Segir verðhækkanir Póstsins á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2021 21:46 Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf. Eva Björk Ægisdóttir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf., segir það koma á óvart að Pósturinn hafi hækkað verð á á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin komi þó fyrirtækjum í samkeppni við Póstinn vel. Ný lög taka gildi um mánaðamótin sem kveða á um að Pósturinn þurfi ekki lengur að vera með sömu verðskrá fyrir allt landið og að gjald fyrir sendingar eigi að endurspegla raunkostnað. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Það er, að ríkið hætti að niðurgreiða póstsendingar á landsbyggðinni. Í tilkynningu frá Póstinum í dag sagði að verð á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-19 kg að þyngd muni taka breytingum um mánaðamótin. Sjá einnig: Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Flest verð Póstsins á höfuðborgarsvæðinu munu einnig hækka um mánaðamótin en þó ekki jafn mikið og á landsbyggðinni. Sé núverandi verðskrá borin saman við þá sem tekur gildi um mánaðarmótin sést að pakkaflokkum er fækkað og sendingar hækka í verð um land allt. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Einu liðir verðskrárinnar á höfuðborgarsvæðinu sem lækka eru heimsendingar níu og tíu kílóa pakka og sendingar á pósthús. Þeir liðir lækka um eitt og fjögur prósent. Heimsending eins kílóa pakka á höfuðborgarsvæðinu hækkar um fimmtán prósent. Mesta hækkunin nemur 35 prósentum. Dropp hefur verið starfrækt í tæp tvö ár og er í samkeppni við Póstinn. Hrólfur segir Póstinn vera með hátt verð og veita stórum kúnnum afslætti. Það komi hins vegar niður á smærri fyrirtækjum og aðilum. „Það er jákvætt fyrir okkur og einkaaðila að Pósturinn er ekki lengur að niðurgreiða á landsbyggðinni. Enda ákvað Alþingi að hætta með það,“ segir Hrólfur. Hann segir það þó koma þeim sem nota þjónustuna á óvart að verðið sé að hækka svona mikið. Pósturinn Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ný lög taka gildi um mánaðamótin sem kveða á um að Pósturinn þurfi ekki lengur að vera með sömu verðskrá fyrir allt landið og að gjald fyrir sendingar eigi að endurspegla raunkostnað. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda. Það er, að ríkið hætti að niðurgreiða póstsendingar á landsbyggðinni. Í tilkynningu frá Póstinum í dag sagði að verð á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-19 kg að þyngd muni taka breytingum um mánaðamótin. Sjá einnig: Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Flest verð Póstsins á höfuðborgarsvæðinu munu einnig hækka um mánaðamótin en þó ekki jafn mikið og á landsbyggðinni. Sé núverandi verðskrá borin saman við þá sem tekur gildi um mánaðarmótin sést að pakkaflokkum er fækkað og sendingar hækka í verð um land allt. Líka á höfuðborgarsvæðinu. Einu liðir verðskrárinnar á höfuðborgarsvæðinu sem lækka eru heimsendingar níu og tíu kílóa pakka og sendingar á pósthús. Þeir liðir lækka um eitt og fjögur prósent. Heimsending eins kílóa pakka á höfuðborgarsvæðinu hækkar um fimmtán prósent. Mesta hækkunin nemur 35 prósentum. Dropp hefur verið starfrækt í tæp tvö ár og er í samkeppni við Póstinn. Hrólfur segir Póstinn vera með hátt verð og veita stórum kúnnum afslætti. Það komi hins vegar niður á smærri fyrirtækjum og aðilum. „Það er jákvætt fyrir okkur og einkaaðila að Pósturinn er ekki lengur að niðurgreiða á landsbyggðinni. Enda ákvað Alþingi að hætta með það,“ segir Hrólfur. Hann segir það þó koma þeim sem nota þjónustuna á óvart að verðið sé að hækka svona mikið.
Pósturinn Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira