Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2021 13:16 Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári þegar frávísunarkrafa Eiríks var tekin fyrir. Fremri maðurinn á myndinni er lögmaður Eiríks, Jón Örn Árnason. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar, haldi Eiríkur almennt skilorð í tvö ár. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skal Eíríkur sæta 360 daga fangelsi. Eiríkur var dæmdur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 til 2017 með því að hafa sleppt því að telja fram persónulegar úttektir að upphæð samtals tæplega 79 milljónum króna. Komst hann þannig hjá því að greiða rúmlega 36 milljónir í tekjuskatt og útsvar. Í ákæru kom fram að Eiríkur hefði ekki talið fram annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð samtals 67,1 milljónum af greiðslukorti sem skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa hjá norska bankanum DNB. Sömuleiðis var hann ákærður vegna úttekta hans af viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf að upphæð 11,5 milljóna króna. Eiríkur neitaði sök í málinu. Tvívegis endurúthlutað Í dómnum kemur fram að Eiríkur hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og var horft til þyngingar að fjárhæðirnar sem um ræddi hafi verið verulegar. Þó sé einnig litið til þess að langt sé um liðið frá því að brotin voru framin. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í janúar 2020 og það þingfest í mars sama ár. Málinu var endurúthlutað tvisvar sinnum eftir að það var rekið af dómara í janúar það og fór aðalmeðferð málsins fram 8. september síðastliðinn. Sérstaklega var óskað eftir því af hún færi fram af hausti af persónulegum ástæðum sem varða ákærða. Eiríkur var jafnframt gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjenda, alls 3,4 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómur var kveðinn upp í málinu 1. október síðastliðinn en hefur hann nú verið birtur. Dómsmál Efnahagsbrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar, haldi Eiríkur almennt skilorð í tvö ár. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skal Eíríkur sæta 360 daga fangelsi. Eiríkur var dæmdur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 til 2017 með því að hafa sleppt því að telja fram persónulegar úttektir að upphæð samtals tæplega 79 milljónum króna. Komst hann þannig hjá því að greiða rúmlega 36 milljónir í tekjuskatt og útsvar. Í ákæru kom fram að Eiríkur hefði ekki talið fram annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð samtals 67,1 milljónum af greiðslukorti sem skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa hjá norska bankanum DNB. Sömuleiðis var hann ákærður vegna úttekta hans af viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf að upphæð 11,5 milljóna króna. Eiríkur neitaði sök í málinu. Tvívegis endurúthlutað Í dómnum kemur fram að Eiríkur hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og var horft til þyngingar að fjárhæðirnar sem um ræddi hafi verið verulegar. Þó sé einnig litið til þess að langt sé um liðið frá því að brotin voru framin. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í janúar 2020 og það þingfest í mars sama ár. Málinu var endurúthlutað tvisvar sinnum eftir að það var rekið af dómara í janúar það og fór aðalmeðferð málsins fram 8. september síðastliðinn. Sérstaklega var óskað eftir því af hún færi fram af hausti af persónulegum ástæðum sem varða ákærða. Eiríkur var jafnframt gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjenda, alls 3,4 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómur var kveðinn upp í málinu 1. október síðastliðinn en hefur hann nú verið birtur.
Dómsmál Efnahagsbrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51