Landsframleiðslan jókst minna á þriðja ársfjórðungi en spáð hafði verið fyrir um en rafmagnsleysi í Kína, tafir á flutningum, faraldur kórónuveirunnar og vandamál í fasteignageira landsins hafa dregið úr vextinum að því er segir í umfjöllun Guardian.
Seðlabankastjóri Kína sagði í morgun að ástand efnahagsmála sé gott í landinu en sérfræðingar óttast þó að ástandið eigi enn eftir að versna þannig að útkoma ársins í heild verði sú lakasta í rúm tíu ár.
Verg landsframleiðsla jókst um 7,9 prósent á öðrum ársfjórðungi og höfðu spár gert ráð fyrir 5,2 prósenta aukningu á þeim þriðja.