Fyrsta neyslurýmið á Íslandi hefur starfsemi í byrjun næsta árs Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2021 13:11 Gamli sjúkrabíllinn sem frú Ragnheiður notaði áður en verkefnið fékk nýlega nýjan bíl verður notaður sem neyslurými fyrst um sinn alla vega. rauði krossinn Fyrsta neyslurýmið á landinu fyrir fólk sem notar fíkniefni í æð verður tekið í notkun strax eftir áramót eftir að fjármögnun var tryggð frá Sjúkratryggingum Íslands. Fyrst um sinn verður rýmis starfrækt í bifreið en Rauði krossinn vonar að húsnæði verði fundið fyrir starfsemina í framtíðinni. Þingflokkur Pírata lagði fyrst fram frumvarp um starfsemi neyslurýma en loks var frumvarp heilbrigðisráðherra í þeim efnum að lögum vorið 2020.Vísir/Vilhelm Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigisráðherra um neyslurými varð að lögum í fyrra vor eftir töluvert brölt með málið á Alþingi. Hafrún Elísa Sigurðardóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði sem Rauði krossinn starfrækir segir að nú hylli loks undir að fyrsta neyðslurýmið hefji starfsemi upp úr áramótum. „Já það eru heldur betur góð tíðindi. Sjúkratryggingar Íslands eru að leggja inn fimmtíu milljónir á ári fyrir reksturinn á fyrsta neyslurýminu á Íslandi. Reykjavíkurborg sækir um starfsleyfið þar sem lögin heimila sveitarfélögum að gera samning en Rauði krossinn verður rekstraraðili og heldur utan um reksturinn,“ segir Hafrún Elísa. Til að byrja með verði neyslurýmið færanlegt og starfrækt í eldri sjúkrabifreið frú Ragnheiðar sem nýlega gat eftir söfnun keypt nýja biðreið í þjónustu frú Ragnheiðar. Hafrún Elísa vonar að þetta muni sýna fram á þörfina fyrir að hafa neyslurýmið í varanlegu húsnæði fyrir þessa mikilvægu þjónustu. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði segir mjög mikilvægt að neyslurými verði í boði fyrir fólk sem notar vímuefni um æð.rauði krossinn „Við hjá Rauða krossinum fögnum þessum fréttum og erum tilbúin okkar megin í þetta verkefni. Þar sem liggur mikil þekking og reynsla hjá okkur sem við höfum fengið frá því að reka skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði núna í tólf ár,“ segir Hafrún Elísa. Neyslurými væri skaðaminnkandi úrræði þar sem þeir sem noti vímuefni um æð geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum aðila. Með þessu sé reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Þannig að þegar neytandinn er að nota efnin undir eftirliti er hann mun öruggari ef eitthvað skyldi koma upp? „Heldur betur. Þá er heilbrigðismenntaður aðili sem getur gripið inn í ef til þess þarf.“ Erfitt sé að áætla hversu stór hópur þurfi á þessari þjónustu að halda. „En árið 2020 var frú Ragnheiður til dæmis að þjóna yfir fimm hundruð einstaklinga sem leituðu til okkar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir. Hún ítrekar að þetta sé nýtt verkefni. Sú þjónusta sem frú Ragnheiður hafi veitt vímuefnaneytendum hingað til með ráðgjöf, fatnaði og hreinum búnaði til neyslu vímuefna í æð haldi áfram í nýrri bifreið þess verkefnis. Heilbrigðismál Reykjavík Fíkn Félagsmál Tengdar fréttir Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19. febrúar 2021 15:15 Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. 18. febrúar 2021 11:52 Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. 17. febrúar 2021 12:20 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þingflokkur Pírata lagði fyrst fram frumvarp um starfsemi neyslurýma en loks var frumvarp heilbrigðisráðherra í þeim efnum að lögum vorið 2020.Vísir/Vilhelm Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigisráðherra um neyslurými varð að lögum í fyrra vor eftir töluvert brölt með málið á Alþingi. Hafrún Elísa Sigurðardóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði sem Rauði krossinn starfrækir segir að nú hylli loks undir að fyrsta neyðslurýmið hefji starfsemi upp úr áramótum. „Já það eru heldur betur góð tíðindi. Sjúkratryggingar Íslands eru að leggja inn fimmtíu milljónir á ári fyrir reksturinn á fyrsta neyslurýminu á Íslandi. Reykjavíkurborg sækir um starfsleyfið þar sem lögin heimila sveitarfélögum að gera samning en Rauði krossinn verður rekstraraðili og heldur utan um reksturinn,“ segir Hafrún Elísa. Til að byrja með verði neyslurýmið færanlegt og starfrækt í eldri sjúkrabifreið frú Ragnheiðar sem nýlega gat eftir söfnun keypt nýja biðreið í þjónustu frú Ragnheiðar. Hafrún Elísa vonar að þetta muni sýna fram á þörfina fyrir að hafa neyslurýmið í varanlegu húsnæði fyrir þessa mikilvægu þjónustu. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá frú Ragnheiði segir mjög mikilvægt að neyslurými verði í boði fyrir fólk sem notar vímuefni um æð.rauði krossinn „Við hjá Rauða krossinum fögnum þessum fréttum og erum tilbúin okkar megin í þetta verkefni. Þar sem liggur mikil þekking og reynsla hjá okkur sem við höfum fengið frá því að reka skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði núna í tólf ár,“ segir Hafrún Elísa. Neyslurými væri skaðaminnkandi úrræði þar sem þeir sem noti vímuefni um æð geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum aðila. Með þessu sé reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Þannig að þegar neytandinn er að nota efnin undir eftirliti er hann mun öruggari ef eitthvað skyldi koma upp? „Heldur betur. Þá er heilbrigðismenntaður aðili sem getur gripið inn í ef til þess þarf.“ Erfitt sé að áætla hversu stór hópur þurfi á þessari þjónustu að halda. „En árið 2020 var frú Ragnheiður til dæmis að þjóna yfir fimm hundruð einstaklinga sem leituðu til okkar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir. Hún ítrekar að þetta sé nýtt verkefni. Sú þjónusta sem frú Ragnheiður hafi veitt vímuefnaneytendum hingað til með ráðgjöf, fatnaði og hreinum búnaði til neyslu vímuefna í æð haldi áfram í nýrri bifreið þess verkefnis.
Heilbrigðismál Reykjavík Fíkn Félagsmál Tengdar fréttir Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19. febrúar 2021 15:15 Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. 18. febrúar 2021 11:52 Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. 17. febrúar 2021 12:20 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. 19. febrúar 2021 15:15
Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. 18. febrúar 2021 11:52
Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. 17. febrúar 2021 12:20