„Ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2021 20:00 Kristján Ingi Mikaelsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Stöð 2 Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði sögulegu hámarki í vikunni. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs telur öruggt að virðið haldi áfram að hækka á næstu árum en fólk verði að fara varlega, ætli það sér að fjárfesta. „Virði Bitcoin var áður hæst í apríl síðastliðnum þegar það náði rétt tæpum 65 þúsund dölum, eða um 8,4 milljónum íslenskra króna. Virði myntarinnar hríðféll svo yfir sumarmánuðina, náði 30 þúsund dala lágmarki í júlí en náði nýju meti fyrr í vikunni, um 67 þúsund dölum. En hvað veldur þessari sögulegu sveiflu nú? „Bitcoin var skráð á amerískar kauphallir undir svokölluðu ETF-formerki sem þýðir að þetta hefur hlotið í raun og veru hæstu skráningu sem hægt er að hafa sem eignarflokkur,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Best að kynna sér málið áður en er fjárfest Kristján segir ómögulegt að segja til um hvort nú stefni í mikla virðislækkun á ný. Það sem fari upp fari þó gjarnan aftur niður. „Til lengri tíma er nánast öruggt, ef sagan heldur áfram að endurtaka sig, að Bitcoin haldi áfram að trenda svona upp.“ En rafmyntakapphlaupið er ekki allra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því fyrr á árinu að fólk keypti sér rafmyntir á borð við Bitcoin og líkti þeim við píramídasvindl. Kristján segir fólk alls ekki of seint að stökkva á Bitcoin-vagninn - en fara þurfi varlega. „Ekki fara og kaupa Bitcoin án þess að vita neitt um þetta. Þetta er flókið og fjárfestingar eru flóknar. Það sem er best að gera er að kynna sér þetta, kaupa þetta í skömmtum einu sinni í mánuði, taka part af sparnaðinum sínum og taka þátt í þessu trendi. Því þetta er langtímabylgja sem er þarna í raun og veru að eiga sér stað og ekki horfa á þetta á lilum tímarömmum.“ Dæmi séu um að Íslendingar hafi efnast um hundruð milljónir - og jafnvel milljarða - af Bitcoin. Átt þú Bitcoin sjálfur? „Ég á Bitcoin sjálfur og eignaðist mitt fyrsta Bitcoin 2013, í febrúar. Og hef átt Bitcoin allar götur síðan og ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það,“ segir Kristján. Rafmyntir Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19 Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45 Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
„Virði Bitcoin var áður hæst í apríl síðastliðnum þegar það náði rétt tæpum 65 þúsund dölum, eða um 8,4 milljónum íslenskra króna. Virði myntarinnar hríðféll svo yfir sumarmánuðina, náði 30 þúsund dala lágmarki í júlí en náði nýju meti fyrr í vikunni, um 67 þúsund dölum. En hvað veldur þessari sögulegu sveiflu nú? „Bitcoin var skráð á amerískar kauphallir undir svokölluðu ETF-formerki sem þýðir að þetta hefur hlotið í raun og veru hæstu skráningu sem hægt er að hafa sem eignarflokkur,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Best að kynna sér málið áður en er fjárfest Kristján segir ómögulegt að segja til um hvort nú stefni í mikla virðislækkun á ný. Það sem fari upp fari þó gjarnan aftur niður. „Til lengri tíma er nánast öruggt, ef sagan heldur áfram að endurtaka sig, að Bitcoin haldi áfram að trenda svona upp.“ En rafmyntakapphlaupið er ekki allra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því fyrr á árinu að fólk keypti sér rafmyntir á borð við Bitcoin og líkti þeim við píramídasvindl. Kristján segir fólk alls ekki of seint að stökkva á Bitcoin-vagninn - en fara þurfi varlega. „Ekki fara og kaupa Bitcoin án þess að vita neitt um þetta. Þetta er flókið og fjárfestingar eru flóknar. Það sem er best að gera er að kynna sér þetta, kaupa þetta í skömmtum einu sinni í mánuði, taka part af sparnaðinum sínum og taka þátt í þessu trendi. Því þetta er langtímabylgja sem er þarna í raun og veru að eiga sér stað og ekki horfa á þetta á lilum tímarömmum.“ Dæmi séu um að Íslendingar hafi efnast um hundruð milljónir - og jafnvel milljarða - af Bitcoin. Átt þú Bitcoin sjálfur? „Ég á Bitcoin sjálfur og eignaðist mitt fyrsta Bitcoin 2013, í febrúar. Og hef átt Bitcoin allar götur síðan og ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það,“ segir Kristján.
Rafmyntir Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19 Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45 Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19
Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45
Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42