Þrjúhundruð stöðvaðir og einn tekinn fyrir ölvunarakstur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2021 11:38 Nokkur röð myndaðist á Hringbraut í gær þar sem lögreglan lét alla blása í áfengismæla. Vísir Einn var gripinn grunaður um ölvunarakstur í aðgerðum lögreglu á Hringbraut í gær. Lögreglan lokaði Hringbraut til austurs í gær og lét alla ökumenn þar blása í áfengismæla. „Í gær voru stöðvaðir tæplega þrjú hundruð bílar. Af þeim voru þrír ökumenn kyrrsettir og einn tekinn fyrir meintan ölvunarakstur,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðarvarðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðuborgarsvæðinu. Lögregla gerir þetta iðulega á aðventunni og segir Árni í samtali við fréttastofu að ökumenn geti átt von á að vera stöðvaðir hvenær sem er sólarhrings, alla daga vikunnar. Hann segir því miður að ökumenn séu líklegri til að aka undir áhrifum á þessum tíma árs. Sjá einnig: Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása „Það hefur sýnt sig. Það er náttúrulega bæði þessi jólahlaðborð og vinnustaðasamkomur þar sem gleði og áfengi er haft við hönd. Við viljum einfaldlega reyna að ná til þeirra sem taka þessa ákvörðun að aka ölvaðir,“ segir Árni. Enginn ökumannanna sem stöðvaðir voru í gær voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, þó það sé nokkuð algengt ef miðað er við dagbókarfærslur lögreglu sem berast á hverjum degi. „Við höfum gert þetta undanfarin ár og því miður er alltaf eitthvað um að fólk, ökumenn, freistist til að aka undir áhrifum,“ segir Árni. „Þetta er háalvarlegt, ölvunarakstur og fíkniefnaakstur er háalvarlegur. Þannig að öll umræða er af hinu góða,“ segir Árni og skorar á alla ökumenn að setjast ekki undir stýri undir áhrifum. Lögreglumál Umferðaröryggi Umferð Jól Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
„Í gær voru stöðvaðir tæplega þrjú hundruð bílar. Af þeim voru þrír ökumenn kyrrsettir og einn tekinn fyrir meintan ölvunarakstur,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðarvarðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðuborgarsvæðinu. Lögregla gerir þetta iðulega á aðventunni og segir Árni í samtali við fréttastofu að ökumenn geti átt von á að vera stöðvaðir hvenær sem er sólarhrings, alla daga vikunnar. Hann segir því miður að ökumenn séu líklegri til að aka undir áhrifum á þessum tíma árs. Sjá einnig: Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása „Það hefur sýnt sig. Það er náttúrulega bæði þessi jólahlaðborð og vinnustaðasamkomur þar sem gleði og áfengi er haft við hönd. Við viljum einfaldlega reyna að ná til þeirra sem taka þessa ákvörðun að aka ölvaðir,“ segir Árni. Enginn ökumannanna sem stöðvaðir voru í gær voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, þó það sé nokkuð algengt ef miðað er við dagbókarfærslur lögreglu sem berast á hverjum degi. „Við höfum gert þetta undanfarin ár og því miður er alltaf eitthvað um að fólk, ökumenn, freistist til að aka undir áhrifum,“ segir Árni. „Þetta er háalvarlegt, ölvunarakstur og fíkniefnaakstur er háalvarlegur. Þannig að öll umræða er af hinu góða,“ segir Árni og skorar á alla ökumenn að setjast ekki undir stýri undir áhrifum.
Lögreglumál Umferðaröryggi Umferð Jól Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira