Hagsmunir hverra? Heiðar Guðjónsson skrifar 5. nóvember 2021 09:01 Nú er fimmtíu manna sendinefnd á vegum hins opinbera á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Skotlandi. Það er skrýtið að sjá hvað forystumenn í hópnum leggja áherslu á. Ástæðan er sú að það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálamanna að standa vörð um íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni annarra. Eins fer enginn heill aðili inn í samningaviðræður þar sem hann gefur eftir alla sína hagsmuni fyrirfram. Ísland er í fararbroddi með nýtingu endurnýjanlegrar orku og hefur verið um langt skeið. Það er því lítið upp á okkur að klaga. Hins vegar tekur einfalt regluverk í kringum þessar ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna takmarkað tillit til þess hvar þjóðir eru staddar í umgengni sinni við náttúruna, þar eru nánast sömu kröfur settar jafnt á alla. Skussarnir eiga að minnka útblástur jafn mikið og hinir sem nánast engan útblástur hafa. Það er lítið vit í slíku kerfi. Svo eru aðrir sem bara bæta í útblásturinn. Indland er að byggja ný kolaorkuver sem eru tuttugu sinnum aflmeiri en öll rafmagnsframleiðsla Íslands. Fyrir hefur Indland ógrynni kolaorkuvera sem menga allt að hundraðfalt á við hagkvæmustu gasorkuver. Það sama á við um Kína sem á þessu ári byggir nánast nýtt kolaorkuver í hverri viku. En þessi tvö lönd eru fráleitt ein um gríðarlega aukningu útblásturs. Í þessu ljósi hlýtur að mega að spyrja hvaðan sú furðuhugmynd framkvæmdastjóra Landverndar komi um að Íslendingar eigi að sýna fordæmi fyrir öll önnur lönd og fremja efnahagslegt harakiri með því að banna alla notkun jarðefnaeldsneytis. Íslendingar sem eru algerlega háðir alþjóðaviðskiptum eiga þannig að hætta nota eina orkugjafa millilandaflutninga. Og hvaðan koma tillögur umhverfisráðherra, fyrrverandi formanns Landverndar, sem hann kynnir í Skotlandi þar sem þrjár af fimm sviðsmyndum ganga út á að slökkva á stóriðju og snúa sér að ylrækt til að geta minnkað stórlega neyslu landans á kjöti. Þar er reyndar viðurkennt að það bitni á lífsgæðum Íslendinga. En fyrir hvern? Íslendingar eru meðal þess fólks sem verður hvað verst úti ef kólnar á jörðinni. Við vitum að jafnvægi í veðri fyrirfinnst ekki nema í vitlausum reiknilíkunum. Jörðin er annað hvort að kólna eða hitna. Við erum því sú þjóð sem hefur hvað minnsta hagsmuni af stórfelldum inngripum í dag. Ég spyr mig því þeirrar einföldu spurningar, hverra hagsmuna er þessi sendinefnd að gæta á fundinum í Skotlandi? Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú er fimmtíu manna sendinefnd á vegum hins opinbera á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Skotlandi. Það er skrýtið að sjá hvað forystumenn í hópnum leggja áherslu á. Ástæðan er sú að það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálamanna að standa vörð um íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni annarra. Eins fer enginn heill aðili inn í samningaviðræður þar sem hann gefur eftir alla sína hagsmuni fyrirfram. Ísland er í fararbroddi með nýtingu endurnýjanlegrar orku og hefur verið um langt skeið. Það er því lítið upp á okkur að klaga. Hins vegar tekur einfalt regluverk í kringum þessar ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna takmarkað tillit til þess hvar þjóðir eru staddar í umgengni sinni við náttúruna, þar eru nánast sömu kröfur settar jafnt á alla. Skussarnir eiga að minnka útblástur jafn mikið og hinir sem nánast engan útblástur hafa. Það er lítið vit í slíku kerfi. Svo eru aðrir sem bara bæta í útblásturinn. Indland er að byggja ný kolaorkuver sem eru tuttugu sinnum aflmeiri en öll rafmagnsframleiðsla Íslands. Fyrir hefur Indland ógrynni kolaorkuvera sem menga allt að hundraðfalt á við hagkvæmustu gasorkuver. Það sama á við um Kína sem á þessu ári byggir nánast nýtt kolaorkuver í hverri viku. En þessi tvö lönd eru fráleitt ein um gríðarlega aukningu útblásturs. Í þessu ljósi hlýtur að mega að spyrja hvaðan sú furðuhugmynd framkvæmdastjóra Landverndar komi um að Íslendingar eigi að sýna fordæmi fyrir öll önnur lönd og fremja efnahagslegt harakiri með því að banna alla notkun jarðefnaeldsneytis. Íslendingar sem eru algerlega háðir alþjóðaviðskiptum eiga þannig að hætta nota eina orkugjafa millilandaflutninga. Og hvaðan koma tillögur umhverfisráðherra, fyrrverandi formanns Landverndar, sem hann kynnir í Skotlandi þar sem þrjár af fimm sviðsmyndum ganga út á að slökkva á stóriðju og snúa sér að ylrækt til að geta minnkað stórlega neyslu landans á kjöti. Þar er reyndar viðurkennt að það bitni á lífsgæðum Íslendinga. En fyrir hvern? Íslendingar eru meðal þess fólks sem verður hvað verst úti ef kólnar á jörðinni. Við vitum að jafnvægi í veðri fyrirfinnst ekki nema í vitlausum reiknilíkunum. Jörðin er annað hvort að kólna eða hitna. Við erum því sú þjóð sem hefur hvað minnsta hagsmuni af stórfelldum inngripum í dag. Ég spyr mig því þeirrar einföldu spurningar, hverra hagsmuna er þessi sendinefnd að gæta á fundinum í Skotlandi? Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Sýnar hf.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar