Met dag eftir dag í „faraldri óbólusettra“ í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 08:49 Yfirgefin gríma á Römerberg-torgi í Frankfurt í Þýskalandi. AP/Michael Probst Fleiri en fimmtíu þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Þýskalandi í gær og var það fjórða daginn í röð sem nýtt met yfir fjölda smitaðra á einum degi var slegið. Yfirvöld hafa lýst þessari bylgju sem „faraldri óbólusettra“. Þrátt fyrir að mun færri þurfi að leggjast inn á sjúkrahús nú en í fyrri bylgjum faraldursins segja þýsk yfirvöld að sjúkrahús séu að fyllast á þeim svæðum þar sem smitaðir eru flestir. Áætlað er að um 67 prósent landsmanna séu fullbólusettir í Þýskalandi en yfirvöld segja það ekki nægilega hátt hlutfall. Þau hafa þó ekki viljað feta í fótspor sumra annarra Evrópuríkja sem hafa gert bólusetningu að skyldu fyrir ákveðnar starfsstéttir. Ólíkar sóttvarnareglur gilda innan Þýskalands. AP-fréttastofan segir að nær alls staðar sé aðgangur að viðburðum og mörgum mannvirkjum skilyrtur við að fólk sé ýmist bólusett, með mótefni eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku en þeim reglum er ekki fylgt fast eftir. Stjórnvöld hættu að bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir alla þá sem vildu til þess að gefa eftirlegukindum hvata til að láta bólusetja sig. Kallað hefur verið eftir að hraðprófin verði aftur gerð aðgengileg öllum. Stjórnmálaflokkarnir þrír sem ræða nú um myndun ríkisstjórnar ætla ekki að framlengja neyðarástand vegna faraldursins sem var lýst yfir í mars í fyrra. Þess í stað ætla þeir að setja ný lög um sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins sem veittu lagastoð fyrir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum á opinberum stöðum þar til í mars á næsta ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá íhuga flokkarnir að leyfa vinnuveitendum að krefjast þess að starfsmenn sýni fram á að þeir séu bólusettir, séu með mótefni eftir eldra smit eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Þrátt fyrir að mun færri þurfi að leggjast inn á sjúkrahús nú en í fyrri bylgjum faraldursins segja þýsk yfirvöld að sjúkrahús séu að fyllast á þeim svæðum þar sem smitaðir eru flestir. Áætlað er að um 67 prósent landsmanna séu fullbólusettir í Þýskalandi en yfirvöld segja það ekki nægilega hátt hlutfall. Þau hafa þó ekki viljað feta í fótspor sumra annarra Evrópuríkja sem hafa gert bólusetningu að skyldu fyrir ákveðnar starfsstéttir. Ólíkar sóttvarnareglur gilda innan Þýskalands. AP-fréttastofan segir að nær alls staðar sé aðgangur að viðburðum og mörgum mannvirkjum skilyrtur við að fólk sé ýmist bólusett, með mótefni eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku en þeim reglum er ekki fylgt fast eftir. Stjórnvöld hættu að bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir alla þá sem vildu til þess að gefa eftirlegukindum hvata til að láta bólusetja sig. Kallað hefur verið eftir að hraðprófin verði aftur gerð aðgengileg öllum. Stjórnmálaflokkarnir þrír sem ræða nú um myndun ríkisstjórnar ætla ekki að framlengja neyðarástand vegna faraldursins sem var lýst yfir í mars í fyrra. Þess í stað ætla þeir að setja ný lög um sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins sem veittu lagastoð fyrir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum á opinberum stöðum þar til í mars á næsta ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þá íhuga flokkarnir að leyfa vinnuveitendum að krefjast þess að starfsmenn sýni fram á að þeir séu bólusettir, séu með mótefni eftir eldra smit eða hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira