Ný íbúðabyggð við Bústaðaveg Ævar Harðarson skrifar 14. október 2021 10:30 Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Vinnutillögurnar gera ráð fyrir að bílastæði verði sett á jarðhæðir og byggingar rísi ofan á þeim. Með slíkri breytingu yrði Bústaðavegur skilgreindur í skipulagi sem svokölluð borgargata. Það þýðir að hægt væri að koma fyrir á svæðinu blöndu af þjónustu og atvinnustarfsemi og íbúðum á efri hæðum ásamt hverfistorgi við Grímsbæ. Slík breyting myndi styrkja hverfiskjarnann verulega. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Ef þessar hugmyndir fá jákvæð viðbrögð hjá íbúum og hagsmunaaðilum mun Bústaðaveginn verða öruggari umferðargata með mun lægri hámarkshraða bíla, eins og íbúar í hverfinu hafa kallað eftir. Kynning á vef Kynning á hverfisskipulagi fyrir öll hverfi í borgarhluta 5, Háaleiti og Bústöðum, opnar í dag á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík og í kvöld, fimmtudaginn 14. október, klukkan 20 verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með íbúafund í Réttarholtsskóla þar sem farið verður yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í borgarhlutanum og helstu skipulagshugmyndir. Tilgangurinn með kynningu og fundi er að fá fram viðbrögð frá íbúum og þeim sem eru með starfsemi í borgarhlutanum. Þær tillögur sem nú eru kynntar byggja á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í umfangsmiklu samráði á árunum 2016 til 2017. Þessar vinnutillögur eiga að gera hverfin í borgarhlutanum, betri, vistvænni og meira heilsueflandi. Samgöngumál eru mál málanna í Háaleiti-Bústöðum. Miklar umferðargötur eins og Miklabraut og Kringlumýrarbraut liggja um borgarhlutann. Einnig má nefna Bústaðaveg. Meðal hugmynda eru úrbætur í samgöngumálum og aðgerðir til að draga úr ónæði og mengun frá bílaumferð. Lagning Miklubrautar í stokk austur að Háleiti er hluti af þessum aðgerðum en meira þarf til. Uppbygging meðfram Miklubraut líka Í vinnutillögunum eru líka sýndar hugmyndir um uppbyggingu meðfram Miklubraut yfir Háleiti en á þessum svæði og sérstaklega á gatnamótunum við Háaleitisbraut eru vannýtt land sem fram af þessu hefur verið hugsað sem veghelgunarsvæði en er nú ekki lengur þörf á og því hægt að nýta þetta borgarland undir mannvirki sem hanna má með góðum hljóðvörnum. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt. Byggingar á þessum stað má nýta fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir um leið og núverandi íbúabyggð er skermuð frá umferðaþyngstu götu landsins. Íbúar láti í sér heyra Í vinnutillögunum eru einnig hugmyndir um heimildir til að bæta við íbúðum, tillögur um aukaíbúðir í stórum sérbýlishúsum, viðbyggingar á lóðum og bætt aðgengi að lyftulausum fjölbýlishúsum. Einnig eru tillögur um að styrkja leiksvæði og græn svæði, byggja upp og bæta grenndarstöðvar. Nefna ber að í hverfinu eru menningarminjar eins og athyglisverðar götumyndir, hverfiseiningar og gömlu hitaveitustokkana sem liggja um borgarhlutann. Tillögur eru um að setja hverfisvernd á slíkar menningarminjar. Vinnutillögurnar verða til sýnis í Austurveri frá frá 14. til 20. október og verða starfsmenn Reykjavíkurborgar með viðveru. Fá mál vekja jafn fjölbreyttar skoðanir og skipulagsmál og eru íbúar og hagsmunaaðilar því hvattir til þess að kynna sér þessar vinnutillögur og láta í sér heyra. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Opið verður fyrir ábendingar og athugasemdir í fjórar vikur, frá 14. október til 12. nóvember. Ábendingar og athugasemdir má senda í tölvupósti á á skipulag@reykjavik.is merkt Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Ævar Harðarson Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði. Vinnutillögurnar gera ráð fyrir að bílastæði verði sett á jarðhæðir og byggingar rísi ofan á þeim. Með slíkri breytingu yrði Bústaðavegur skilgreindur í skipulagi sem svokölluð borgargata. Það þýðir að hægt væri að koma fyrir á svæðinu blöndu af þjónustu og atvinnustarfsemi og íbúðum á efri hæðum ásamt hverfistorgi við Grímsbæ. Slík breyting myndi styrkja hverfiskjarnann verulega. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Ef þessar hugmyndir fá jákvæð viðbrögð hjá íbúum og hagsmunaaðilum mun Bústaðaveginn verða öruggari umferðargata með mun lægri hámarkshraða bíla, eins og íbúar í hverfinu hafa kallað eftir. Kynning á vef Kynning á hverfisskipulagi fyrir öll hverfi í borgarhluta 5, Háaleiti og Bústöðum, opnar í dag á kynningarvef fyrir helstu skipulagsverkefni í Reykjavík og í kvöld, fimmtudaginn 14. október, klukkan 20 verður Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með íbúafund í Réttarholtsskóla þar sem farið verður yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í borgarhlutanum og helstu skipulagshugmyndir. Tilgangurinn með kynningu og fundi er að fá fram viðbrögð frá íbúum og þeim sem eru með starfsemi í borgarhlutanum. Þær tillögur sem nú eru kynntar byggja á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í umfangsmiklu samráði á árunum 2016 til 2017. Þessar vinnutillögur eiga að gera hverfin í borgarhlutanum, betri, vistvænni og meira heilsueflandi. Samgöngumál eru mál málanna í Háaleiti-Bústöðum. Miklar umferðargötur eins og Miklabraut og Kringlumýrarbraut liggja um borgarhlutann. Einnig má nefna Bústaðaveg. Meðal hugmynda eru úrbætur í samgöngumálum og aðgerðir til að draga úr ónæði og mengun frá bílaumferð. Lagning Miklubrautar í stokk austur að Háleiti er hluti af þessum aðgerðum en meira þarf til. Uppbygging meðfram Miklubraut líka Í vinnutillögunum eru líka sýndar hugmyndir um uppbyggingu meðfram Miklubraut yfir Háleiti en á þessum svæði og sérstaklega á gatnamótunum við Háaleitisbraut eru vannýtt land sem fram af þessu hefur verið hugsað sem veghelgunarsvæði en er nú ekki lengur þörf á og því hægt að nýta þetta borgarland undir mannvirki sem hanna má með góðum hljóðvörnum. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt. Byggingar á þessum stað má nýta fyrir atvinnustarfsemi og íbúðir um leið og núverandi íbúabyggð er skermuð frá umferðaþyngstu götu landsins. Íbúar láti í sér heyra Í vinnutillögunum eru einnig hugmyndir um heimildir til að bæta við íbúðum, tillögur um aukaíbúðir í stórum sérbýlishúsum, viðbyggingar á lóðum og bætt aðgengi að lyftulausum fjölbýlishúsum. Einnig eru tillögur um að styrkja leiksvæði og græn svæði, byggja upp og bæta grenndarstöðvar. Nefna ber að í hverfinu eru menningarminjar eins og athyglisverðar götumyndir, hverfiseiningar og gömlu hitaveitustokkana sem liggja um borgarhlutann. Tillögur eru um að setja hverfisvernd á slíkar menningarminjar. Vinnutillögurnar verða til sýnis í Austurveri frá frá 14. til 20. október og verða starfsmenn Reykjavíkurborgar með viðveru. Fá mál vekja jafn fjölbreyttar skoðanir og skipulagsmál og eru íbúar og hagsmunaaðilar því hvattir til þess að kynna sér þessar vinnutillögur og láta í sér heyra. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Opið verður fyrir ábendingar og athugasemdir í fjórar vikur, frá 14. október til 12. nóvember. Ábendingar og athugasemdir má senda í tölvupósti á á skipulag@reykjavik.is merkt Hverfisskipulag Háaleiti – Bústaðir. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun