Hindranir í daglegu lífi Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 10. október 2021 09:00 Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Yfirskriftin í ár hjá WHO er „Geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla: gerum það að veruleika“. Sem notandi í geðheilbrigðiskerfinu og aðgerðasinni hef ég tekið eftir því að það sitja ekki allir við sama borð hvað þetta varðar. Eins og staðan er sæki ég til að mynda námskeið á vegum Landspítala þar sem ganga þarf upp brattan stiga til að komast að salnum þar sem starfsemin fer fram. Í upphafi þegar ég sá rýmið benti ég námskeiðshaldaranum strax á að ekki væri aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Fyrir nokkrum árum sótti ég námskeið erlendis á vegum Evrópusambandsins sem fjallaði einmitt um aðgengi. Á meðan á því stóð fékk ég innsýn í heim hreyfihamlaðra og þeirra hindranir. Það rann upp fyrir mér að allir geta á sinn hátt haft meiri eða minni áhrif á gang mála, til dæmis með því að senda ábendingu í tölvupósti eða með símtali. Sem betur fer eru nýbyggingar flestar hverjar með mun betra aðgengi en þær sem eldri eru. Aðstaðan í Háskólanum í Reykjavík er til að mynda til fyrirmyndar. Flott samfélagsverkefni eru í gangi eins og verkefnið "Römpum upp Ísland". Stjórnvöld þurfa samt sem áður að spýta í lófana og gera betur í þessum málum. Það er einfaldlega ekki boðlegt í dag að bjóða upp á þjónustu hjá ríkisstofnun sem ekki er aðgengileg öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Yfirskriftin í ár hjá WHO er „Geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla: gerum það að veruleika“. Sem notandi í geðheilbrigðiskerfinu og aðgerðasinni hef ég tekið eftir því að það sitja ekki allir við sama borð hvað þetta varðar. Eins og staðan er sæki ég til að mynda námskeið á vegum Landspítala þar sem ganga þarf upp brattan stiga til að komast að salnum þar sem starfsemin fer fram. Í upphafi þegar ég sá rýmið benti ég námskeiðshaldaranum strax á að ekki væri aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Fyrir nokkrum árum sótti ég námskeið erlendis á vegum Evrópusambandsins sem fjallaði einmitt um aðgengi. Á meðan á því stóð fékk ég innsýn í heim hreyfihamlaðra og þeirra hindranir. Það rann upp fyrir mér að allir geta á sinn hátt haft meiri eða minni áhrif á gang mála, til dæmis með því að senda ábendingu í tölvupósti eða með símtali. Sem betur fer eru nýbyggingar flestar hverjar með mun betra aðgengi en þær sem eldri eru. Aðstaðan í Háskólanum í Reykjavík er til að mynda til fyrirmyndar. Flott samfélagsverkefni eru í gangi eins og verkefnið "Römpum upp Ísland". Stjórnvöld þurfa samt sem áður að spýta í lófana og gera betur í þessum málum. Það er einfaldlega ekki boðlegt í dag að bjóða upp á þjónustu hjá ríkisstofnun sem ekki er aðgengileg öllum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun