Kelfing og bráðnun vegna sjávar aldrei meiri á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 09:14 Fagurblár pollur bráðnunarvatns á ísjaka á Ilulissat-firði við samnefndan jökul árið 2011. AP/Brennan Linsley Grænlandsjökull tapaði um 166 milljörðum tonna af ís frá september í fyrra til ágúst á þessu ári, tuttugasta og fimmta árið í röð sem jökullinn tapaði meiri ís en hann bætti við sig. Aldrei hefur verið meira massatap vegna kelfingar og bráðnun af völdum hlýsjávar en í ár. Í heildina var massatap Grænlandsjökuls nálægt meðaltali síðustu áratuga í fyrra. Það segir þó ekki alla söguna. Ákoma á jökulinn var með ágætasta móti, sem gæti verið afleiðing hnattrænnar hlýnunar, og bætti hann við sig 396 milljörðum tonna af ís á tímabilinu. Það er þó verulega minna en árleg ákoma jökulsins á 10. áratug síðustu aldar. Á sama tíma hefur massatap vegna kelfingar ísjaka út í sjó og bráðnunar af völdum hlýs sjávar sem kemst að skriðjöklum aldrei verið meiri en í fyrra, að minnsta kosti frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1986, að sögn Washington Post. Samtals nam hún um 500 milljörðum tonna. Fátíðir atburðir áttu sér einnig stað á þessari annarri stærstu ísbreiðu heims á eftir Suðurskautslandinu. Regndropar féllu á toppi jökulsins í fyrsta skipti frá því að mælingar hófust í sumar og þá bráðnunarviðburður sem varð í ágúst aldrei sést svo seint að sumri á Grænlandi. Aukin ákoma nær ekki að bæta fyrir meiri bráðnun Snjókoma síðasta vetur var nærri meðaltali á jöklinum en í júní gerði mikla drífu svo lá við meti. Snjórinn bætti ekki aðeins massa við jökulinn heldur olli hann kólnun með því að endurvarpa sólarljósi og seinkaði þannig sumarbráðnun. Í júlí byrjaði bráðnunin engu að síður af krafti. Í einum af þremur bráðnunaratburðum er áætlað að jökullinn hafi tapað átta til tólf milljörðum tonna á dag. Enn tapaði jökullinn massa í ágúst og það var þá sem úrkoma féll sem rigning á hæsta punkti ísbreiðunnar miklu. Ilulissat-jökull, sem einnig er þekktur sem Jakobshafnarjökull, tapaði einn og sér 45 milljörðum tonna af ís síðasta árið. Það er um tíu prósent af heildarkelfingu og sjávarbráðnun ársins. Áætlað er að Grænlandsjökull hafi tapað um 5.500 milljörðum tonna af ís frá 1968 til 2021. Það jafngildir um eins og hálfs sentímetra hækkun á meðalsjávarstöðu á jörðinni. Grænlandsjökull er önnur stærsta ísbreiða á jörðinni á eftir Suðurskautslandinu. Hér sést Heljarjökull á austurströnd Grænlands.AP/Felipe Dana Vaxandi rigning gæti hraðað bráðnun Sterk ákoma vó verulega upp á móti massatapinu sem hefði getað orðið mun meira. Árið 2019 lagðist lítil snjókoma að vetri ofan á sumarhlýindi þannig að jökullinn tapaði 329 milljörðum tonna af massa sínum. Aukin úrkomuákefð er á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýtt loft getur borið meiri raka en svalara og því getur úrkoma orðið ákafari. Viðbót í úrkomu dugar þó ekki til að vega upp á móti massatapi vegna örari bráðnunar íssins í hlýrra loftslagi. Falli úrkoma í auknum mæli sem regn á Grænlandsjökul eftir því sem hlýnar gæti það hraðað bráðnun. Ísinn verður dekkri og gleypir þannig meira sólarljós sem eykur bráðnun. Rigningarvatnið getur líka komið í veg fyrir að bráðnunarvatn vætli niður í eldri snjólög og frjósi. Úrkomumet var slegið í bænum Qaqortoq á sunnanverðu Grænlandi þegar um 145 millímetrar rigningar féllu á einum degi í sumar. í Bænum Qaanaaq á norðvestanverðu Grænlandi urðu flóð. Grænland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Í heildina var massatap Grænlandsjökuls nálægt meðaltali síðustu áratuga í fyrra. Það segir þó ekki alla söguna. Ákoma á jökulinn var með ágætasta móti, sem gæti verið afleiðing hnattrænnar hlýnunar, og bætti hann við sig 396 milljörðum tonna af ís á tímabilinu. Það er þó verulega minna en árleg ákoma jökulsins á 10. áratug síðustu aldar. Á sama tíma hefur massatap vegna kelfingar ísjaka út í sjó og bráðnunar af völdum hlýs sjávar sem kemst að skriðjöklum aldrei verið meiri en í fyrra, að minnsta kosti frá því að gervihnattamælingar hófust árið 1986, að sögn Washington Post. Samtals nam hún um 500 milljörðum tonna. Fátíðir atburðir áttu sér einnig stað á þessari annarri stærstu ísbreiðu heims á eftir Suðurskautslandinu. Regndropar féllu á toppi jökulsins í fyrsta skipti frá því að mælingar hófust í sumar og þá bráðnunarviðburður sem varð í ágúst aldrei sést svo seint að sumri á Grænlandi. Aukin ákoma nær ekki að bæta fyrir meiri bráðnun Snjókoma síðasta vetur var nærri meðaltali á jöklinum en í júní gerði mikla drífu svo lá við meti. Snjórinn bætti ekki aðeins massa við jökulinn heldur olli hann kólnun með því að endurvarpa sólarljósi og seinkaði þannig sumarbráðnun. Í júlí byrjaði bráðnunin engu að síður af krafti. Í einum af þremur bráðnunaratburðum er áætlað að jökullinn hafi tapað átta til tólf milljörðum tonna á dag. Enn tapaði jökullinn massa í ágúst og það var þá sem úrkoma féll sem rigning á hæsta punkti ísbreiðunnar miklu. Ilulissat-jökull, sem einnig er þekktur sem Jakobshafnarjökull, tapaði einn og sér 45 milljörðum tonna af ís síðasta árið. Það er um tíu prósent af heildarkelfingu og sjávarbráðnun ársins. Áætlað er að Grænlandsjökull hafi tapað um 5.500 milljörðum tonna af ís frá 1968 til 2021. Það jafngildir um eins og hálfs sentímetra hækkun á meðalsjávarstöðu á jörðinni. Grænlandsjökull er önnur stærsta ísbreiða á jörðinni á eftir Suðurskautslandinu. Hér sést Heljarjökull á austurströnd Grænlands.AP/Felipe Dana Vaxandi rigning gæti hraðað bráðnun Sterk ákoma vó verulega upp á móti massatapinu sem hefði getað orðið mun meira. Árið 2019 lagðist lítil snjókoma að vetri ofan á sumarhlýindi þannig að jökullinn tapaði 329 milljörðum tonna af massa sínum. Aukin úrkomuákefð er á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýtt loft getur borið meiri raka en svalara og því getur úrkoma orðið ákafari. Viðbót í úrkomu dugar þó ekki til að vega upp á móti massatapi vegna örari bráðnunar íssins í hlýrra loftslagi. Falli úrkoma í auknum mæli sem regn á Grænlandsjökul eftir því sem hlýnar gæti það hraðað bráðnun. Ísinn verður dekkri og gleypir þannig meira sólarljós sem eykur bráðnun. Rigningarvatnið getur líka komið í veg fyrir að bráðnunarvatn vætli niður í eldri snjólög og frjósi. Úrkomumet var slegið í bænum Qaqortoq á sunnanverðu Grænlandi þegar um 145 millímetrar rigningar féllu á einum degi í sumar. í Bænum Qaanaaq á norðvestanverðu Grænlandi urðu flóð.
Grænland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44
Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Saman hafa Grænland og Suðurskautslandið tapað um 475 milljörðum tonnum af ís á hverju ári á þessum áratug sem er að líða. Það er margfalt meira en á 10. áratug síðustu aldar. 13. mars 2020 16:31