Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2021 13:16 Úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári þegar frávísunarkrafa Eiríks var tekin fyrir. Fremri maðurinn á myndinni er lögmaður Eiríks, Jón Örn Árnason. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar, haldi Eiríkur almennt skilorð í tvö ár. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skal Eíríkur sæta 360 daga fangelsi. Eiríkur var dæmdur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 til 2017 með því að hafa sleppt því að telja fram persónulegar úttektir að upphæð samtals tæplega 79 milljónum króna. Komst hann þannig hjá því að greiða rúmlega 36 milljónir í tekjuskatt og útsvar. Í ákæru kom fram að Eiríkur hefði ekki talið fram annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð samtals 67,1 milljónum af greiðslukorti sem skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa hjá norska bankanum DNB. Sömuleiðis var hann ákærður vegna úttekta hans af viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf að upphæð 11,5 milljóna króna. Eiríkur neitaði sök í málinu. Tvívegis endurúthlutað Í dómnum kemur fram að Eiríkur hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og var horft til þyngingar að fjárhæðirnar sem um ræddi hafi verið verulegar. Þó sé einnig litið til þess að langt sé um liðið frá því að brotin voru framin. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í janúar 2020 og það þingfest í mars sama ár. Málinu var endurúthlutað tvisvar sinnum eftir að það var rekið af dómara í janúar það og fór aðalmeðferð málsins fram 8. september síðastliðinn. Sérstaklega var óskað eftir því af hún færi fram af hausti af persónulegum ástæðum sem varða ákærða. Eiríkur var jafnframt gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjenda, alls 3,4 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómur var kveðinn upp í málinu 1. október síðastliðinn en hefur hann nú verið birtur. Dómsmál Efnahagsbrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar, haldi Eiríkur almennt skilorð í tvö ár. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna skal Eíríkur sæta 360 daga fangelsi. Eiríkur var dæmdur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 til 2017 með því að hafa sleppt því að telja fram persónulegar úttektir að upphæð samtals tæplega 79 milljónum króna. Komst hann þannig hjá því að greiða rúmlega 36 milljónir í tekjuskatt og útsvar. Í ákæru kom fram að Eiríkur hefði ekki talið fram annars vegar persónulegar úttektir að fjárhæð samtals 67,1 milljónum af greiðslukorti sem skuldfærðust af bankareikningi Gospel Channel Evrópa hjá norska bankanum DNB. Sömuleiðis var hann ákærður vegna úttekta hans af viðskiptareikningi hans hjá Global Mission Network ehf að upphæð 11,5 milljóna króna. Eiríkur neitaði sök í málinu. Tvívegis endurúthlutað Í dómnum kemur fram að Eiríkur hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og var horft til þyngingar að fjárhæðirnar sem um ræddi hafi verið verulegar. Þó sé einnig litið til þess að langt sé um liðið frá því að brotin voru framin. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu í janúar 2020 og það þingfest í mars sama ár. Málinu var endurúthlutað tvisvar sinnum eftir að það var rekið af dómara í janúar það og fór aðalmeðferð málsins fram 8. september síðastliðinn. Sérstaklega var óskað eftir því af hún færi fram af hausti af persónulegum ástæðum sem varða ákærða. Eiríkur var jafnframt gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjenda, alls 3,4 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Dómur var kveðinn upp í málinu 1. október síðastliðinn en hefur hann nú verið birtur.
Dómsmál Efnahagsbrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Eiríkur á Omega krefst þess að skattsvikamáli á hendur sér verði vísað frá Fjallað um frávísunarkröfu Eiríks Sigurbjörnssonar sem kenndur er við Omega en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattaundanskot og peningaþvætti. 25. nóvember 2020 10:51