Sigyn nýr Réttindaskólastjóri og vill stofna Réttindaleikskóla Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2021 14:31 Sigyn Blöndal starfaði áður sem umsjónarkona KrakkaRÚV og Stundarinnar okkar. Steindór Sigyn Blöndal tók nýverið til starfa sem Réttindaskólastjóri UNICEF á Íslandi. Verkefnið miðar að því að skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar auki fræðslu barna um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að sögn UNICEF er gríðarleg ásókn í verkefnið Réttindaskólar og –frístund UNICEF og hafa nú 48 skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á landinu ýmist lokið eða eru í innleiðingarferli verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF en Sigyn segir það vera draum sinn að allir skólar verði Réttindaskólar enda sýni reynslan að það hafi jákvæð áhrif á börn að þekkja réttindi sín. „Það er margsannað að börn sem þekkja réttindi sín eru umburðarlyndari, virða betur fjölbreytileika og eru líklegri til að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti. Þau standa betur vörð um eigin réttindi og annarra, auk þess eru þau betur undirbúin til að leita aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi, misnotkun af einhverju tagi eða ef brotið er á réttindum barna að öðru leyti. Það er hagur barna og samfélagsins að allir þekki og virði réttindi bara,“ segir Sigyn. Hún bætir við að fullorðna fólkið þurfi ekki síður að þekkja réttindi barna og virða þau. Vilja stofna Réttindaleikskóla Vonir standa til að fyrstu Réttindaleikskólaranir í heiminum verði stofnaðir hér á landi á næstu tveimur árum. „Þar erum við í miklu frumkvöðlastarfi því ekki hefur verið ráðist í þá vinnu annars staðar í heiminum. Réttindafræðsla á leikskólastigi hefur vissulega verið til staðar fyrir börn og kennara en við erum að tala um mælingar á árangri fyrir börnin sjálf. Við viljum sjá raunverulegar breytingar til hins betra fyrir börnin. Í samstarfi við leikskólakennara, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og nítján leikskóla í Reykjavík, Kópavogi, Borgarbyggð og Akureyri, erum við að þróa þetta mælitæki. Verkefnið er mjög spennandi og ef fram heldur sem horfir er líklegt að á næstu tveimur árum verði veittar viðurkenningar til fyrstu Réttindaleikskólana í heiminum,“ segir Sigyn í tilkynningu. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Að sögn UNICEF er gríðarleg ásókn í verkefnið Réttindaskólar og –frístund UNICEF og hafa nú 48 skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar á landinu ýmist lokið eða eru í innleiðingarferli verkefnisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF en Sigyn segir það vera draum sinn að allir skólar verði Réttindaskólar enda sýni reynslan að það hafi jákvæð áhrif á börn að þekkja réttindi sín. „Það er margsannað að börn sem þekkja réttindi sín eru umburðarlyndari, virða betur fjölbreytileika og eru líklegri til að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti. Þau standa betur vörð um eigin réttindi og annarra, auk þess eru þau betur undirbúin til að leita aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi, misnotkun af einhverju tagi eða ef brotið er á réttindum barna að öðru leyti. Það er hagur barna og samfélagsins að allir þekki og virði réttindi bara,“ segir Sigyn. Hún bætir við að fullorðna fólkið þurfi ekki síður að þekkja réttindi barna og virða þau. Vilja stofna Réttindaleikskóla Vonir standa til að fyrstu Réttindaleikskólaranir í heiminum verði stofnaðir hér á landi á næstu tveimur árum. „Þar erum við í miklu frumkvöðlastarfi því ekki hefur verið ráðist í þá vinnu annars staðar í heiminum. Réttindafræðsla á leikskólastigi hefur vissulega verið til staðar fyrir börn og kennara en við erum að tala um mælingar á árangri fyrir börnin sjálf. Við viljum sjá raunverulegar breytingar til hins betra fyrir börnin. Í samstarfi við leikskólakennara, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og nítján leikskóla í Reykjavík, Kópavogi, Borgarbyggð og Akureyri, erum við að þróa þetta mælitæki. Verkefnið er mjög spennandi og ef fram heldur sem horfir er líklegt að á næstu tveimur árum verði veittar viðurkenningar til fyrstu Réttindaleikskólana í heiminum,“ segir Sigyn í tilkynningu.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira