YAY-arar segjast steinhissa á niðurstöðu Persónuverndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2021 15:16 Ari Steinarsson er framkvæmdastjóri YAY. Framkvæmdastjóri stafræna gjafakortasmáforritsins YAY segir erfitt að una við niðurstöðu Persónuverndar sem sekaði fyrirtækið um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. Ráðuneytið fékk sjö milljóna króna sekt. „Það sem einkum vekur furðu er að Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að YAY hafi brotið gegn margvíslegum ákvæðum persónuverndarlaga með því að óska eftir víðtækum aðgangi að símtækjum notenda, s.s. að dagbókarfærslum o.fl., á fyrstu dögunum eftir að almenningur gat nálgast ferðagjöfina í gegnum smáforritið,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY, í yfirlýsingu frá félaginu. Heimildir hafi ekki verið nýttar „Það liggur hins vegar fyrir í gögnum málsins, og óháður öryggisúttektaraðili á vegum Persónuverndar hefur staðfest, að þessar heimildir voru aldrei nýttar. Og aldrei stóð til að nýta þær. Það var því engin vinnsla á þessum upplýsingum sem átti sér stað. Þetta er hins vegar blásið upp og Persónuvernd gerir mikið úr þessari fræðilegu vinnslu sem á sér engan stoð í raunveruleikanum. Persónuvernd virðist þó eitthvað vera að vandræðast með þetta og ákveður að sekta ekki fyrir þessi brot þar sem þetta sé óljóst. Með almennum rökstuðningi kemst Persónuvernd hins vegar að þeirri niðurstöðu að sekta skuli YAY um 4 milljónir þar sem öryggi hafi verið ábótavant,“ segir Ari. Ekkert í málinu bendi til þess að skort hafi á öryggi þeirra upplýsinga sem unnið var með af hálfu ráðuneytisins. Ráðuneytið hafi látið framkvæma sérstaka úttekt á öryggismálum félagsins áður en farið var af stað í verkefnið. „Það er mitt mat að þessi rökstuðningur Persónuverndar sé ekki sannfærandi og réttlæti ekki svo háa sekt gagnvart YAY. Þetta er því niðurstaða sem erfitt er fyrir félagið að una við og allar líkur á því að við munum taka þetta lengra,“ segir Ari ennfremur. Öll helstu ákvæði brotin Ráðuneytið minnti fyrr í dag á að enginn hefði orðið fyrir tjóni vegna vinnslunnar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var afdráttarlaus í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Öll helstu ákvæði voru brotin. Það er nú bara þannig,“ segir hún. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill „Það má enginn vinna persónuupplýsingar án þess hafa til þess heimild. Til þess að byrja með fór ráðuneytið af stað áður en lagaheimild sem heimilaði vinnuna var búin að taka gildi. Þá voru líka meginreglurnar brotnar. Það sem við tölum um sem gagnsæi og fræðslu. Þannig að einstaklingar viti hvað þeir eru að samþykkja. Öryggi persónuupplýsinga var ekki heldur til staðar. Þannig að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, til að tryggja öryggi upplýsinga sem þarna voru undir, voru ekki til staðar. Það var ekki búið að aðlaga og móta stillingar á þessu smáforriti og það var ekki gerður vinnslusamningur,“ segir Helga og bætir við að notendum hafi einnig verið gert að samþykkja skilmála sem ekki áttu við. Stafræn þróun Persónuvernd Stjórnsýsla Neytendur Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. Ráðuneytið fékk sjö milljóna króna sekt. „Það sem einkum vekur furðu er að Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að YAY hafi brotið gegn margvíslegum ákvæðum persónuverndarlaga með því að óska eftir víðtækum aðgangi að símtækjum notenda, s.s. að dagbókarfærslum o.fl., á fyrstu dögunum eftir að almenningur gat nálgast ferðagjöfina í gegnum smáforritið,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY, í yfirlýsingu frá félaginu. Heimildir hafi ekki verið nýttar „Það liggur hins vegar fyrir í gögnum málsins, og óháður öryggisúttektaraðili á vegum Persónuverndar hefur staðfest, að þessar heimildir voru aldrei nýttar. Og aldrei stóð til að nýta þær. Það var því engin vinnsla á þessum upplýsingum sem átti sér stað. Þetta er hins vegar blásið upp og Persónuvernd gerir mikið úr þessari fræðilegu vinnslu sem á sér engan stoð í raunveruleikanum. Persónuvernd virðist þó eitthvað vera að vandræðast með þetta og ákveður að sekta ekki fyrir þessi brot þar sem þetta sé óljóst. Með almennum rökstuðningi kemst Persónuvernd hins vegar að þeirri niðurstöðu að sekta skuli YAY um 4 milljónir þar sem öryggi hafi verið ábótavant,“ segir Ari. Ekkert í málinu bendi til þess að skort hafi á öryggi þeirra upplýsinga sem unnið var með af hálfu ráðuneytisins. Ráðuneytið hafi látið framkvæma sérstaka úttekt á öryggismálum félagsins áður en farið var af stað í verkefnið. „Það er mitt mat að þessi rökstuðningur Persónuverndar sé ekki sannfærandi og réttlæti ekki svo háa sekt gagnvart YAY. Þetta er því niðurstaða sem erfitt er fyrir félagið að una við og allar líkur á því að við munum taka þetta lengra,“ segir Ari ennfremur. Öll helstu ákvæði brotin Ráðuneytið minnti fyrr í dag á að enginn hefði orðið fyrir tjóni vegna vinnslunnar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var afdráttarlaus í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Öll helstu ákvæði voru brotin. Það er nú bara þannig,“ segir hún. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill „Það má enginn vinna persónuupplýsingar án þess hafa til þess heimild. Til þess að byrja með fór ráðuneytið af stað áður en lagaheimild sem heimilaði vinnuna var búin að taka gildi. Þá voru líka meginreglurnar brotnar. Það sem við tölum um sem gagnsæi og fræðslu. Þannig að einstaklingar viti hvað þeir eru að samþykkja. Öryggi persónuupplýsinga var ekki heldur til staðar. Þannig að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, til að tryggja öryggi upplýsinga sem þarna voru undir, voru ekki til staðar. Það var ekki búið að aðlaga og móta stillingar á þessu smáforriti og það var ekki gerður vinnslusamningur,“ segir Helga og bætir við að notendum hafi einnig verið gert að samþykkja skilmála sem ekki áttu við.
Stafræn þróun Persónuvernd Stjórnsýsla Neytendur Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent