Verðhækkanir gætu „því miður“ orðið þrálátari en vonast var til Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 11:50 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fáir hafi búist við því að vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu jafnþrálatar og langvarandi og raun ber vitni. Tekið gæti ár að vinda ofan af vandanum. Fyrir vöruskortinum eru aðallega tvær ástæður; annars vegar hefur eftirspurn glæðst býsna hratt nú þegar faraldurinn er víða á undanhaldi og hins vegar hefur faraldurinn valdið víðtækum truflunum á alþjóðlegum framleiðsluleiðum. Þetta hefur meðal annars valdið hækkunum á vöruverði til neytenda hér á landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þær eru hóflegar á hefðbundinni dagvöru í búðum en orkuverð hefur hins vegar rokið upp. „Það kemur fram í verði á til dæmis flugfargjöldum, það er nokkuð sterkt tengt eldsneytisverðinu og eftir því sem þessi skortur verður útbreiddari og langvinnari og heimsmarkaðsverðið á aðföngum og endanlegum vörum hækkar meira þá eigum við eftir að sjá frekari áhrif koma fram í vörukörfunni okkar úti í búð,“ segir Jón Bjarki. Fáir bjuggust við svo sterkum sveiflum Ástandið hafi verið fyrirséð að vissu leyti. „En fáir bjuggust kannski við að sveiflurnar yrðu alveg svona sterkar og að það myndi taka jafnlangan tíma að vinda ofan af þeim eins og núna er útlit fyrir.“ Í einhverjum vöruflokkum gæti rofað til á næstu mánuðum en annars staðar gæti liðið alllangur tími þar til jafnvægi kemst á. „Og við verðum því miður á meðan að búa okkur undir að verðsveiflurnar og kannski þetta háa verð verði þrálátara en við vorum að vonast til,“ segir Jón Bjarki. „Á einstökum vöruflokkum sem þó eru ótrúlega mikilvægir, eins og þessar örflögur sem eru notaðar í svo margvíslegan tækjabúnað, þar gæti þetta tekið langt fram eftir næsta ári og sumir eru að spá að þar verði ekki komið fullkomið jafnvægi fyrr en einhvern tímann á árinu 2023.“ Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Sjá meira
Fyrir vöruskortinum eru aðallega tvær ástæður; annars vegar hefur eftirspurn glæðst býsna hratt nú þegar faraldurinn er víða á undanhaldi og hins vegar hefur faraldurinn valdið víðtækum truflunum á alþjóðlegum framleiðsluleiðum. Þetta hefur meðal annars valdið hækkunum á vöruverði til neytenda hér á landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þær eru hóflegar á hefðbundinni dagvöru í búðum en orkuverð hefur hins vegar rokið upp. „Það kemur fram í verði á til dæmis flugfargjöldum, það er nokkuð sterkt tengt eldsneytisverðinu og eftir því sem þessi skortur verður útbreiddari og langvinnari og heimsmarkaðsverðið á aðföngum og endanlegum vörum hækkar meira þá eigum við eftir að sjá frekari áhrif koma fram í vörukörfunni okkar úti í búð,“ segir Jón Bjarki. Fáir bjuggust við svo sterkum sveiflum Ástandið hafi verið fyrirséð að vissu leyti. „En fáir bjuggust kannski við að sveiflurnar yrðu alveg svona sterkar og að það myndi taka jafnlangan tíma að vinda ofan af þeim eins og núna er útlit fyrir.“ Í einhverjum vöruflokkum gæti rofað til á næstu mánuðum en annars staðar gæti liðið alllangur tími þar til jafnvægi kemst á. „Og við verðum því miður á meðan að búa okkur undir að verðsveiflurnar og kannski þetta háa verð verði þrálátara en við vorum að vonast til,“ segir Jón Bjarki. „Á einstökum vöruflokkum sem þó eru ótrúlega mikilvægir, eins og þessar örflögur sem eru notaðar í svo margvíslegan tækjabúnað, þar gæti þetta tekið langt fram eftir næsta ári og sumir eru að spá að þar verði ekki komið fullkomið jafnvægi fyrr en einhvern tímann á árinu 2023.“
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Sjá meira