Kennarinn er sérfræðingur Magnús Þór Jónsson skrifar 7. október 2021 12:00 Framundan eru formannskosningar í Kennarasambandi Íslands en þar er undir svo sannarlega stórt og mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt samfélag! Kennarar er stétt sérfræðinga sem daglega vinna með tugþúsundum einstaklinga á skólastigunum þremur í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins og innan tónlistarskólanna. Kennarastarfið er sérfræðistarf á sviði uppeldis- og kennslufræða, starf þar sem viðkomandi einstaklingar hafa aflað sér þekkingar um það viðfangsefni og síðan öðlast reynslu til að koma þeirri þekkingu áfram til skjólstæðinga sinna sem munu jú stýra nútíð sem framtíð. Það að leiða hóp sérfræðinga krefst reynslu og það er afar mikilvægt að næsti formaður KÍ treysti sér í það verkefni að leiða á þann hátt að kennarar meti sig sem sérfræðingar í verkum sínum og mat samfélagsins alls spegli það. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingar sem er krafist á mismunandi aldursstigum og til ólíkra verkefna. Íslenskt samfélag hefur á liðnum árum tekið stór skref í átt til þess að meta kennarastarfið sem sérfræðistarf en viðfangsefni formanns til næstu ára verður að sjá til þess að sérfræðihugtakið verði samfélaginu enn sýnilegra. Það að vera sérfræðingur krefst metnaðar og hugsjónar í senn þar sem verkefnin eru mörg. Eitt af því sem mikilvægt er í því ferli er að við kennarar rýnum reglulega í okkar störf, sækjum okkur stöðugt meiri þekkingu og miðlum henni áfram okkar á milli. Þannig styrkjum við þá ímynd um leið og við eflumst sem framlínufólk íslensks samfélags. Þá vinnu á formaður KÍ að leiða áfram, mig langar það mjög og tel minn starfsferil, mína færni og mína reynslu til þess fallna að gera það næstu fjögur árin. Á undanförnum árum hafa náðst margir áfangar innan aðildarfélaga KÍ þegar kemur að launa- og starfskjaramálum og er það vel. Öflug samningateymi aðildarfélaganna leiða það starf áfram líkt og skipulag Kennarasamband Íslands segir til um en að sjálfsögðu er formaður sambandsins þeirra sterkasti stuðningsmaður ef til þarf að koma, þar geta félögin sótt í langa reynslu mína úr starfi í samningamálum. Starfsánægja ræðst þó ekki einungis af útborguðum launum um hver mánaðamót. Þar skiptir máli að búa kennurum starfsaðstæður sem þeim líður vel í. Það er staðreynd að líðan er stærsta breyta í námi nemenda okkar og til að sú líðan verði góð þarf kennaranum sem leiðir það verkefni að líða vel. Þar er einfalt að benda á ótal þætti sem horfa þarf til. Ég nefni sem dæmi hópastærðir undir stjórn kennarans, húsnæði og aðbúnað, námsefni og kennslutæki en ekki síður það andrúmsloft sem ríkir í samfélagi hvers skóla. Aðstæður íslenskra skóla eru ótrúlega ólíkar. Það er þekkt staðreynd að við heyrum undir tvo vinnuveitendur. Annars vegar íslenska ríkið sem alfarið sér um umgjörð náms á öllum skólastigum með lögum og reglugerðum og er rekstraraðili framhaldsskólans og svo hins vegar sveitarfélögin sem reka leik-, grunn- og tónlistarskólana. Við greinum líka ólíka umgjörð mismunandi sveitarfélaga eða nærsamfélaga hverrar stofnunar. Öllu máli skiptir að fyrsta spurning allra skóla landsins sé hvernig starfsmönnum þeirra líði í störfum sínum. Áður er sagt að það er sjálfgefið að okkur ber að horfa til þess hjá nemendum okkar en við verðum líka að spyrja þessarar spurningar reglulega þegar kemur að kennurunum okkar og vera fullviss um það að lærdómssamfélag þeirra sé sameign kennara, stjórnenda og nærsamfélagsins. Ég hef fengið að vera hluti af mörgum slíkum lærdómssamfélögum á mínum starfsferli og mun beita mér fyrir því sem næsti formaður KÍ að líðan verði lykilhugtak í allri umræðu um íslensk skólamál. Líðan er lykill að ánægjuríku starfi skólakerfisins. Ég hlakka til næstu vikna og el þá von í brjósti að í kjölfar uppbyggilegrar baráttu um þann heiður sem fylgir embætti formanns KÍ hafi ég fengið það verkefni að leiða kennarastéttina á Íslandi til næstu áfanga á öflugri leið! Höfundur er skólastjóri Seljaskóla og býður sig fram til formannsembættis Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagasamtök Magnús Þór Jónsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Framundan eru formannskosningar í Kennarasambandi Íslands en þar er undir svo sannarlega stórt og mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt samfélag! Kennarar er stétt sérfræðinga sem daglega vinna með tugþúsundum einstaklinga á skólastigunum þremur í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins og innan tónlistarskólanna. Kennarastarfið er sérfræðistarf á sviði uppeldis- og kennslufræða, starf þar sem viðkomandi einstaklingar hafa aflað sér þekkingar um það viðfangsefni og síðan öðlast reynslu til að koma þeirri þekkingu áfram til skjólstæðinga sinna sem munu jú stýra nútíð sem framtíð. Það að leiða hóp sérfræðinga krefst reynslu og það er afar mikilvægt að næsti formaður KÍ treysti sér í það verkefni að leiða á þann hátt að kennarar meti sig sem sérfræðingar í verkum sínum og mat samfélagsins alls spegli það. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingar sem er krafist á mismunandi aldursstigum og til ólíkra verkefna. Íslenskt samfélag hefur á liðnum árum tekið stór skref í átt til þess að meta kennarastarfið sem sérfræðistarf en viðfangsefni formanns til næstu ára verður að sjá til þess að sérfræðihugtakið verði samfélaginu enn sýnilegra. Það að vera sérfræðingur krefst metnaðar og hugsjónar í senn þar sem verkefnin eru mörg. Eitt af því sem mikilvægt er í því ferli er að við kennarar rýnum reglulega í okkar störf, sækjum okkur stöðugt meiri þekkingu og miðlum henni áfram okkar á milli. Þannig styrkjum við þá ímynd um leið og við eflumst sem framlínufólk íslensks samfélags. Þá vinnu á formaður KÍ að leiða áfram, mig langar það mjög og tel minn starfsferil, mína færni og mína reynslu til þess fallna að gera það næstu fjögur árin. Á undanförnum árum hafa náðst margir áfangar innan aðildarfélaga KÍ þegar kemur að launa- og starfskjaramálum og er það vel. Öflug samningateymi aðildarfélaganna leiða það starf áfram líkt og skipulag Kennarasamband Íslands segir til um en að sjálfsögðu er formaður sambandsins þeirra sterkasti stuðningsmaður ef til þarf að koma, þar geta félögin sótt í langa reynslu mína úr starfi í samningamálum. Starfsánægja ræðst þó ekki einungis af útborguðum launum um hver mánaðamót. Þar skiptir máli að búa kennurum starfsaðstæður sem þeim líður vel í. Það er staðreynd að líðan er stærsta breyta í námi nemenda okkar og til að sú líðan verði góð þarf kennaranum sem leiðir það verkefni að líða vel. Þar er einfalt að benda á ótal þætti sem horfa þarf til. Ég nefni sem dæmi hópastærðir undir stjórn kennarans, húsnæði og aðbúnað, námsefni og kennslutæki en ekki síður það andrúmsloft sem ríkir í samfélagi hvers skóla. Aðstæður íslenskra skóla eru ótrúlega ólíkar. Það er þekkt staðreynd að við heyrum undir tvo vinnuveitendur. Annars vegar íslenska ríkið sem alfarið sér um umgjörð náms á öllum skólastigum með lögum og reglugerðum og er rekstraraðili framhaldsskólans og svo hins vegar sveitarfélögin sem reka leik-, grunn- og tónlistarskólana. Við greinum líka ólíka umgjörð mismunandi sveitarfélaga eða nærsamfélaga hverrar stofnunar. Öllu máli skiptir að fyrsta spurning allra skóla landsins sé hvernig starfsmönnum þeirra líði í störfum sínum. Áður er sagt að það er sjálfgefið að okkur ber að horfa til þess hjá nemendum okkar en við verðum líka að spyrja þessarar spurningar reglulega þegar kemur að kennurunum okkar og vera fullviss um það að lærdómssamfélag þeirra sé sameign kennara, stjórnenda og nærsamfélagsins. Ég hef fengið að vera hluti af mörgum slíkum lærdómssamfélögum á mínum starfsferli og mun beita mér fyrir því sem næsti formaður KÍ að líðan verði lykilhugtak í allri umræðu um íslensk skólamál. Líðan er lykill að ánægjuríku starfi skólakerfisins. Ég hlakka til næstu vikna og el þá von í brjósti að í kjölfar uppbyggilegrar baráttu um þann heiður sem fylgir embætti formanns KÍ hafi ég fengið það verkefni að leiða kennarastéttina á Íslandi til næstu áfanga á öflugri leið! Höfundur er skólastjóri Seljaskóla og býður sig fram til formannsembættis Kennarasambands Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar