Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Hallgerður Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2021 07:30 Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. Starfsemin hefur verið á Íslandi árum saman með þeim skilningi að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi, sem átti að vera tryggt með eftirliti Matvælastofnunar og innra eftirliti fyrirtækisins sjálfs. Ljóst er að það eftirlit hélt ekki. Stjórn DÍS hefur kynnt sér þetta mál vel, tekur afstöðu til þess á grundvelli dýravelferðar og telur óverjandi að þessar hryssur hafi þurft að upplifa ótta, þjáningu og sársauka.Eftirfarandi eru áskoranir DÍS um nauðsynlegar úrbætur, verði það á annað borð úr að þessi starfsemi reynist áfram lögleg: Til Alþingis og landbúnaðarráðherra: 1. Að sett verði í lög (55/2013) um velferð dýra ákvæði um að heimilt sé að fara fram á að myndbandsupptökur séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila í starfsemi þar sem ekki er unnt að tryggja velferð dýra með með öðrum hætti. Þetta á alveg sérstaklega við um starfsemi þar sem um kerfisbundin ígrip (skinn rofið) í líkama dýra er að ræða, eins og við blóðtöku.2. Að endurskoðað verði magn blóðs sem heimilt verði að taka og það byggt á velferð og atferli hryssanna. 5. Að blóðtökustarfsemi verði gerð leyfisskyld og að reglugerð verði sett um hana. Til Matvælastofnunar: 1. Að sektarákvæðum eða kæru til lögreglu verði fortakslaust beitt gagnvart öllu því starfsfólki sem níddist á hryssunum, eins og sást í myndskeiðunum. 2. Að dýralæknir/dýralæknar sem misbuðu hryssum við blóðtöku og stöðvuðu ekki barsmíðar á þeim verði áminntir í samræmi við 18.gr. laga um dýralækna (66/1998). Til fyrirtækja og annarra aðila sem byggja afkomu sína á blóðtöku: 1. Til að tryggja velferð og eftirlit verði sá háttur hafður á að gera að eigin frumkvæði upptökur sem séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila, þar sem hægt verði að sjá heimrekstur, umgengni við hryssur og folöld í rétt og tilfærslu yfir í tökubás, blóðtökuna sjálfa hjá sérhverri hryssu og blóðmagn og loks göngu hennar út úr básnum. 2. Það sé skilyrði að starfsfólk sem vinnur við hrossin kunni að umgangast þau. Að tryggt sé að hraði blóðtöku, aðstæður og álag á dýralækna sé með þeim hætti að þeir missi ekki yfirsýn yfir meðferð á hrossunum og geti sinnt eftirliti. Að ekki sé notuð áfram þjónusta dýralækna ef ljóst verður að þeir sinna ekki velferð hrossanna. 3. Að tryggt verði að hryssurnar séu tamdar að því marki og með þeim hætti að þær geti ráðið við að ganga í tökubás og standa þar án þess að fyllast streitu og ótta við aðstæður eða fólk. Að ekki séu notaðar hryssur sem vegna einhverra ástæðna geta ekki tekist á við þessar aðstæður. Að fyrirtækið krefjist þess að aðbúnaður sé með þeim hætti að hross geti ekki slasað sig og að ró sé viðhöfð við að beina hrossunum, hundar séu ekki notaðir eða hafðir lausir. Til hrossabænda, atvinnuhestafólks og frístundahestafólks: Við skorum á fólk sem heldur hesta til að taka samtalið um velferð þeirra alvarlega og skorast ekki undan að horfast í augu við það þegar út af ber. Við bendum á að ef ill meðferð á hestum er stunduð í samfélaginu á annað borð, hvort sem það er af hrossabændum, við tamningar, sýningar, keppni eða við almenna reiðmennsku þá er undirliggjandi menning fyrir hendi sem þarf að takast á við og breyta.Það að að mótmæla ekki, er að samþykkja. Sérstök ályktun DÍS: verði úr að stjórnvöld leyfi áfram þessa starfsemi og verði úr að stjórnvöld og/eða þau fyrirtæki/aðilar sem koma að starfsemi með hryssur sem haldnar eru til blóðtöku bregðist ekki við þessum áskorunum og svipuðum áskorunum annarra víða að úr samfélaginu, teljum við auðsýnt að ekki er vilji hjá þessum aðilum til raunverulegra úrbóta. Við vísum þar sérstaklega til krafna um að upptökur séu notaðar til að tryggja góða meðferð á hryssunum, enda hafi tvöfalt og áhættumiðað eftirlit ekki dugað.Úr almennri stefnu DÍS: nauðsynlegt er að horfast í augu við að afleggja þarf hvert það dýrahald þar sem ekki er unnt tryggja velferð dýranna. Við hvetjum almenning til að fylgjast með og láta sig áfram varða velferð dýra og fögnum þeirri umræðu sem á sér stað. Við minnum á að slagkraftur almennings er mikill og að dýravelferð er samfélagsmál en ekki einkamál dýraeigenda, þeirra sem vinna með dýr, eða stjórnvalda.DÍS fagnar fram komnum yfirlýsingum ýmissa félagasamtaka sem láta sig varða velferð hrossanna og hvetur þau til að taka áfram þátt í samfélagslegu samtali um velferð dýra og þakkar jafnframt þeim erlendu aðilum sem unnu að gagnaöflun sem komu upp um illa meðferð á hryssunum. Dís mun fylgjast með framhaldi þessa máls. Unnið af stjórn Dýraverndarsambands Íslands, 26. nóvember 2021 Fyrir hönd stjórnar DÍS Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýr Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. Starfsemin hefur verið á Íslandi árum saman með þeim skilningi að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi, sem átti að vera tryggt með eftirliti Matvælastofnunar og innra eftirliti fyrirtækisins sjálfs. Ljóst er að það eftirlit hélt ekki. Stjórn DÍS hefur kynnt sér þetta mál vel, tekur afstöðu til þess á grundvelli dýravelferðar og telur óverjandi að þessar hryssur hafi þurft að upplifa ótta, þjáningu og sársauka.Eftirfarandi eru áskoranir DÍS um nauðsynlegar úrbætur, verði það á annað borð úr að þessi starfsemi reynist áfram lögleg: Til Alþingis og landbúnaðarráðherra: 1. Að sett verði í lög (55/2013) um velferð dýra ákvæði um að heimilt sé að fara fram á að myndbandsupptökur séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila í starfsemi þar sem ekki er unnt að tryggja velferð dýra með með öðrum hætti. Þetta á alveg sérstaklega við um starfsemi þar sem um kerfisbundin ígrip (skinn rofið) í líkama dýra er að ræða, eins og við blóðtöku.2. Að endurskoðað verði magn blóðs sem heimilt verði að taka og það byggt á velferð og atferli hryssanna. 5. Að blóðtökustarfsemi verði gerð leyfisskyld og að reglugerð verði sett um hana. Til Matvælastofnunar: 1. Að sektarákvæðum eða kæru til lögreglu verði fortakslaust beitt gagnvart öllu því starfsfólki sem níddist á hryssunum, eins og sást í myndskeiðunum. 2. Að dýralæknir/dýralæknar sem misbuðu hryssum við blóðtöku og stöðvuðu ekki barsmíðar á þeim verði áminntir í samræmi við 18.gr. laga um dýralækna (66/1998). Til fyrirtækja og annarra aðila sem byggja afkomu sína á blóðtöku: 1. Til að tryggja velferð og eftirlit verði sá háttur hafður á að gera að eigin frumkvæði upptökur sem séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila, þar sem hægt verði að sjá heimrekstur, umgengni við hryssur og folöld í rétt og tilfærslu yfir í tökubás, blóðtökuna sjálfa hjá sérhverri hryssu og blóðmagn og loks göngu hennar út úr básnum. 2. Það sé skilyrði að starfsfólk sem vinnur við hrossin kunni að umgangast þau. Að tryggt sé að hraði blóðtöku, aðstæður og álag á dýralækna sé með þeim hætti að þeir missi ekki yfirsýn yfir meðferð á hrossunum og geti sinnt eftirliti. Að ekki sé notuð áfram þjónusta dýralækna ef ljóst verður að þeir sinna ekki velferð hrossanna. 3. Að tryggt verði að hryssurnar séu tamdar að því marki og með þeim hætti að þær geti ráðið við að ganga í tökubás og standa þar án þess að fyllast streitu og ótta við aðstæður eða fólk. Að ekki séu notaðar hryssur sem vegna einhverra ástæðna geta ekki tekist á við þessar aðstæður. Að fyrirtækið krefjist þess að aðbúnaður sé með þeim hætti að hross geti ekki slasað sig og að ró sé viðhöfð við að beina hrossunum, hundar séu ekki notaðir eða hafðir lausir. Til hrossabænda, atvinnuhestafólks og frístundahestafólks: Við skorum á fólk sem heldur hesta til að taka samtalið um velferð þeirra alvarlega og skorast ekki undan að horfast í augu við það þegar út af ber. Við bendum á að ef ill meðferð á hestum er stunduð í samfélaginu á annað borð, hvort sem það er af hrossabændum, við tamningar, sýningar, keppni eða við almenna reiðmennsku þá er undirliggjandi menning fyrir hendi sem þarf að takast á við og breyta.Það að að mótmæla ekki, er að samþykkja. Sérstök ályktun DÍS: verði úr að stjórnvöld leyfi áfram þessa starfsemi og verði úr að stjórnvöld og/eða þau fyrirtæki/aðilar sem koma að starfsemi með hryssur sem haldnar eru til blóðtöku bregðist ekki við þessum áskorunum og svipuðum áskorunum annarra víða að úr samfélaginu, teljum við auðsýnt að ekki er vilji hjá þessum aðilum til raunverulegra úrbóta. Við vísum þar sérstaklega til krafna um að upptökur séu notaðar til að tryggja góða meðferð á hryssunum, enda hafi tvöfalt og áhættumiðað eftirlit ekki dugað.Úr almennri stefnu DÍS: nauðsynlegt er að horfast í augu við að afleggja þarf hvert það dýrahald þar sem ekki er unnt tryggja velferð dýranna. Við hvetjum almenning til að fylgjast með og láta sig áfram varða velferð dýra og fögnum þeirri umræðu sem á sér stað. Við minnum á að slagkraftur almennings er mikill og að dýravelferð er samfélagsmál en ekki einkamál dýraeigenda, þeirra sem vinna með dýr, eða stjórnvalda.DÍS fagnar fram komnum yfirlýsingum ýmissa félagasamtaka sem láta sig varða velferð hrossanna og hvetur þau til að taka áfram þátt í samfélagslegu samtali um velferð dýra og þakkar jafnframt þeim erlendu aðilum sem unnu að gagnaöflun sem komu upp um illa meðferð á hryssunum. Dís mun fylgjast með framhaldi þessa máls. Unnið af stjórn Dýraverndarsambands Íslands, 26. nóvember 2021 Fyrir hönd stjórnar DÍS Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun