Hin nýja innviðaskuld Kristrún Frostadóttir skrifar 8. nóvember 2021 08:01 Árleg framlög til loftslagsmála þegar best lætur í núgildandi fjármálaáætlun nema 13 milljörðum kr. Þetta er jafnhá upphæð og rennur í beina ríkisstyrki til landbúnaðar á Íslandi. Sem er einmitt grein sem losar umtalsvert af CO2 en ríkisstjórninni dettur ekki í hug að nýta þessa stóru stuðningsgreiðslu til að vinna með loftslagsmarkmiðum okkar. Beina fjármagninu frá framleiðslutengdri kjöt- og mjólkurframleiðslu í sjálfbærari landnýtingu. Þessir 13 milljarðar eru hverfandi í samanburði við aðgerðir nágrannaþjóða okkar í Evrópu. „Græni díll“ Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að hátt í 2% landsframleiðslu Evrópulandanna á ári hverju til 2030 verði varið til grænnar umbreytingar. Það er ígildi rúmlega 60 milljarða kr. hér á landi, fimmfalt á við okkar plön. Þetta er hluti af atvinnustefnu Evrópusambandsins, langtímasýn sem felst í því að endurhanna hagkerfið til að mæta breyttum tímum. Hér á Íslandi virðist það hins vegar vera æðsta markmið ráðandi stjórnmálaafla að halda sjálfum sér í einu lagi á milli kjördaga. Skuldastöðu ríkissjóðs eftir náttúruvá er ítrekað veifað sem rauðu flaggi en hvergi blikka viðvörunarljósin vegna vanfjármagnaðar loftslagsáætlunar. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp „Það sem Ísland kemur með að borðinu er að við erum eitt af ellefu ríkjum sem að hafa lögfest markmið um kolefnishlutleysi og það árið 2040, á meðan að samningurinn hvetur ríki til að vera kolefnishlutlaus upp úr miðri öldinni. Þannig það hefur Ísland fram á að færa,“ segir umhverfisráðherra. Þetta eru semsagt stóru loftslagsskrefin á Íslandi. Að vera fyrr til að lögfesta óskilgreint markmið eftir áratugi. Ástralía tilkynnti um kolefnishlutleysi árið 2050 í síðustu viku. Samhliða birtist áætlun um samdrátt í losun fyrir árið 2030 sem myndi leiða til 4 gráðu hlýnunar ef heimurinn fylgdi. Óútfærð framtíðarloforð eru notuð sem afsökun fyrir aðgerðaleysi næstu ára. Og Ísland leikur nú sama leik: við hreykjum okkur af langtímafyrirheitum um kolefnishlutleysi en stígum ekkert nema hænuskref næstu árin. Við ætlum að ná kolefnishlutleysi 2040, á undan flestum löndum heims. Samt er markmið okkar um samdrátt í losun fyrir 2030 aðeins 40%. Og raunar ekkert sem bendir til að við náum þessu markmiði m.v. núverandi aðgerðir. Danmörk stefnir á 70% samdrátt fyrir 2030, Svíþjóð 63% og Noregur 55% þrátt fyrir markmið um kolefnishlutleysi áratug síðar en við. Hvergi í Evrópu er losun á mann jafnmikil og á Íslandi. Við erum eitt af tveimur löndum álfunnar þar sem losun á mann hefur aukist frá 1990. Ríkisstjórn sem er jafnupptekin af skammtímaskuldabókhaldi og raun ber vitni ætti að sjá að þessir útreikningar ganga ekki upp. Skortur á framtíðarinnviðum Þetta var kannski fyrirséð. Sitjandi fjármálaráðherra stýrði niðurskurði í innviðafjárfestingu í nafni skuldaniðurgreiðslu á sínum tíma sem hefur margfaldað kostnað við opinberu kerfin okkar. Nú eru það framtíðarinnviðir samfélagsins sem líða fyrir metnaðarleysi í loftslagsmálum, þá úreltu sýn að sóknartækifæri geti ekki falist í að verjast loftslagsvánni með alvöru og fjármögnuðum aðgerðum. Þröngsýni í hagstjórn og skammsýnir yfirborðsútreikningar rýra nú getu okkar til að sækja fram, skapa spennandi störf í heimi tæknilausna á sviði loftslagsmála og búa til bakreikning af áframhaldandi náttúruhamförum. Góðir hlutir gerast stundum hægt, en ekki í tilviki loftslagsmála. Við erum í kappi við tímann og kostnaður vegna loftslagsmála mun aðeins aukast ef við frestum alvöru aðgerðum. Fyrsta skrefið í átt að alvöru loftslagsaðgerðum er að viðurkenna, hversu óþægilega sem það kann að hljóma, að dæmi núverandi ríkisstjórnar gengur ekki upp. Að ef Ísland ætlar að vera réttum megin í sögunni þurfum við að gera betur og setja markið hærra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Árleg framlög til loftslagsmála þegar best lætur í núgildandi fjármálaáætlun nema 13 milljörðum kr. Þetta er jafnhá upphæð og rennur í beina ríkisstyrki til landbúnaðar á Íslandi. Sem er einmitt grein sem losar umtalsvert af CO2 en ríkisstjórninni dettur ekki í hug að nýta þessa stóru stuðningsgreiðslu til að vinna með loftslagsmarkmiðum okkar. Beina fjármagninu frá framleiðslutengdri kjöt- og mjólkurframleiðslu í sjálfbærari landnýtingu. Þessir 13 milljarðar eru hverfandi í samanburði við aðgerðir nágrannaþjóða okkar í Evrópu. „Græni díll“ Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að hátt í 2% landsframleiðslu Evrópulandanna á ári hverju til 2030 verði varið til grænnar umbreytingar. Það er ígildi rúmlega 60 milljarða kr. hér á landi, fimmfalt á við okkar plön. Þetta er hluti af atvinnustefnu Evrópusambandsins, langtímasýn sem felst í því að endurhanna hagkerfið til að mæta breyttum tímum. Hér á Íslandi virðist það hins vegar vera æðsta markmið ráðandi stjórnmálaafla að halda sjálfum sér í einu lagi á milli kjördaga. Skuldastöðu ríkissjóðs eftir náttúruvá er ítrekað veifað sem rauðu flaggi en hvergi blikka viðvörunarljósin vegna vanfjármagnaðar loftslagsáætlunar. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp „Það sem Ísland kemur með að borðinu er að við erum eitt af ellefu ríkjum sem að hafa lögfest markmið um kolefnishlutleysi og það árið 2040, á meðan að samningurinn hvetur ríki til að vera kolefnishlutlaus upp úr miðri öldinni. Þannig það hefur Ísland fram á að færa,“ segir umhverfisráðherra. Þetta eru semsagt stóru loftslagsskrefin á Íslandi. Að vera fyrr til að lögfesta óskilgreint markmið eftir áratugi. Ástralía tilkynnti um kolefnishlutleysi árið 2050 í síðustu viku. Samhliða birtist áætlun um samdrátt í losun fyrir árið 2030 sem myndi leiða til 4 gráðu hlýnunar ef heimurinn fylgdi. Óútfærð framtíðarloforð eru notuð sem afsökun fyrir aðgerðaleysi næstu ára. Og Ísland leikur nú sama leik: við hreykjum okkur af langtímafyrirheitum um kolefnishlutleysi en stígum ekkert nema hænuskref næstu árin. Við ætlum að ná kolefnishlutleysi 2040, á undan flestum löndum heims. Samt er markmið okkar um samdrátt í losun fyrir 2030 aðeins 40%. Og raunar ekkert sem bendir til að við náum þessu markmiði m.v. núverandi aðgerðir. Danmörk stefnir á 70% samdrátt fyrir 2030, Svíþjóð 63% og Noregur 55% þrátt fyrir markmið um kolefnishlutleysi áratug síðar en við. Hvergi í Evrópu er losun á mann jafnmikil og á Íslandi. Við erum eitt af tveimur löndum álfunnar þar sem losun á mann hefur aukist frá 1990. Ríkisstjórn sem er jafnupptekin af skammtímaskuldabókhaldi og raun ber vitni ætti að sjá að þessir útreikningar ganga ekki upp. Skortur á framtíðarinnviðum Þetta var kannski fyrirséð. Sitjandi fjármálaráðherra stýrði niðurskurði í innviðafjárfestingu í nafni skuldaniðurgreiðslu á sínum tíma sem hefur margfaldað kostnað við opinberu kerfin okkar. Nú eru það framtíðarinnviðir samfélagsins sem líða fyrir metnaðarleysi í loftslagsmálum, þá úreltu sýn að sóknartækifæri geti ekki falist í að verjast loftslagsvánni með alvöru og fjármögnuðum aðgerðum. Þröngsýni í hagstjórn og skammsýnir yfirborðsútreikningar rýra nú getu okkar til að sækja fram, skapa spennandi störf í heimi tæknilausna á sviði loftslagsmála og búa til bakreikning af áframhaldandi náttúruhamförum. Góðir hlutir gerast stundum hægt, en ekki í tilviki loftslagsmála. Við erum í kappi við tímann og kostnaður vegna loftslagsmála mun aðeins aukast ef við frestum alvöru aðgerðum. Fyrsta skrefið í átt að alvöru loftslagsaðgerðum er að viðurkenna, hversu óþægilega sem það kann að hljóma, að dæmi núverandi ríkisstjórnar gengur ekki upp. Að ef Ísland ætlar að vera réttum megin í sögunni þurfum við að gera betur og setja markið hærra. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun