Icelandair hefur fraktflug milli Ítalíu og Bandaríkjanna Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2021 17:49 Gunnar Már Sigurfinnsson er framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. Icelandair Icelandair Cargo hefur í dag fraktflutningar milli Mílanó á Ítalíu og New York í Bandaríkjunum. Fram að áramótum hið minnsta verður flogið þrisvar í viku. í fréttatilkynningu Icelandair Cargo segir að samhliða vöruflutningum milli Ítalíu og Bandaríkjanna verði flogið með sjávarafurðir frá Íslandi sem og aðrar vörur sem fluttar eru hingað til lands, en komið verði við á Íslandi á leið yfir Atlantshafið. Þá segir að upphaf flugsnins megi rekja til samnings milli Icelandair Cargo og þýska flutningamiðlunarfyrirtækisins DB Schenker. Sem kunnugt sé hafi Icelandair Cargo flutt lækningavörur frá Kína til Evrópu og Bandaríkjanna á vegum DB Schenker vorið 2020 með góðum árangri. Öðrum áætlunarleiðum Icelandair Cargo verði ekki breytt vegna nýju leiðarinnar. Áfram verði flogið til Boston í Bandaríkjunum og Liege í Belgíu, en flug þangað hafi aukist töluvert eftir að Icelandair Cargo gerði samning við FedEx og TNT um flutninga á öllum þeirra vörum til og frá Íslandi í lok árs 2019. Þá hafi flutningur á frakt í farþegakerfi Icelandair aukist samhliða uppbyggingu félagsins á farþegaleiðakerfinu eftir að Covid faraldurinn skall á. „Þessi samningur kemur í kjölfar þeirra verkefna sem við höfum sinnt í samstarfi við DB Schenker á liðnu ári. Flugið til Ítalíu mun einnig auka þá möguleika sem bæði innflytjendur og útflytjendur hafa á vöruflutningum til og frá Suður Evrópu. Við höfum lagt kapp á að grípa þau tækifæri sem eru til staðar í síbreytilegum og vaxandi heimi fraktflutninga og náð að skapa Icelandair Cargo gott orðspor á alþjóðavísu. Við sjáum tækifæri til sóknar á Norður-Atlantshafinu með því að flytja meira af frakt milli Evrópu og Ameríku og má segja að þetta verkefni sé afleiðing af því. Fraktflutningar jukust um 23% fyrstu níu mánuði ársins í ár miðað við sama tíma í fyrra, en mesta aukningin er einmitt á N-Atlantshafinu og við erum bjartsýn á áframhaldandi vöxt,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, í tilkynningu. Fréttir af flugi Icelandair Ítalía Bandaríkin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
í fréttatilkynningu Icelandair Cargo segir að samhliða vöruflutningum milli Ítalíu og Bandaríkjanna verði flogið með sjávarafurðir frá Íslandi sem og aðrar vörur sem fluttar eru hingað til lands, en komið verði við á Íslandi á leið yfir Atlantshafið. Þá segir að upphaf flugsnins megi rekja til samnings milli Icelandair Cargo og þýska flutningamiðlunarfyrirtækisins DB Schenker. Sem kunnugt sé hafi Icelandair Cargo flutt lækningavörur frá Kína til Evrópu og Bandaríkjanna á vegum DB Schenker vorið 2020 með góðum árangri. Öðrum áætlunarleiðum Icelandair Cargo verði ekki breytt vegna nýju leiðarinnar. Áfram verði flogið til Boston í Bandaríkjunum og Liege í Belgíu, en flug þangað hafi aukist töluvert eftir að Icelandair Cargo gerði samning við FedEx og TNT um flutninga á öllum þeirra vörum til og frá Íslandi í lok árs 2019. Þá hafi flutningur á frakt í farþegakerfi Icelandair aukist samhliða uppbyggingu félagsins á farþegaleiðakerfinu eftir að Covid faraldurinn skall á. „Þessi samningur kemur í kjölfar þeirra verkefna sem við höfum sinnt í samstarfi við DB Schenker á liðnu ári. Flugið til Ítalíu mun einnig auka þá möguleika sem bæði innflytjendur og útflytjendur hafa á vöruflutningum til og frá Suður Evrópu. Við höfum lagt kapp á að grípa þau tækifæri sem eru til staðar í síbreytilegum og vaxandi heimi fraktflutninga og náð að skapa Icelandair Cargo gott orðspor á alþjóðavísu. Við sjáum tækifæri til sóknar á Norður-Atlantshafinu með því að flytja meira af frakt milli Evrópu og Ameríku og má segja að þetta verkefni sé afleiðing af því. Fraktflutningar jukust um 23% fyrstu níu mánuði ársins í ár miðað við sama tíma í fyrra, en mesta aukningin er einmitt á N-Atlantshafinu og við erum bjartsýn á áframhaldandi vöxt,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, í tilkynningu.
Fréttir af flugi Icelandair Ítalía Bandaríkin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira