Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Eiður Þór Árnason skrifar 5. október 2021 16:07 Loðna dælist í lestina um borð í Beiti NK með Snæfellsjökul í baksýn. KMU Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. Hafrannsóknarstofnun ráðlagði nýverið veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Reiknast bankanum til að hagvöxturinn gæti reynst í kringum 4,4% á næsta ári í stað 3,6% líkt og hann spáði í september. Þó er sá fyrirvari settur við nýju spánna að ýmsir þættir eru enn óljósir á borð við aflabrögð, verðþróun á mörkuðum og samsetning afurða. Reikna nú með 6 til 8% aukningu í stað samdráttar „Í nýútkominni þjóðhagsspá okkar var gert ráð fyrir þokkalegri loðnuvertíð á komandi vetri enda höfðu þá þegar komið fram vísbendingar um aukningu milli ára. Ráðgjöfin nú er hins vegar umtalsvert myndarlegri en okkur hafði órað fyrir og eru því horfur á að útflutningur sjávarafurða vaxi talsvert á komandi ári, líklega á bilinu 6-8%, í stað þess tæplega 2% samdráttar sem við höfðum áætlað,“ segir í samantekt Jón Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Á móti er gert ráð fyrir einhverri aukningu í innflutningi á aðföngum fyrir sjávarútveginn en talið að þau áhrif verði hófleg. Auknar líkur á þróttmiklum vexti Telur Greining Íslandsbanka að viðskiptajöfnuður geti batnað nokkuð hraðar þegar kemur fram á næsta ár en áður var gert ráð fyrir vegna þessa. „Þeirri þróun mun að óbreyttu fylgja heldur hraðari styrking krónu en við spáðum í september, sem svo aftur leiðir til þess að verðbólga hjaðnar öllu hraðar á komandi ári en við væntum.“ Myndarlegri loðnuvertíð fylgi einnig fjölgun starfa og aukin umsvif í hagkerfinu, sér í lagi á svæðum á borð við Austfirði og Vestmannaeyjar þar sem aflanum verður landað og hann unninn. Að sögn Jón Bjarka er óhætt að fullyrða að líkurnar á þróttmiklum vexti á komandi ári hafi aukist við þessi tíðindi. Samanburður á spám Íslandsbanka Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Loðnuveiðar Tengdar fréttir Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01 Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun ráðlagði nýverið veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Reiknast bankanum til að hagvöxturinn gæti reynst í kringum 4,4% á næsta ári í stað 3,6% líkt og hann spáði í september. Þó er sá fyrirvari settur við nýju spánna að ýmsir þættir eru enn óljósir á borð við aflabrögð, verðþróun á mörkuðum og samsetning afurða. Reikna nú með 6 til 8% aukningu í stað samdráttar „Í nýútkominni þjóðhagsspá okkar var gert ráð fyrir þokkalegri loðnuvertíð á komandi vetri enda höfðu þá þegar komið fram vísbendingar um aukningu milli ára. Ráðgjöfin nú er hins vegar umtalsvert myndarlegri en okkur hafði órað fyrir og eru því horfur á að útflutningur sjávarafurða vaxi talsvert á komandi ári, líklega á bilinu 6-8%, í stað þess tæplega 2% samdráttar sem við höfðum áætlað,“ segir í samantekt Jón Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Á móti er gert ráð fyrir einhverri aukningu í innflutningi á aðföngum fyrir sjávarútveginn en talið að þau áhrif verði hófleg. Auknar líkur á þróttmiklum vexti Telur Greining Íslandsbanka að viðskiptajöfnuður geti batnað nokkuð hraðar þegar kemur fram á næsta ár en áður var gert ráð fyrir vegna þessa. „Þeirri þróun mun að óbreyttu fylgja heldur hraðari styrking krónu en við spáðum í september, sem svo aftur leiðir til þess að verðbólga hjaðnar öllu hraðar á komandi ári en við væntum.“ Myndarlegri loðnuvertíð fylgi einnig fjölgun starfa og aukin umsvif í hagkerfinu, sér í lagi á svæðum á borð við Austfirði og Vestmannaeyjar þar sem aflanum verður landað og hann unninn. Að sögn Jón Bjarka er óhætt að fullyrða að líkurnar á þróttmiklum vexti á komandi ári hafi aukist við þessi tíðindi. Samanburður á spám Íslandsbanka
Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Loðnuveiðar Tengdar fréttir Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01 Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. 1. október 2021 19:01
Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10