Af hverju vantar hagsmunafélag lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Sigmar Vilhjálmsson skrifar 18. nóvember 2021 15:31 Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna. Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir. Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera.. Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við. Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang. Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ) Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu. Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins. Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins www.afj.is Því fyrr sem fyrirtæki skrá sig í félagið, því fyrr er hægt að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna. Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir. Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera.. Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við. Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang. Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ) Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu. Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins. Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins www.afj.is Því fyrr sem fyrirtæki skrá sig í félagið, því fyrr er hægt að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun