Á annað hundrað milljóna í hættu vegna þurrka, flóða og hita Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 09:25 Jökull á Kilimanjaro-fjalli hverfur að líkindum fyrir miðja öldina ásamt hinum tveimur stóru íshellunum í austanverðri Afríku. Vísir/Getty Allt að 118 milljónir Afríkubúa sem búa við örbirgð verða í hættu vegna þurrka, flóða og öfgahita fyrir lok þessa áratugs verði ekki gripið til mótvægisaðgerða samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um áhrif loftslagsbreytinga í álfunni. Því hefur lengi verið spáð að loftlagsbreytingar af völdum manna muni leika Afríku grátt þrátt fyrir að íbúar álfunnar beri aðeins ábyrgð á innan við fjórum prósentum uppsafnaðrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum. Þurrkar og uppskerubrestur vegna þeirra er nú þegar stórt vandamál í Afríku. Margar stærstu borgir álfunnar standa við sjávarsíðuna og almenn fátækt íbúa gerir þeim erfitt fyrir að aðlagast breyttu umhverfi. Loftslagsbreytingarnar eru þegar komnar fram. Þurrkar hafa orðið skæðari og mikil flóð urðu í austan- og vestanverðri álfunni í fyrra. Þá gekk sögulega stór engisprettufaraldur yfir í fyrra og árið áður. Áætlað er að um 1,2 milljónir manna hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna storma og flóða í Afríku í fyrra. Það er meira en tvöfalt fleiri en lentu á hrakhólum vegna hernaðarátaka. Skýrsluhöfundar WMO telja að fjárfesta þurfi á bilinu þrjátíu til fimmtíu milljarða dollara í aðlögunaraðgerðir í Afríku sunnan Sahara á hverju ári til að forðast enn verri afleiðingar. Það jafngildir 2-3% af þjóðarframleiðslu heimshlutans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stóru fjallajöklarnir hverfa fyrir miðja öldina Í skýrslunni er reiknað með því að stóru íshellurnar þrjár í austanverðri Afríku; á Kilimanjaro í Tansaníu, Keníufjalli í Kenía og Rwenzoris í Úganda, hverfi alveg á fimmta áratug þessarar aldar. „Hratt hop síðustu jöklanna í austanverðri Afríku, sem er reiknað með að bráðni alveg í náinni framtíð, er merki um ógn óafturkræfra breytinga á jarðkerfinu,“ sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO, í formála skýrslunnar. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01 Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Því hefur lengi verið spáð að loftlagsbreytingar af völdum manna muni leika Afríku grátt þrátt fyrir að íbúar álfunnar beri aðeins ábyrgð á innan við fjórum prósentum uppsafnaðrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum. Þurrkar og uppskerubrestur vegna þeirra er nú þegar stórt vandamál í Afríku. Margar stærstu borgir álfunnar standa við sjávarsíðuna og almenn fátækt íbúa gerir þeim erfitt fyrir að aðlagast breyttu umhverfi. Loftslagsbreytingarnar eru þegar komnar fram. Þurrkar hafa orðið skæðari og mikil flóð urðu í austan- og vestanverðri álfunni í fyrra. Þá gekk sögulega stór engisprettufaraldur yfir í fyrra og árið áður. Áætlað er að um 1,2 milljónir manna hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna storma og flóða í Afríku í fyrra. Það er meira en tvöfalt fleiri en lentu á hrakhólum vegna hernaðarátaka. Skýrsluhöfundar WMO telja að fjárfesta þurfi á bilinu þrjátíu til fimmtíu milljarða dollara í aðlögunaraðgerðir í Afríku sunnan Sahara á hverju ári til að forðast enn verri afleiðingar. Það jafngildir 2-3% af þjóðarframleiðslu heimshlutans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stóru fjallajöklarnir hverfa fyrir miðja öldina Í skýrslunni er reiknað með því að stóru íshellurnar þrjár í austanverðri Afríku; á Kilimanjaro í Tansaníu, Keníufjalli í Kenía og Rwenzoris í Úganda, hverfi alveg á fimmta áratug þessarar aldar. „Hratt hop síðustu jöklanna í austanverðri Afríku, sem er reiknað með að bráðni alveg í náinni framtíð, er merki um ógn óafturkræfra breytinga á jarðkerfinu,“ sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO, í formála skýrslunnar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01 Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01
Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent