Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2021 17:17 Gul armbönd hafa mörg safnast upp á heimilum grunnskólabarna. Vísir/Atli/Vilhelm Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. Skólastjórnendur í níu grunnskólum í Reykjavík, sem senda börn í skólasund í Laugardalslaug, sendu póst á foreldra skólabarna í dag þar sem kom fram að laugin sé nú hætt að úthluta gulum armböndum til barna. Þetta sé erfið staða þar sem börn og unglingar séu oft með verðmæti á sér sem þeir vilji læsa inni. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir starfsmenn vera í stökustu vandræðum vegna stöðunnar með gulu armböndin. „Þessi þúsund armbönd sem við versluðum í sumar og í haust, þau eru bara að verða búin. Við eigum ekki fyrir almenning sem verður að ganga fyrir hvað þetta varðar. Vandamálið er að við höfum ekki verið að fá armböndin til baka í skólasundinu. Því til staðfestingar þá komu foreldrar barns um helgina og skiluðu heilum 45 armböndum sem barnið hafði safnað saman.“ Vísir Nota gamla innganginn með engu hliði Börn sem koma í Laugardalslaug til að fara í skólasund hafa síðustu misserin notast við gamla inngang laugarinnar sem snýr út að Sundlaugarvegi, á meðan almenningur notast við nýrri innganginn sem snýr út að Reykjavegi. „Þessi breyting mæltist mjög vel fyrir og er fyrirkomulagið betra fyrir alla aðila – starfsmenn, almenning og börnin sjálf,“ segir Árni. „Vandamálið er að það er ekkert hlið fyrir skólabörnin líkt og er fyrir almenning, þar sem þeir skila armböndunum til að komast út. Við höfum verið að benda börnunum á að skila armböndunum en nú er svo komið að verið verðum að bregðast við,“ segir Árni. Hann segir að allt kosti þetta pening, hvert armband kosti um 170 krónur. Kostnaðurinn sé því mikill, enda ógrynni armbanda sem hafi ekki skilað sér aftur. Og fleiri armbönd eru í pöntun. Árni segir að gripið verði til þess ráðs að selja hverju barni í skólasundi armband gegn hóflegu gjaldi – armband sem ætti þá að duga alla skólaveturinn. „Og við biðlum að sjálfsögðu líka til foreldra að grennslast fyrir heima hvort einhver gul armbönd leynist þar og koma þeim aftur til okkar.“ Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Skólastjórnendur í níu grunnskólum í Reykjavík, sem senda börn í skólasund í Laugardalslaug, sendu póst á foreldra skólabarna í dag þar sem kom fram að laugin sé nú hætt að úthluta gulum armböndum til barna. Þetta sé erfið staða þar sem börn og unglingar séu oft með verðmæti á sér sem þeir vilji læsa inni. Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir starfsmenn vera í stökustu vandræðum vegna stöðunnar með gulu armböndin. „Þessi þúsund armbönd sem við versluðum í sumar og í haust, þau eru bara að verða búin. Við eigum ekki fyrir almenning sem verður að ganga fyrir hvað þetta varðar. Vandamálið er að við höfum ekki verið að fá armböndin til baka í skólasundinu. Því til staðfestingar þá komu foreldrar barns um helgina og skiluðu heilum 45 armböndum sem barnið hafði safnað saman.“ Vísir Nota gamla innganginn með engu hliði Börn sem koma í Laugardalslaug til að fara í skólasund hafa síðustu misserin notast við gamla inngang laugarinnar sem snýr út að Sundlaugarvegi, á meðan almenningur notast við nýrri innganginn sem snýr út að Reykjavegi. „Þessi breyting mæltist mjög vel fyrir og er fyrirkomulagið betra fyrir alla aðila – starfsmenn, almenning og börnin sjálf,“ segir Árni. „Vandamálið er að það er ekkert hlið fyrir skólabörnin líkt og er fyrir almenning, þar sem þeir skila armböndunum til að komast út. Við höfum verið að benda börnunum á að skila armböndunum en nú er svo komið að verið verðum að bregðast við,“ segir Árni. Hann segir að allt kosti þetta pening, hvert armband kosti um 170 krónur. Kostnaðurinn sé því mikill, enda ógrynni armbanda sem hafi ekki skilað sér aftur. Og fleiri armbönd eru í pöntun. Árni segir að gripið verði til þess ráðs að selja hverju barni í skólasundi armband gegn hóflegu gjaldi – armband sem ætti þá að duga alla skólaveturinn. „Og við biðlum að sjálfsögðu líka til foreldra að grennslast fyrir heima hvort einhver gul armbönd leynist þar og koma þeim aftur til okkar.“
Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira