Fjögur íslensk sprotafyrirtæki fengið innspýtingu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2021 12:24 Kjartan Örn Ólafsson, Árni Blöndal, Sigurður Arnljótsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir eru fjárfestingastjórar Brunns Ventures. Brunnur Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum. Brunnur Ventures og Landsbréf luku í mars síðastliðnum fjármögnun á 8,3 milljarða vísisjóðnum – Brunni vaxtarsjóði II – sem fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum og Landsbankanum. Í tilkynningu frá Brunni segir að frá í mars hafi Brunnur II fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum, tveimur á hugmyndastigi og tveimur á klakstigi: Overtune Í sumar fjárfesti Brunnur Ventures í Overtune sem er nýstárlegt tónlistarforrit hannað fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að skapa tónlist án þess að hafa tónlistarlegan bakgrunn og einfaldar ferlið við að dreifa tónlistinni á öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og Instagram Reels. Einn af stofnendum félagsins og framkvæmdastjóri þess er Sigurður Ásgeir Árnason. Fjármögnun kom meðal annars frá Brunni og nokkrum þekktum fjárfestum úr afþreyingariðnaðinum, þar á meðal stofnanda Guitar Hero. Nú þróar félagið svokallaða fyrstu útgáfu eða (e. minimum viable product) sem er væntanleg á íslenskan markað bráðlega. Kosmi Brunnur hefur fjárfest í Kosmi en það er vettvangur á netinu þar sem vinir geta hist og upplifað ýmiss konar afþreyingu sameiginlega á einfaldan hátt. Haukur Rosinkranz, ungur frumkvöðull og áður forritari hjá Takumi, hannaði sýndarfélagsmiðstöð (e. Virtual hang-out platform) og setti lausnina í loftið í upphafi árs 2020. Skyndilega bættist við mikill fjöldi notenda og í kjölfarið fer Haukur í gegnum sprotahraðal hjá Mozilla og fær síðan reyndan kanadískan frumkvöðul með sér í lið. The One Company The One Company þróar og rekur stefnumótasmáforritið Smitten Dating. Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson eru stofnendur og hafa þeir margra ára reynslu af þróun samfélagsmiðla. Flest stefnumótaforrit snúast einfaldlega um að koma á stefnumóti en Smitten Dating leggur auk þess áherslu á fjölbreytt og skemmtileg samskipti. Brunnur tók þátt í fjármögnuninni ásamt nokkrum erlendum sjóðum, svo sem byFounders. Smitten hefur slegið í gegn á Íslandi undanfarið árið og fyrir nokkru hóf Smitten markaðssókn á sinn fyrsta erlenda markað, í Danmörku. Standby Deposits Brunnur fjárfesti nýverið í Standby Deposits, stofnað af Agli Almari Ágústssyni sem hefur búið og starfað í Bandaríkjunum. Hann kom auga á tækifæri á húsnæðismarkaði þar. Fyrirtækið þróar nú fjártækniafurð fyrir Bandaríkjamarkað sem nýtir bankaábyrgðir til að koma í staðinn fyrir öryggistryggingar (e. Security deposit) við leigu á húsnæði. Lausnin er þróuð í samstarfi við fasteignafélag á Miami, Flórída. Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Brunnur Ventures og Landsbréf luku í mars síðastliðnum fjármögnun á 8,3 milljarða vísisjóðnum – Brunni vaxtarsjóði II – sem fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum og Landsbankanum. Í tilkynningu frá Brunni segir að frá í mars hafi Brunnur II fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum, tveimur á hugmyndastigi og tveimur á klakstigi: Overtune Í sumar fjárfesti Brunnur Ventures í Overtune sem er nýstárlegt tónlistarforrit hannað fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að skapa tónlist án þess að hafa tónlistarlegan bakgrunn og einfaldar ferlið við að dreifa tónlistinni á öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og Instagram Reels. Einn af stofnendum félagsins og framkvæmdastjóri þess er Sigurður Ásgeir Árnason. Fjármögnun kom meðal annars frá Brunni og nokkrum þekktum fjárfestum úr afþreyingariðnaðinum, þar á meðal stofnanda Guitar Hero. Nú þróar félagið svokallaða fyrstu útgáfu eða (e. minimum viable product) sem er væntanleg á íslenskan markað bráðlega. Kosmi Brunnur hefur fjárfest í Kosmi en það er vettvangur á netinu þar sem vinir geta hist og upplifað ýmiss konar afþreyingu sameiginlega á einfaldan hátt. Haukur Rosinkranz, ungur frumkvöðull og áður forritari hjá Takumi, hannaði sýndarfélagsmiðstöð (e. Virtual hang-out platform) og setti lausnina í loftið í upphafi árs 2020. Skyndilega bættist við mikill fjöldi notenda og í kjölfarið fer Haukur í gegnum sprotahraðal hjá Mozilla og fær síðan reyndan kanadískan frumkvöðul með sér í lið. The One Company The One Company þróar og rekur stefnumótasmáforritið Smitten Dating. Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson eru stofnendur og hafa þeir margra ára reynslu af þróun samfélagsmiðla. Flest stefnumótaforrit snúast einfaldlega um að koma á stefnumóti en Smitten Dating leggur auk þess áherslu á fjölbreytt og skemmtileg samskipti. Brunnur tók þátt í fjármögnuninni ásamt nokkrum erlendum sjóðum, svo sem byFounders. Smitten hefur slegið í gegn á Íslandi undanfarið árið og fyrir nokkru hóf Smitten markaðssókn á sinn fyrsta erlenda markað, í Danmörku. Standby Deposits Brunnur fjárfesti nýverið í Standby Deposits, stofnað af Agli Almari Ágústssyni sem hefur búið og starfað í Bandaríkjunum. Hann kom auga á tækifæri á húsnæðismarkaði þar. Fyrirtækið þróar nú fjártækniafurð fyrir Bandaríkjamarkað sem nýtir bankaábyrgðir til að koma í staðinn fyrir öryggistryggingar (e. Security deposit) við leigu á húsnæði. Lausnin er þróuð í samstarfi við fasteignafélag á Miami, Flórída.
Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira