Flosi og Nóbelsverðlaunin í hagfræði Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 27. október 2021 13:01 Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði nýlega ágætis grein hér á Vísi og óskaði eftir vitrænni umræðu um hvernig mætti bæta hag landsmanna. Það er auðvelt að verða við þeirri bón. Í grein Flosa leggur hann út frá rannsóknum þriggja hagfræðinga sem deildu Nóbelsverðlaununum í ár. Þeir sýndu meðal annars hvernig hægt væri notfæra sér náttúrulegar tilraunir og hvernig draga mætti ályktanir af þeim, svo sem á sviði vinnumarkaðshagfræði. Eðli máls samkvæmt er vandkvæðum bundið að framkvæma stýrðar tilraunir á sviði hagfræði þar sem áhrif stefnubreytinga eða efnahagslegra atburða eru könnuð. Sem dæmi þykir ekki siðferðislega réttlætanlegt að beita tiltekinn hóp efnahagslegri harðneskju eingöngu til að kanna möguleg áhrif hennar. Því brugðu verðlaunahafarnir á það ráð að nota „náttúrulegar“ breytingar sem áttu sér stað til að greina áhrif þeirra á þann hóp sem fyrir þeim varð í samanburði við aðra hópa sem upplifðu ekki sömu breytingar – svokallaðar náttúrulegar tilraunir. Ein sú frægasta slíkra rannsókna er sú sem Alan Krueger heitinn og David Card, nýkrýndur Nóbelsverðlaunahafi, framkvæmdu til að kanna tengsl hækkunar lágmarkslauna á atvinnustig á skyndibitastöðum í New Jersey og Pennsylvaniu. Lágmarkslaun höfðu verið hækkuð í New Jersey en ekki Pennsylvaniu, sem gaf tilefni til að kanna ólík áhrif á vinnumarkaðinn milli landshluta. Með mikilli einföldun má segja að þrátt fyrir að lágmarkslaun höfðu verið hækkuð í New Jersey jókst atvinnustig á skyndibitastöðum þar lítillega, þvert á vænt áhrif. Frjálslegar túlkanir Sumir hafa kosið að nýta tækifærið til að ranglega túlka niðurstöður þeirra Krueger og Card á þá leið að sannað hafi verið að hækkun lágmarkslauna auki ekki atvinnuleysi. Þetta er ekki ályktun sem óhætt er að draga af þessari rannsókn, sem hefur raunar hlotið ýmiss konar verðskuldaða gagnrýni þó að hún hafi myndað áhugavert púsl í ráðgátunni um margslungið gangverk vinnumarkaðar. Sem dæmi um gagnrýni má nefna að ákvörðunin um hækkun lágmarkslauna var tekin tveimur árum áður en breytingin tók gildi, en rannsakendurnir skoðuðu aðeins breytingu í atvinnustigi yfir stutt tímabil þegar lögin tóku gildi, þrátt fyrir að atvinnurekendur hefðu haft mun lengri tíma til undirbúnings. Veitingastaðirnir í Pennsylvaniu, þar sem lágmarkslaun voru ekki hækkuð, voru með fleiri starfsmenn að meðaltali en þeir í New Jersey. Þá mætti ætla að taka hefði þurft tillit til þess að á sama tíma og rannsóknin var framkvæmd gekk efnahagsleg niðursveifla yfir svæðið. Á meðan veitingastaðir í Pennsylvaniu fækkuðu starfsfólki, hækkuðu þeir í New Jersey verð á matseðlinum. Viðbrögð við þrengingunum voru því af ólíkum toga. Fleiri þætti mætti nefna sem gefa augljóst tilefni til að forðast að draga of víðtækar ályktanir um áhrif lágmarkslauna á vinnumarkað af þessari tilteknu rannsókn. Réttilega mætti álykta að rannsóknin sýni að hækkun lágmarkslauna þurfi ekki endilega að hafa aukið atvinnuleysi í för með sér undir öllum kringumstæðum. Eins og við er að búast hafa fjölmargar rannsóknir á sama sviði aðra sögu að segja, en í reynd eru kringumstæður í náttúrulegum tilraunum oft flóknar og niðurstöður þeirra munu aldrei ótvírætt sanna orsaksamhengi. Verð hefur áhrif á magn Grundvallarkenningar í hagfræði og heilbrigð skynsemi segja okkur að verð hefur áhrif á magn – eftir því sem verð á vöru og þjónustu hækkar er jafnan minna magn keypt. Sú almenna regla gildir á vinnumarkaði eins og öðrum mörkuðum. Þó ber ávallt að hafa aðstæður á hverjum stað og tíma í huga þegar áhrif verðbreytinga eru metin. Ef lágmarkslaun eru til dæmis langt undir þeim launum sem myndu skapa jafnvægi á vinnumarkaði er ólíklegt að lítilleg hækkun þeirra myndi hafa mælanleg áhrif á atvinnustig. Ef þau yrðu hins vegar færð langt fyrir ofan jafnvægisverð myndu þau að líkindum gjörbreyta rekstrarforsendum fjölmargra fyrirtækja, hafa veruleg áhrif á vinnumarkað og stuðla að fækkun starfa. Hjá sumum virðist alltaf tilefni til að hækka lægstu laun óháð öllum öðrum efnahagslegum kringumstæðum, skatt- og bótakerfum, framleiðni starfanna, kaupmætti, kröfum um umbun fyrir menntun og reynslu eða getu fyrirtækja til að standa undir launakostnaði. Ekki má heldur vanmeta kosti fjölbreyttra byrjendastarfa fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og vilja tækifæri til að vinna þó kaupgjaldið sé ekki hátt í fyrstu. Of há lágmarkslaun geta þurrkað út fjölda slíkra starfa og þannig svipt þennan hóp verðmætum tækifærum til að afla sér þekkingar, reynslu og tengsla. Sígandi lukka er best Það er sameiginleg sýn aðila vinnumarkaðar að lífskjör landsmanna taki stöðugum bata, ekki síst þeirra sem standa höllum fæti. Vel hefur tekist til á alla mælikvarða. Fá lönd í heiminum standast íslenskan samanburð þegar kemur að launakjörum, hvort sem litið er til meðallauna eða lægstu launa. Hlutdeild launafólks í verðmætasköpun er hvergi hærri en á Íslandi. Þetta er staðreynd sem íslensk stéttarfélög ættu að halda á lofti í stað þess að gera lítið úr. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Vinnumarkaður Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS) skrifaði nýlega ágætis grein hér á Vísi og óskaði eftir vitrænni umræðu um hvernig mætti bæta hag landsmanna. Það er auðvelt að verða við þeirri bón. Í grein Flosa leggur hann út frá rannsóknum þriggja hagfræðinga sem deildu Nóbelsverðlaununum í ár. Þeir sýndu meðal annars hvernig hægt væri notfæra sér náttúrulegar tilraunir og hvernig draga mætti ályktanir af þeim, svo sem á sviði vinnumarkaðshagfræði. Eðli máls samkvæmt er vandkvæðum bundið að framkvæma stýrðar tilraunir á sviði hagfræði þar sem áhrif stefnubreytinga eða efnahagslegra atburða eru könnuð. Sem dæmi þykir ekki siðferðislega réttlætanlegt að beita tiltekinn hóp efnahagslegri harðneskju eingöngu til að kanna möguleg áhrif hennar. Því brugðu verðlaunahafarnir á það ráð að nota „náttúrulegar“ breytingar sem áttu sér stað til að greina áhrif þeirra á þann hóp sem fyrir þeim varð í samanburði við aðra hópa sem upplifðu ekki sömu breytingar – svokallaðar náttúrulegar tilraunir. Ein sú frægasta slíkra rannsókna er sú sem Alan Krueger heitinn og David Card, nýkrýndur Nóbelsverðlaunahafi, framkvæmdu til að kanna tengsl hækkunar lágmarkslauna á atvinnustig á skyndibitastöðum í New Jersey og Pennsylvaniu. Lágmarkslaun höfðu verið hækkuð í New Jersey en ekki Pennsylvaniu, sem gaf tilefni til að kanna ólík áhrif á vinnumarkaðinn milli landshluta. Með mikilli einföldun má segja að þrátt fyrir að lágmarkslaun höfðu verið hækkuð í New Jersey jókst atvinnustig á skyndibitastöðum þar lítillega, þvert á vænt áhrif. Frjálslegar túlkanir Sumir hafa kosið að nýta tækifærið til að ranglega túlka niðurstöður þeirra Krueger og Card á þá leið að sannað hafi verið að hækkun lágmarkslauna auki ekki atvinnuleysi. Þetta er ekki ályktun sem óhætt er að draga af þessari rannsókn, sem hefur raunar hlotið ýmiss konar verðskuldaða gagnrýni þó að hún hafi myndað áhugavert púsl í ráðgátunni um margslungið gangverk vinnumarkaðar. Sem dæmi um gagnrýni má nefna að ákvörðunin um hækkun lágmarkslauna var tekin tveimur árum áður en breytingin tók gildi, en rannsakendurnir skoðuðu aðeins breytingu í atvinnustigi yfir stutt tímabil þegar lögin tóku gildi, þrátt fyrir að atvinnurekendur hefðu haft mun lengri tíma til undirbúnings. Veitingastaðirnir í Pennsylvaniu, þar sem lágmarkslaun voru ekki hækkuð, voru með fleiri starfsmenn að meðaltali en þeir í New Jersey. Þá mætti ætla að taka hefði þurft tillit til þess að á sama tíma og rannsóknin var framkvæmd gekk efnahagsleg niðursveifla yfir svæðið. Á meðan veitingastaðir í Pennsylvaniu fækkuðu starfsfólki, hækkuðu þeir í New Jersey verð á matseðlinum. Viðbrögð við þrengingunum voru því af ólíkum toga. Fleiri þætti mætti nefna sem gefa augljóst tilefni til að forðast að draga of víðtækar ályktanir um áhrif lágmarkslauna á vinnumarkað af þessari tilteknu rannsókn. Réttilega mætti álykta að rannsóknin sýni að hækkun lágmarkslauna þurfi ekki endilega að hafa aukið atvinnuleysi í för með sér undir öllum kringumstæðum. Eins og við er að búast hafa fjölmargar rannsóknir á sama sviði aðra sögu að segja, en í reynd eru kringumstæður í náttúrulegum tilraunum oft flóknar og niðurstöður þeirra munu aldrei ótvírætt sanna orsaksamhengi. Verð hefur áhrif á magn Grundvallarkenningar í hagfræði og heilbrigð skynsemi segja okkur að verð hefur áhrif á magn – eftir því sem verð á vöru og þjónustu hækkar er jafnan minna magn keypt. Sú almenna regla gildir á vinnumarkaði eins og öðrum mörkuðum. Þó ber ávallt að hafa aðstæður á hverjum stað og tíma í huga þegar áhrif verðbreytinga eru metin. Ef lágmarkslaun eru til dæmis langt undir þeim launum sem myndu skapa jafnvægi á vinnumarkaði er ólíklegt að lítilleg hækkun þeirra myndi hafa mælanleg áhrif á atvinnustig. Ef þau yrðu hins vegar færð langt fyrir ofan jafnvægisverð myndu þau að líkindum gjörbreyta rekstrarforsendum fjölmargra fyrirtækja, hafa veruleg áhrif á vinnumarkað og stuðla að fækkun starfa. Hjá sumum virðist alltaf tilefni til að hækka lægstu laun óháð öllum öðrum efnahagslegum kringumstæðum, skatt- og bótakerfum, framleiðni starfanna, kaupmætti, kröfum um umbun fyrir menntun og reynslu eða getu fyrirtækja til að standa undir launakostnaði. Ekki má heldur vanmeta kosti fjölbreyttra byrjendastarfa fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og vilja tækifæri til að vinna þó kaupgjaldið sé ekki hátt í fyrstu. Of há lágmarkslaun geta þurrkað út fjölda slíkra starfa og þannig svipt þennan hóp verðmætum tækifærum til að afla sér þekkingar, reynslu og tengsla. Sígandi lukka er best Það er sameiginleg sýn aðila vinnumarkaðar að lífskjör landsmanna taki stöðugum bata, ekki síst þeirra sem standa höllum fæti. Vel hefur tekist til á alla mælikvarða. Fá lönd í heiminum standast íslenskan samanburð þegar kemur að launakjörum, hvort sem litið er til meðallauna eða lægstu launa. Hlutdeild launafólks í verðmætasköpun er hvergi hærri en á Íslandi. Þetta er staðreynd sem íslensk stéttarfélög ættu að halda á lofti í stað þess að gera lítið úr. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun