Börn eru að meðaltali 29 mánaða þegar þau hefja dvöl á leikskólum Reykjavíkur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2021 15:29 Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar. Á þessum 3 árum sem spurningunni hefur ekki verið svarað hafa gríðarlega margir sett sig í samband við mig og lýst því hversu lengi þeir þurfa að bíða eftir plássi í leikskólum Reykjavíkur, margir hafa gefist upp og flutt í nágranna sveitarfélög þar sem börn þeirra komast fyrr að á leikskólum. Nú er svarið komið og það slær mann illa, í svarinu segir „Samkvæmt gögnum sem tekin voru saman 25. október 2021 var meðalaldur barna við inntöku 29 mánaða.“ Á kjörtímabilinu hefur meirihlutanum því tekist að hækka meðalaldur leikskólabarna þegar þau hefja dvöl úr 26 mánuðum líkt og hann var árið 2018 í 29 mánuði árið 2021. Þetta er dapurleg staðreynd, nú er klukkan korter í kosningar og ég reikna ekki með neinu öðru en að við förum að sjá endurunninn loforð frá meirihlutaflokkunum um betri þjónustu við barnafjölskyldur þar sem börn komist fyrr að á leikskólum. Loforð sem ekki hefur tekist að uppfylla síðustu kjörtímabil þrátt fyrir fögur fyrirheit. Börn eiga ekki heima á biðlistum og sú grunnþjónusta sem sveitarfélögum ber skilda til að reka þarf að vera skammlaus. Það er ljóst að meirihlutanum í Reykjavík hefur ekki tekist það verkefni líkt og flokkar innan hans hafa ítrekað lofað kosningar eftir kosningar. Yngri börn eru ekki að komist að á leikskólum Reykjavíkur, heldur bíða þau á biðlistum þangað til þau nálgast þriggja ára aldur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar. Á þessum 3 árum sem spurningunni hefur ekki verið svarað hafa gríðarlega margir sett sig í samband við mig og lýst því hversu lengi þeir þurfa að bíða eftir plássi í leikskólum Reykjavíkur, margir hafa gefist upp og flutt í nágranna sveitarfélög þar sem börn þeirra komast fyrr að á leikskólum. Nú er svarið komið og það slær mann illa, í svarinu segir „Samkvæmt gögnum sem tekin voru saman 25. október 2021 var meðalaldur barna við inntöku 29 mánaða.“ Á kjörtímabilinu hefur meirihlutanum því tekist að hækka meðalaldur leikskólabarna þegar þau hefja dvöl úr 26 mánuðum líkt og hann var árið 2018 í 29 mánuði árið 2021. Þetta er dapurleg staðreynd, nú er klukkan korter í kosningar og ég reikna ekki með neinu öðru en að við förum að sjá endurunninn loforð frá meirihlutaflokkunum um betri þjónustu við barnafjölskyldur þar sem börn komist fyrr að á leikskólum. Loforð sem ekki hefur tekist að uppfylla síðustu kjörtímabil þrátt fyrir fögur fyrirheit. Börn eiga ekki heima á biðlistum og sú grunnþjónusta sem sveitarfélögum ber skilda til að reka þarf að vera skammlaus. Það er ljóst að meirihlutanum í Reykjavík hefur ekki tekist það verkefni líkt og flokkar innan hans hafa ítrekað lofað kosningar eftir kosningar. Yngri börn eru ekki að komist að á leikskólum Reykjavíkur, heldur bíða þau á biðlistum þangað til þau nálgast þriggja ára aldur. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar