Þegar ég verð stór mun ég fá miklu hærri laun en þú! Tinna Hallbergsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 10:31 „Mamma, vonandi nær pabbi að fá meira en þú í laun bráðum.“ Uuuuuh, ekki alveg það sem ég átti von á að heyra á þriðjudagseftirmiðdegi úr munni 11 ára gamals sonar míns. „Pabbi vinnur miklu erfiðara starf en þú, þú situr bara við skrifborð allan daginn.“ Þessar setningarnar komu svo sem ekki alveg út úr þurru lofti. Í gær áttu maður minn og sonur nefnilega eitt af sínum djúpu samtölum um lífið og tilveruna og hann fékk að vita hvað ég og pabbi hans erum með í laun. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að fara út í umræðuna um mismunandi verðmat starfa, um líkamlega erfið störf vs. störf sem krefjast sérfræðimenntunar og um kvenna vs. karlastéttir. Ég ákvað því að sleppa þessari umræðu… í bili. Það vill þannig til að ég er með umtalsvert hærri laun en maðurinn minn, enda er ég með meistaragráðu á mínu sviði og er í stjórnunarstarfi. Maðurinn minn er með grunnskólapróf og sinnir líkamlega erfiðu starfi á sviði viðhalds vinnuvéla þar sem há laun tíðkast ekki. En maðurinn minn gerir mikið úr því að láta börnin okkar vita af þessum launamuni og nýtir upplýsingarnar til að impra á því að hann sé alls ekki algengur í þjóðfélaginu okkar í dag. Í raun er mun algengara að karlar séu með hærri laun en konur, jafnvel þótt þau vinni sama starfið. Sem fékk son minn til að koma með annan gullmola: „Mamma, þegar ég verð stór mun ég sko fá miklu meira en þú í laun.“ Þetta sagði hann full glaðhlakkalega fyrir minn smekk, eins og það væri heilagur sannleikur að karlar fái greitt meira en konur og að það myndi ávallt vera þannig. Þetta er sami drengur og kallaði „Sexism“ hátt og snjallt þegar hann komst að því að strigaskórnir sem hann langaði í væru ætlaðir konum. Það stoppaði hann sko ekki í að kaupa skóna, hann var hæstánægður með þá og sýndi besta vininum skóna fullur gleði og tilkynnti hátt og snjallt „þetta eru sko konuskór“. Já, jafnréttið er víst ekki einfalt og það er erfitt að breyta rótgróinni hugsun. Sérstaklega þegar við þurfum að fá þá sem eru að græða á óréttlætinu til að breyta því. Það dugar nefnilega ekki að segja konum að þær þurfi að vera svo duglegar og láta ekki bjóða sér hvað sem er, ef karlar halda áfram að græða á kerfinu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Ef við treystum á að launabilið muni minnka af sjálfu sér með tíð og tíma, þurfum við líklega að bíða ansi lengi. Ef eitthvað er að marka son minn, sem hefur alist upp við jafnréttissinnaða foreldra sem nýta hvert tækifæri til að opna augu hans fyrir ójafnrétti, þá hef ég grun um að næsta kynslóð sé ekki að fara að jafna þetta út án sterkari aðgerða. Út frá þessu fór ég að hugsa um hugmyndina um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir. Ég er ein af þeim sem fannst kynjakvótar upphaflega vera algjört kjaftæði. Að sjálfsögðu á bara að velja hæfasta einstaklinginn í starfið. En það sem ég hef uppgötvað er að þetta er ekki svona einfalt. Við erum öll með ómeðvitaða hlutdrægni á einhverju sviði og þetta hefur oft áhrif á kynjahlutföll í ráðningum. Það er t.d. frægt að þegar sinfóníuhljómsveitir tóku upp blindar áheyrnarprufur, þar sem hljóðfæraleikar fluttu tónlist á bak við tjald, svo dómarar sæju ekki umsækjendurna, jókst hlutfall kvenna umtalsvert frá því sem áður var. Kannski þurfum við á kynjakvóta að halda í framkvæmdastjórnum á meðan við náum að breyta þessum fyrirfram ákveðnu staðalímyndum að karlar séu betri stjórnendur en konur. Af hverju er bara ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöllinni? Það er svo sannarlega ekki af því að jafnhæfar eða hæfari kvenstjórnendur finnist ekki. En getur verið að það sé vegna þess að þeir sem ákveða hvern skal ráða í starfið hafi ómeðvitaða hlutdrægni sem refsar konum, en upphefur karlmenn? Höfundur er stjórnandi með brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og félagskona í FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Mamma, vonandi nær pabbi að fá meira en þú í laun bráðum.“ Uuuuuh, ekki alveg það sem ég átti von á að heyra á þriðjudagseftirmiðdegi úr munni 11 ára gamals sonar míns. „Pabbi vinnur miklu erfiðara starf en þú, þú situr bara við skrifborð allan daginn.“ Þessar setningarnar komu svo sem ekki alveg út úr þurru lofti. Í gær áttu maður minn og sonur nefnilega eitt af sínum djúpu samtölum um lífið og tilveruna og hann fékk að vita hvað ég og pabbi hans erum með í laun. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að fara út í umræðuna um mismunandi verðmat starfa, um líkamlega erfið störf vs. störf sem krefjast sérfræðimenntunar og um kvenna vs. karlastéttir. Ég ákvað því að sleppa þessari umræðu… í bili. Það vill þannig til að ég er með umtalsvert hærri laun en maðurinn minn, enda er ég með meistaragráðu á mínu sviði og er í stjórnunarstarfi. Maðurinn minn er með grunnskólapróf og sinnir líkamlega erfiðu starfi á sviði viðhalds vinnuvéla þar sem há laun tíðkast ekki. En maðurinn minn gerir mikið úr því að láta börnin okkar vita af þessum launamuni og nýtir upplýsingarnar til að impra á því að hann sé alls ekki algengur í þjóðfélaginu okkar í dag. Í raun er mun algengara að karlar séu með hærri laun en konur, jafnvel þótt þau vinni sama starfið. Sem fékk son minn til að koma með annan gullmola: „Mamma, þegar ég verð stór mun ég sko fá miklu meira en þú í laun.“ Þetta sagði hann full glaðhlakkalega fyrir minn smekk, eins og það væri heilagur sannleikur að karlar fái greitt meira en konur og að það myndi ávallt vera þannig. Þetta er sami drengur og kallaði „Sexism“ hátt og snjallt þegar hann komst að því að strigaskórnir sem hann langaði í væru ætlaðir konum. Það stoppaði hann sko ekki í að kaupa skóna, hann var hæstánægður með þá og sýndi besta vininum skóna fullur gleði og tilkynnti hátt og snjallt „þetta eru sko konuskór“. Já, jafnréttið er víst ekki einfalt og það er erfitt að breyta rótgróinni hugsun. Sérstaklega þegar við þurfum að fá þá sem eru að græða á óréttlætinu til að breyta því. Það dugar nefnilega ekki að segja konum að þær þurfi að vera svo duglegar og láta ekki bjóða sér hvað sem er, ef karlar halda áfram að græða á kerfinu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Ef við treystum á að launabilið muni minnka af sjálfu sér með tíð og tíma, þurfum við líklega að bíða ansi lengi. Ef eitthvað er að marka son minn, sem hefur alist upp við jafnréttissinnaða foreldra sem nýta hvert tækifæri til að opna augu hans fyrir ójafnrétti, þá hef ég grun um að næsta kynslóð sé ekki að fara að jafna þetta út án sterkari aðgerða. Út frá þessu fór ég að hugsa um hugmyndina um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir. Ég er ein af þeim sem fannst kynjakvótar upphaflega vera algjört kjaftæði. Að sjálfsögðu á bara að velja hæfasta einstaklinginn í starfið. En það sem ég hef uppgötvað er að þetta er ekki svona einfalt. Við erum öll með ómeðvitaða hlutdrægni á einhverju sviði og þetta hefur oft áhrif á kynjahlutföll í ráðningum. Það er t.d. frægt að þegar sinfóníuhljómsveitir tóku upp blindar áheyrnarprufur, þar sem hljóðfæraleikar fluttu tónlist á bak við tjald, svo dómarar sæju ekki umsækjendurna, jókst hlutfall kvenna umtalsvert frá því sem áður var. Kannski þurfum við á kynjakvóta að halda í framkvæmdastjórnum á meðan við náum að breyta þessum fyrirfram ákveðnu staðalímyndum að karlar séu betri stjórnendur en konur. Af hverju er bara ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöllinni? Það er svo sannarlega ekki af því að jafnhæfar eða hæfari kvenstjórnendur finnist ekki. En getur verið að það sé vegna þess að þeir sem ákveða hvern skal ráða í starfið hafi ómeðvitaða hlutdrægni sem refsar konum, en upphefur karlmenn? Höfundur er stjórnandi með brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og félagskona í FKA.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun