Óttast að Rússar reyni að stelast í flak herþotunnar sem hrapaði örskömmu eftir flugtak Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2021 23:30 Samskonar flugvél og sú sem fór í sjóinn. Lt Cdr Lindsey Waudby RN/Ministry of Defence via Getty Images) Breski herinn hefur fundið flak herþotunnar sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum sekúndum eftir flugtak við heræfingar í Miðjarðarhafinu. Þjóðaröryggisráðgjafi Breta telur líklegt að Rússar fylgist grannt með. Fregnir af atvikinu voru fyrst fluttar um miðjan nóvember en málið komst í hámæli eftir að myndband sem virðist sýna vélina hrapa í sjóinn örfáum andartökum eftir flugtak var lekið á Twitter. Flugmaðurinn skaut sér úr vélinni og slapp hann án teljandi meiðsla. Rannsókn fer nú fram á því hvað varð til þess að vélin hrapaði. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að mögulega hafi gleymst að fjarlægja hlíf af vélinni fyrir flugtak. Sir Stephen Lovgrove segir of snemmt að segja til hvað hafi gert það að verkum að flugvélin hrapaði. Hann greindi þó frá því á fundi varnarmálarnefndar breska þingsins á þriðjudaginn að búið væri að finna flak vélarinnar. Unnið væri að áætlum um hvernig væri hægt að endurheimta það. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Flugvélin var af gerðinni F-35 sem kosta mikla fjármuni og eru þær hlaðnar ýmsum búnaði og tækni sem bandamenn vilja ekki að komist í hendur óvinveittra ríkja. Þannig var Lovgrove spurður út í möguleikann á því að Rússar gætu haft áhuga á að komast að vélinni áður en henni verður bjargað. „Við vitum að Rússar búa yfir mikilli neðansjávargetu og það er alveg rétt að hún er mjög nútímaleg,“ sagði Cosgrove. Lagði hann mikla áherslu á að verið væri að sníða áætlun sem gæti komið í veg fyrir að tæknibúnaður um borð vélarinnar komist í hendur óvinveittra aðila. „Sú áætlun sem við vinnum eftir nú er hönnuð til þess að tryggja að tæknin um borð í flugvélinni muni áfram vera í okkar höndum.“ Rússland Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Fregnir af atvikinu voru fyrst fluttar um miðjan nóvember en málið komst í hámæli eftir að myndband sem virðist sýna vélina hrapa í sjóinn örfáum andartökum eftir flugtak var lekið á Twitter. Flugmaðurinn skaut sér úr vélinni og slapp hann án teljandi meiðsla. Rannsókn fer nú fram á því hvað varð til þess að vélin hrapaði. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að mögulega hafi gleymst að fjarlægja hlíf af vélinni fyrir flugtak. Sir Stephen Lovgrove segir of snemmt að segja til hvað hafi gert það að verkum að flugvélin hrapaði. Hann greindi þó frá því á fundi varnarmálarnefndar breska þingsins á þriðjudaginn að búið væri að finna flak vélarinnar. Unnið væri að áætlum um hvernig væri hægt að endurheimta það. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Flugvélin var af gerðinni F-35 sem kosta mikla fjármuni og eru þær hlaðnar ýmsum búnaði og tækni sem bandamenn vilja ekki að komist í hendur óvinveittra ríkja. Þannig var Lovgrove spurður út í möguleikann á því að Rússar gætu haft áhuga á að komast að vélinni áður en henni verður bjargað. „Við vitum að Rússar búa yfir mikilli neðansjávargetu og það er alveg rétt að hún er mjög nútímaleg,“ sagði Cosgrove. Lagði hann mikla áherslu á að verið væri að sníða áætlun sem gæti komið í veg fyrir að tæknibúnaður um borð vélarinnar komist í hendur óvinveittra aðila. „Sú áætlun sem við vinnum eftir nú er hönnuð til þess að tryggja að tæknin um borð í flugvélinni muni áfram vera í okkar höndum.“
Rússland Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10