„Konur sem eiga ekki í nein hús að venda“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2021 10:30 Hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir segir að konur í fíknivanda þurfi mikla aðstoð og stuðning á meðgöngu, í fæðingu og eftir að barnið kemur í heiminn. Vísir/Vilhelm „Ég áttaði mig ekki á því að þetta vandamál væri yfir höfuð á Íslandi, að konur gætu verið í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu á meðgöngu,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir. Í dag er hún forstöðukona Urðarbrunns, sem er úrræði fyrir konur í þessari stöðu, ásamt því að vera í teyminu sem sinnir þessum hóp á Landspítalanum. „Við erum fjórar í þessu teymi inni á Landspítala í áhættumæðravernd,“ útskýrir Elísabet. „Við höfum séð að neyslan er orðin harðari. Við erum að díla við erfiðari félagslegri vanda og erfiðari neyslu.“ Elísabet ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. Hún vann fyrst með konum í fíknivanda þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og var hluti af teyminu sem var þeim innan handar á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu árin í lífi barnsins. Hún vonar að einn daginn verði boðið upp á slíka fjölskyldugöngudeild fyrir þennan hóp hér á landi. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Elísabet segir að þungaðar konur í fíknivanda séu týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess. „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda. Þær eru í þeirri stöðu að þær eru fara að eignast barn en þær búa á götunni. Þetta er ógeðslega sorglegt, því þarna eigum við að grípa þær,“ segir Elísabet. „Ég get fullyrt að ef þessar konur hafa athvarf þar sem er tekið á móti þeim, þær fá heimili og öruggt skjól, góðan mat, þjálfun, kennslu og stuðning í að halda sér edrú, þá eru miklu fleiri konur og miklu fleiri börn sem að koma miklu betur út sem manneskjur í framtíðinni.“ Elísabet Ósk Vigfúsdóttir stofnaði í frítíma sínum úrræði fyrir konur í barneignum sem eru í fíknivanda. Vísir/Vilhelm Hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að koma af stað þessu úrræði fyrir þennan hóp og líkir því við að vera í völundarhúsi. Húin hefur tekið íbúð á leigu og gert allt klárt og er komin með öll tilskilin leyfi en nú vantar fjármagn til þess að opna Urðarbrunn fyrir konur í fíknivanda sem eiga von á barni eða eru nýbúnar að eignast barn. „Svona úrræði kostar tíu milljónir á mánuði,“ segir Elísabet, sem gerir ráð fyrir því að geta haft þrjár konur í einu í úrræðinu til að byrja með. Hún telur að tíu til tuttugu konur á ári myndu nýta sér þessa sértæku þjónustu, með starfsfólk á vakt í húsinu allan sólarhringinn. „Þetta er ekki kostnaður, þetta er fjárfesting. Þetta er fjárfesting í einstaklingum. Ef við getum hjálpað og gert þessi litlu börn að einstaklingum framtíðarinnar þá erum við að ná langt.“ Elísabet segir að hún sé ákveðin að gefast ekki upp þó að hún komi að mörgum lokuðum dyrum varðandi fjármögnun. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get.“ Hægt er að kynna sér verkefnið á síðunni Urðarbrunnur. Kviknar Kvenheilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Í dag er hún forstöðukona Urðarbrunns, sem er úrræði fyrir konur í þessari stöðu, ásamt því að vera í teyminu sem sinnir þessum hóp á Landspítalanum. „Við erum fjórar í þessu teymi inni á Landspítala í áhættumæðravernd,“ útskýrir Elísabet. „Við höfum séð að neyslan er orðin harðari. Við erum að díla við erfiðari félagslegri vanda og erfiðari neyslu.“ Elísabet ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. Hún vann fyrst með konum í fíknivanda þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og var hluti af teyminu sem var þeim innan handar á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu árin í lífi barnsins. Hún vonar að einn daginn verði boðið upp á slíka fjölskyldugöngudeild fyrir þennan hóp hér á landi. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Elísabet segir að þungaðar konur í fíknivanda séu týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess. „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda. Þær eru í þeirri stöðu að þær eru fara að eignast barn en þær búa á götunni. Þetta er ógeðslega sorglegt, því þarna eigum við að grípa þær,“ segir Elísabet. „Ég get fullyrt að ef þessar konur hafa athvarf þar sem er tekið á móti þeim, þær fá heimili og öruggt skjól, góðan mat, þjálfun, kennslu og stuðning í að halda sér edrú, þá eru miklu fleiri konur og miklu fleiri börn sem að koma miklu betur út sem manneskjur í framtíðinni.“ Elísabet Ósk Vigfúsdóttir stofnaði í frítíma sínum úrræði fyrir konur í barneignum sem eru í fíknivanda. Vísir/Vilhelm Hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að koma af stað þessu úrræði fyrir þennan hóp og líkir því við að vera í völundarhúsi. Húin hefur tekið íbúð á leigu og gert allt klárt og er komin með öll tilskilin leyfi en nú vantar fjármagn til þess að opna Urðarbrunn fyrir konur í fíknivanda sem eiga von á barni eða eru nýbúnar að eignast barn. „Svona úrræði kostar tíu milljónir á mánuði,“ segir Elísabet, sem gerir ráð fyrir því að geta haft þrjár konur í einu í úrræðinu til að byrja með. Hún telur að tíu til tuttugu konur á ári myndu nýta sér þessa sértæku þjónustu, með starfsfólk á vakt í húsinu allan sólarhringinn. „Þetta er ekki kostnaður, þetta er fjárfesting. Þetta er fjárfesting í einstaklingum. Ef við getum hjálpað og gert þessi litlu börn að einstaklingum framtíðarinnar þá erum við að ná langt.“ Elísabet segir að hún sé ákveðin að gefast ekki upp þó að hún komi að mörgum lokuðum dyrum varðandi fjármögnun. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get.“ Hægt er að kynna sér verkefnið á síðunni Urðarbrunnur.
Kviknar Kvenheilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira