Sértrúarsöfnuður og skuggalegt mótorhjólagengi í nýrri stiklu fyrir Ófærð 3 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. október 2021 16:46 Í sýnishorni úr Ófærð 3 má sjá stórskotalið úr íslensku leikarastéttinni. RVK Studios Í stiklu fyrir þriðju þáttaröðina af Ófærð má sjá lögregluteymið Andra og Hinriku taka höndum saman að nýju við rannsókn á flóknu morðmáli í samstarfi við Trausta, yfirmann Andra. „Eftir átakamikla atburði, sem gengið hafa nærri honum, hefur Andri nú fært sig um set innan lögreglunnar og farinn að sinna rannsókn efnahagsbrota. Sestur við skrifborð og telur sig kominn í þægilega innivinnu. En þegar ungur maður finnst myrtur í hópi sértrúarsafnaðar norður í landi, finnur Andri sig knúinn til að leggja rannsókninni lið,“ segir um nýju þáttaröðina. Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir fara sem fyrr með hlutverk Andra og Hinriku. Björn Hlynur Haraldsson leikur Trausta en einnig koma fram leikarar eins og Egill Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Íris Tanja Flygenring, Guðjón Pedersen og Þorsteinn Gunnarsson, sem á nú endurkomu, en Þorsteinn fór á kostum sem tengdafaðir Andra í fyrstu þáttaröðinni. Danski stórleikarinn Thomas Bo Larsen, leikur einnig stórt hlutverk í þáttunum, sem forsprakki dansks mótorhjólagengis, sem kemur til landsins með Norrænu og skapar ótta meðal bæjarbúa. Ófærð er sem fyrr framleidd af RVK Studios. Baltasar Kormákur er aðalframleiðandi þáttanna. Leikstjórar ásamt honum eru þau Börkur Sigþórsson og Katrín Björgvinsdóttir. Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við RÚV, ZDF Entertainment og Netflix með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Eftir átakamikla atburði, sem gengið hafa nærri honum, hefur Andri nú fært sig um set innan lögreglunnar og farinn að sinna rannsókn efnahagsbrota. Sestur við skrifborð og telur sig kominn í þægilega innivinnu. En þegar ungur maður finnst myrtur í hópi sértrúarsafnaðar norður í landi, finnur Andri sig knúinn til að leggja rannsókninni lið,“ segir um nýju þáttaröðina. Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir fara sem fyrr með hlutverk Andra og Hinriku. Björn Hlynur Haraldsson leikur Trausta en einnig koma fram leikarar eins og Egill Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Íris Tanja Flygenring, Guðjón Pedersen og Þorsteinn Gunnarsson, sem á nú endurkomu, en Þorsteinn fór á kostum sem tengdafaðir Andra í fyrstu þáttaröðinni. Danski stórleikarinn Thomas Bo Larsen, leikur einnig stórt hlutverk í þáttunum, sem forsprakki dansks mótorhjólagengis, sem kemur til landsins með Norrænu og skapar ótta meðal bæjarbúa. Ófærð er sem fyrr framleidd af RVK Studios. Baltasar Kormákur er aðalframleiðandi þáttanna. Leikstjórar ásamt honum eru þau Börkur Sigþórsson og Katrín Björgvinsdóttir. Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við RÚV, ZDF Entertainment og Netflix með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira