegnum árin að þegar þolendur stíga fram þá missa þau mannorð sitt, fjölskyldu, vini og hrekjast burt. Það gerir sér enginn þolandi það að leik að kæra meinta gerendur sína, hvað þá ef þeir hafa völd í samfélaginu, eru fyrirmyndir, myndarlegir fjölskyldumenn, dýrkaðir og dáðir. Í sömu yfirlýsingu sakar Aron Einar KSÍ um útskúfun en þegar einstaklingur situr undir lögreglurannsókn er það eðli mála að viðkomandi sé sendur í starfsleyfi. Við sjáum það gert á flestum vinnustöðum. Að þú, Aron Einar, hafir „fórnað“ þér svona duglega fyrir íslensku þjóðina og leikið 97 leiki fyrir Íslands hönd gefur þér ekkert tilkall til þess að spila fyrir landsliðið á meðan rannsókn stendur yfir. Þau forréttindi sem þú hefur sem fyrirliði íslenska landsliðsins fylgir ábyrgð, ábyrgð sem þú virðist kannski ekki hafa getað staðið undir. Það er vitað mál að lögreglurannsókn tekur langan tíma hér á Íslandi. Það geta liðið margir mánuðir áður en meintir gerendur eru kallaðir inn í skýrslutöku og þeir jafnvel vita ekki að lögreglurannsókn standi yfir fyrr en símtal um boðun í skýrslutöku berst.Það er svo sem ekkert undravert að þið hafið ekki verið kallaðir inn strax. Þetta vita ykkar lögmenn líka fullvel, sem undirstrikar sterklega hvað yfirlýsingarnar eru einbeitt aðför að æru og trúverðugleika þolandans. Því miður er málaflokkur kynferðisofbeldis mjög brotinn, tölfræðin segir okkur það. Einungis 17% tilkynntra mála ná til dómstóla og þar af eru einungis 13% sem ná til sakfellingar. Réttarkerfið endurspeglar því ekki sakleysi meintra gerenda á neinn hátt. Það sem hins vegar styrkir mál þolanda í þessu tilfelli er að lögreglan enduropnar ekki rannsókn á 11 ára gömlu máli sem átti sér stað í Kaupmannahöfn nema að rík ástæða þyki til. Það er skrítinn „misskilningur“ hjá ykkur báðum að halda því fram að hægt sé að óska eftir því að gefa skýrslu hjá lögreglu um meint sakleysi sitt. Það er lögreglan sem kallar til skýrslutöku, ekki öfugt. Annað hvort eruð þið forréttindafirrtir með öllu eða, þetta er enn eitt útspilið til að reyna að þyrla upp ryki og mála upp slæma mynd af þolanda, fyrirmyndarmennirnir sem þið nú eruð. Þið bætið svo í þetta með því að leggja mat á að þetta verði nú af öllum líkindum fellt niður en það sannar hvergi sakleysi ykkar í þessu máli. Þið nýtið ykkur forréttindastöðu ykkar til þess að „styrkja“ ykkar mál á opinberum vettvangi og setjið þolanda í enn viðkvæmari stöðu með þessum aðferðum, sem þið hljótið að vera meðvitaðir um.Samfélagið okkar trúir síður konum, sérstaklega ef þær eru þolendur ofbeldis. Það virðist vera auðveldara að trúa því að konur ljúgi frekar en að þær séu beittar ofbeldi. Þessar yfirlýsingar þýða ekki neitt, ekkert annað en að þið stígið fram og nafngreinið ykkur sjálfa með alla þjóðina á bak við ykkur. Það er ekkert nýtt að meintir gerendur nýti sér valdastöðu sína með þessum hætti og það er ekkert nýtt að meintir gerendur, sérstaklega ef þeir eru í valdastöðu, veitist svona að þolendum. Það er engin ný aðferð að lögmenn taki þátt í slíkum aðförum og jafnvel mæli með þeim.Það er ekkert nýtt að meintir gerendur neiti sök í kynferðisbrotamálum.Það er ekkert nýtt að líkurnar á niðurfellingu séu sterkar.Þið endurtakið söguna með öllum hinum meintu gerendunum. Það sannar hins vegar aldrei neitt sakleysi, rannsóknir og tölfræði er þolendum í hag. Heimildir: Er 13% réttlæti nóg? ÁRSSKÝRSLA 2019 - blaðsíður 43-48, 49-50, 66, 71-72, FRUMNIÐURSTÖÐUR Ársskýrsla 2020 - blaðsíða 7, 17-19.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun