Hindranir í daglegu lífi Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 10. október 2021 09:00 Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Yfirskriftin í ár hjá WHO er „Geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla: gerum það að veruleika“. Sem notandi í geðheilbrigðiskerfinu og aðgerðasinni hef ég tekið eftir því að það sitja ekki allir við sama borð hvað þetta varðar. Eins og staðan er sæki ég til að mynda námskeið á vegum Landspítala þar sem ganga þarf upp brattan stiga til að komast að salnum þar sem starfsemin fer fram. Í upphafi þegar ég sá rýmið benti ég námskeiðshaldaranum strax á að ekki væri aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Fyrir nokkrum árum sótti ég námskeið erlendis á vegum Evrópusambandsins sem fjallaði einmitt um aðgengi. Á meðan á því stóð fékk ég innsýn í heim hreyfihamlaðra og þeirra hindranir. Það rann upp fyrir mér að allir geta á sinn hátt haft meiri eða minni áhrif á gang mála, til dæmis með því að senda ábendingu í tölvupósti eða með símtali. Sem betur fer eru nýbyggingar flestar hverjar með mun betra aðgengi en þær sem eldri eru. Aðstaðan í Háskólanum í Reykjavík er til að mynda til fyrirmyndar. Flott samfélagsverkefni eru í gangi eins og verkefnið "Römpum upp Ísland". Stjórnvöld þurfa samt sem áður að spýta í lófana og gera betur í þessum málum. Það er einfaldlega ekki boðlegt í dag að bjóða upp á þjónustu hjá ríkisstofnun sem ekki er aðgengileg öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Yfirskriftin í ár hjá WHO er „Geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla: gerum það að veruleika“. Sem notandi í geðheilbrigðiskerfinu og aðgerðasinni hef ég tekið eftir því að það sitja ekki allir við sama borð hvað þetta varðar. Eins og staðan er sæki ég til að mynda námskeið á vegum Landspítala þar sem ganga þarf upp brattan stiga til að komast að salnum þar sem starfsemin fer fram. Í upphafi þegar ég sá rýmið benti ég námskeiðshaldaranum strax á að ekki væri aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Fyrir nokkrum árum sótti ég námskeið erlendis á vegum Evrópusambandsins sem fjallaði einmitt um aðgengi. Á meðan á því stóð fékk ég innsýn í heim hreyfihamlaðra og þeirra hindranir. Það rann upp fyrir mér að allir geta á sinn hátt haft meiri eða minni áhrif á gang mála, til dæmis með því að senda ábendingu í tölvupósti eða með símtali. Sem betur fer eru nýbyggingar flestar hverjar með mun betra aðgengi en þær sem eldri eru. Aðstaðan í Háskólanum í Reykjavík er til að mynda til fyrirmyndar. Flott samfélagsverkefni eru í gangi eins og verkefnið "Römpum upp Ísland". Stjórnvöld þurfa samt sem áður að spýta í lófana og gera betur í þessum málum. Það er einfaldlega ekki boðlegt í dag að bjóða upp á þjónustu hjá ríkisstofnun sem ekki er aðgengileg öllum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar