Segir mannréttindi í Katar „með þeim verstu í heimi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. nóvember 2021 07:00 Lewis Hamilton ræddi við fjöldmiðla um mannréttindi fólks í Katar. Andrej Isakovic/Getty Images Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur gagnrýnt mannréttindi í Katar en keppni helgarinnar fram þar í landi. Hamilton segir að íþróttir verði að vera gagnrýnar á þá staði sem þær ákveði að keppa á. Kappaksturinn á Losail-brautinni í Doha um helgina er sá fyrsti sem fram fer í Katar. Frá því að ákveðið var að halda HM 2022 í knattspyrnu í Katar hefur landið reglulega verið í fréttum vegna bágrar stöðu verkafólks í landinu, stöðu kvenna og hinsegin fólks. 'We stand together' Lewis Hamilton wears rainbow helmet in Qatar Grand Prix practice https://t.co/NE22l0K8T8— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Hamilton hefur ítrekað rætt mikilvægi þess að Formúlan ræði málefni þeirra landa þar sem keppt er og gerði það enn á ný í Katar. „Við vitum að það eru ýmis vandamál til staðar á þeim stöðum sem við keppum á. Katar virðist hins vegar dæmt til að vera einn af verstu stöðunum í þessum hluta heimsins. Þegar íþróttagreinar ákveða að halda á staði sem þessa verður að ræða opinberlega um málefni þeirra. Mannréttindi eru mikilvægt málefni,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi fyrir helgi. „Ein persóna getur aðeins áorkað ákveðið miklu en saman getum við haft mun meiri áhrif. Já, ég vil að íþróttafólk ræði málefni sem þessi,“ bætti heimsmeistarinn við. One of the worst : Lewis Hamilton criticises Qatar over human rights before country stages first F1 race.By @Giles_Richards https://t.co/RqOBEvERXt— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Reikna má með hörkuspennandi keppni í Formúlu 1 um helgina en Max Verstappen er sem stendur 14 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hamilton vann ótrúlegan sigur í Brasilíu um síðustu helgi og þarf á öðrum slíkum að halda í Katar ætli hann sér að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn. Formúla Mannréttindi Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Kappaksturinn á Losail-brautinni í Doha um helgina er sá fyrsti sem fram fer í Katar. Frá því að ákveðið var að halda HM 2022 í knattspyrnu í Katar hefur landið reglulega verið í fréttum vegna bágrar stöðu verkafólks í landinu, stöðu kvenna og hinsegin fólks. 'We stand together' Lewis Hamilton wears rainbow helmet in Qatar Grand Prix practice https://t.co/NE22l0K8T8— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Hamilton hefur ítrekað rætt mikilvægi þess að Formúlan ræði málefni þeirra landa þar sem keppt er og gerði það enn á ný í Katar. „Við vitum að það eru ýmis vandamál til staðar á þeim stöðum sem við keppum á. Katar virðist hins vegar dæmt til að vera einn af verstu stöðunum í þessum hluta heimsins. Þegar íþróttagreinar ákveða að halda á staði sem þessa verður að ræða opinberlega um málefni þeirra. Mannréttindi eru mikilvægt málefni,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi fyrir helgi. „Ein persóna getur aðeins áorkað ákveðið miklu en saman getum við haft mun meiri áhrif. Já, ég vil að íþróttafólk ræði málefni sem þessi,“ bætti heimsmeistarinn við. One of the worst : Lewis Hamilton criticises Qatar over human rights before country stages first F1 race.By @Giles_Richards https://t.co/RqOBEvERXt— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Reikna má með hörkuspennandi keppni í Formúlu 1 um helgina en Max Verstappen er sem stendur 14 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hamilton vann ótrúlegan sigur í Brasilíu um síðustu helgi og þarf á öðrum slíkum að halda í Katar ætli hann sér að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn.
Formúla Mannréttindi Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira