Séð um bleiuskipti þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn barni Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2021 22:10 Leikskólinn Sælukot er rekinn af Ananda Marga samtökunum. Já.is Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög. „Eins og sakir standa lítum við svo á að börnin séu í hættu hvern dag,“ segir í bréfi til yfirvalda sem fimmtán fyrrverandi starfsmenn og aðstandendur skrifa undir. Þeirra á meðal er fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots. Gagnrýnir hópurinn Reykjavíkurborg harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum leikskólans. Gagnrýnir hópurinn meðal annars hvernig stjórnendur leikskólans brugðust við þegar starfsmaður var sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna. „Þrátt fyrir ásakanirnar var hann oft látinn vera einn með börnunum, meðal annars til þess að skipta á þeim.“ Þá hafi aðrir starfsmenn ekki verið upplýstir um málið fyrr en það birtist í fjölmiðlum löngu síðar. Börn sögð eftirlitslaus og brotið á starfsmönnum Slysatíðni barna er sögð óvenjuhá á Sælukoti „vegna vangetu starfsmanna til að sinna þeim“ þar sem of mörg börn séu á hvern starfsmann. Reglulega sé einn starfsmaður með hóp barna og dæmi um að ung börn hafi verið skilin eftir eftirlitslaus þegar starfsmaður þurfi að skipta á barni í öðru rými. Þá er staðhæft að matur sé oft af skornum skammti, bæði fyrir börn og starfsmenn, og börn fái mjólkurafurðir þrátt fyrir að þau sýni ofnæmisviðbrögð og skólinn sé auglýstur sem vegan leikskóli. Bréfið er meðal annars stílað á mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og barnamálaráðherra, barnavernd Reykjavíkur, Barnaverndarstofu og Umboðsmann barna. Þar segir að starfsmenn leikskólans hafi á síðustu árum komið kvörtuðum áleiðis til Kumari Kundan Singh, rekstraraðila skólans og setið fundi með henni. Til að mynda hafi meginþorri starfsmanna skrifað undir bréf til Singh í maí síðastliðnum þar sem verulegum áhyggjum var lýst. Þá hafi starfsmenn leitað ítrekað með kvartanir sínar til Reykjavíkurborgar og fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots fundað með skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar um stöðuna á leikskólanum. Þar lýsti hann yfir þungum áhyggjum af börnum og starfsfólki leikskólans. Enginn leikskólakennari sagður starfandi Leikskólastjórinn fyrrverandi hóf störf í ágúst 2020 og segir að fljótlega hafi ekki verið hægt að koma einföldustu skilaboðum áleiðis til rekstraraðila án árekstra. Honum var sagt fyrirvaralaust upp eftir áðurnefnt bréf starfsmanna. „Þó svo að ég ætti að heita leikskólastjóri voru orð mín oftar en ekki hundsuð og lítið gert úr þeim. Auk þess var ýmsum málum haldið frá mér eða ég ekki sett inn í þau.“ Þá bætir hann við að faglegt starf hafi verið í lágmarki, námsskrá í skötulíki og enginn leikskólakennari starfandi á meðan hann starfaði þar. Leikskólastjórinn hafi auk þess einungis verið ráðinn í 40 prósenta starfshlutfall. Skólinn er rekinn af indverskum samtökum sem kallast Ananda Marga og kenna sig einna helst við húmanisma. Í bréfinu er hreinlæti og sóttvarnir sagt ábótavant á leikskólanum, og brotið sé á kjarasamningum starfsmanna. Enginn starfsmannaaðstaða sé til staðar og nýjum starfsmönnum veitt lítil sem engin starfsþjálfun. Skólinn sé ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Núverandi leikskólastjóri Sælukots gat ekki tjáð sig um málefni leikskólans að svo stöddu þegar eftir því var leitað. Skóla - og menntamál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Eins og sakir standa lítum við svo á að börnin séu í hættu hvern dag,“ segir í bréfi til yfirvalda sem fimmtán fyrrverandi starfsmenn og aðstandendur skrifa undir. Þeirra á meðal er fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots. Gagnrýnir hópurinn Reykjavíkurborg harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum leikskólans. Gagnrýnir hópurinn meðal annars hvernig stjórnendur leikskólans brugðust við þegar starfsmaður var sakaður um kynferðisbrot gegn einu barnanna. „Þrátt fyrir ásakanirnar var hann oft látinn vera einn með börnunum, meðal annars til þess að skipta á þeim.“ Þá hafi aðrir starfsmenn ekki verið upplýstir um málið fyrr en það birtist í fjölmiðlum löngu síðar. Börn sögð eftirlitslaus og brotið á starfsmönnum Slysatíðni barna er sögð óvenjuhá á Sælukoti „vegna vangetu starfsmanna til að sinna þeim“ þar sem of mörg börn séu á hvern starfsmann. Reglulega sé einn starfsmaður með hóp barna og dæmi um að ung börn hafi verið skilin eftir eftirlitslaus þegar starfsmaður þurfi að skipta á barni í öðru rými. Þá er staðhæft að matur sé oft af skornum skammti, bæði fyrir börn og starfsmenn, og börn fái mjólkurafurðir þrátt fyrir að þau sýni ofnæmisviðbrögð og skólinn sé auglýstur sem vegan leikskóli. Bréfið er meðal annars stílað á mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og barnamálaráðherra, barnavernd Reykjavíkur, Barnaverndarstofu og Umboðsmann barna. Þar segir að starfsmenn leikskólans hafi á síðustu árum komið kvörtuðum áleiðis til Kumari Kundan Singh, rekstraraðila skólans og setið fundi með henni. Til að mynda hafi meginþorri starfsmanna skrifað undir bréf til Singh í maí síðastliðnum þar sem verulegum áhyggjum var lýst. Þá hafi starfsmenn leitað ítrekað með kvartanir sínar til Reykjavíkurborgar og fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots fundað með skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar um stöðuna á leikskólanum. Þar lýsti hann yfir þungum áhyggjum af börnum og starfsfólki leikskólans. Enginn leikskólakennari sagður starfandi Leikskólastjórinn fyrrverandi hóf störf í ágúst 2020 og segir að fljótlega hafi ekki verið hægt að koma einföldustu skilaboðum áleiðis til rekstraraðila án árekstra. Honum var sagt fyrirvaralaust upp eftir áðurnefnt bréf starfsmanna. „Þó svo að ég ætti að heita leikskólastjóri voru orð mín oftar en ekki hundsuð og lítið gert úr þeim. Auk þess var ýmsum málum haldið frá mér eða ég ekki sett inn í þau.“ Þá bætir hann við að faglegt starf hafi verið í lágmarki, námsskrá í skötulíki og enginn leikskólakennari starfandi á meðan hann starfaði þar. Leikskólastjórinn hafi auk þess einungis verið ráðinn í 40 prósenta starfshlutfall. Skólinn er rekinn af indverskum samtökum sem kallast Ananda Marga og kenna sig einna helst við húmanisma. Í bréfinu er hreinlæti og sóttvarnir sagt ábótavant á leikskólanum, og brotið sé á kjarasamningum starfsmanna. Enginn starfsmannaaðstaða sé til staðar og nýjum starfsmönnum veitt lítil sem engin starfsþjálfun. Skólinn sé ekki rekinn samkvæmt íslenskri skólastefnu eða aðalnámskrá leikskóla. Núverandi leikskólastjóri Sælukots gat ekki tjáð sig um málefni leikskólans að svo stöddu þegar eftir því var leitað.
Skóla - og menntamál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18. ágúst 2021 13:16