Frá þessu er greint á vef MAST.
Um er að ræða heilan kjúkling, bringur, lundir, bita og marineraðar kjúklingabringur sem ýmist eru merktar Ali, Bónus eða FK en lotunúmerið er 011-21-34-5-29.
Vörunum var pakkað dagana 29.09.2021 til 01.10.2021.
Þær voru til sölu í verslunum Bónus og Krónunnar, í Fjarðarkaupum og í Kassanum.
„Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ,“ segir á vef MAST.
Í tilkynningu frá Matfugli segir: „Til að varast óróleika hjá neytendum skal það tekið fram að þessi kjúklingur er hættulaus fari neytendur eftir áprentuðum leiðbeiningum um eldun kjúklinga, sem finna má á umbúðum. Steiki kjúklinginn í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra matvöru.“