Svandís fílar sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 24. september 2021 18:16 Á mínum fyrsta starfsdegi, þann 16. maí 2018, sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands átti ég fund með Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umræðuefnið var mönnun í heilbrigðiskerfinu og áherslur stéttarinnar um að fjölga sjúkraliðum. Ég sá það strax að Svandís fílar sjúkraliða. Með athygli hlustaði hún á áherslur forystu félagsins þegar bent var um mögulegar leiðir til að fjölga sjúkraliðum. Mönnunavandinn hefur lengi verið eitt af vandamálum heilbrigðiskerfisins. Í dag skortir sjúkraliða, og sá skortur mun verða enn átakanlegri á næstu árum, þegar verkefni stéttarinnar við hjúkrun og umönnun aldraðra munu halda áfram að vaxa. Þjóðin er að eldast, og allir gera sér ljóst, að það verður sjúkraliðastéttin sem fyrst og fremst mun sjá um hjúkrun aldraðra í framtíðinni. Við erum hin vaxandi hjúkrunarstétt, sem munum bera uppi heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og sjá um nærhjúkrun á sjúkrahúsum landsins. Sjúkraliðar í fagráðin Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sjúkraliðar eigi að fá tækifæri til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Forysta félagsins ræddi við heilbrigðisráðherra og beitti sér fyrir því að tekin yrði upp fagráð heilbrigðisstofnana með aðild allra fagstétta. Það var því mikið fagnaðarefni fyrir sjúkraliða þegar Alþingi samþykkti að ný fagráð yrðu tekin upp. Með þessu breytta skipulagi geta sjúkraliðar loksins átt aðkomu að samtali og samráði við stjórnendur stofnana, og þar með haft áhrif á stefnumótandi ákvarðanir um heilbrigðisþjónustuna. Tilfærsla starfa Eitt af mínum fyrstu verkum sem formaður var að leggja til við heilbrigðisráðherra að stofnaður yrðir samráðsvettvangur hjúkrunarstétta til að ræða sérstaklega mönnun í heilbrigðiskerfinu. Á heilbrigðisþingi 2020 var ákveðið að stofna sérstakt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Það var sjúkraliðum mikið fagnaðarefni þegar landsráð var svo skipað, og falið það hlutverk að fjalla um verkaskiptingu heilbrigðisstétta, með áherslu á fela sjúkraliðum aukin verkefni og nýta þannig betur færni þeirra í verkefnum heilbrigðisþjónustunnar. Með þessum áherslum ráðherra leikur engin vafi á að með tilfærslu starfa munu sjúkraliðar finna betur til sín, og sömuleiðis mun um leið losna um verkefni annarra heilbrigðisstarfsmanna sem geta tekið að sér enn sérhæfðari störf sem líka þarf að manna. Fagnám til diplómaprófs Sjúkraliðar nutu jafnframt mikils skilnings og stuðnings heilbrigðisráðherra sem og menntamálaráðherra þegar forysta félagsins beitti sér fyrir nýrri námsleið á fagháskólastigi fyrir sjúkraliða. Á endanum samþykkti ríkisstjórnin að fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða yrði við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Sjúkraliðar glöddust því þegar ný námsleið, fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða, fór af stað núna á þessu haustmisseri. Mikil ásókn var í námið en 86 umsóknir bárust um 20 námspláss. Næsta haust, og svo á ári hverju, munu fleiri nemendur bætast í hópinn. Með þessari nýju námsleið mun færni sjúkraliða styrkjast enn frekar til að takast á við viðameiri viðfangsefni og ábyrgð í störfum sínum. Alvöru verkefni í höfn Forysta Sjúkraliðafélagsins hefur átt einstaklega gott og farsælt samstarf við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem sömuleiðis hefur verið árangursríkt. Samvinnan hefur skilað alvöru verkefnum í höfn og fyrir það á heilbrigðisráðherra á þakkir skildar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á mínum fyrsta starfsdegi, þann 16. maí 2018, sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands átti ég fund með Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umræðuefnið var mönnun í heilbrigðiskerfinu og áherslur stéttarinnar um að fjölga sjúkraliðum. Ég sá það strax að Svandís fílar sjúkraliða. Með athygli hlustaði hún á áherslur forystu félagsins þegar bent var um mögulegar leiðir til að fjölga sjúkraliðum. Mönnunavandinn hefur lengi verið eitt af vandamálum heilbrigðiskerfisins. Í dag skortir sjúkraliða, og sá skortur mun verða enn átakanlegri á næstu árum, þegar verkefni stéttarinnar við hjúkrun og umönnun aldraðra munu halda áfram að vaxa. Þjóðin er að eldast, og allir gera sér ljóst, að það verður sjúkraliðastéttin sem fyrst og fremst mun sjá um hjúkrun aldraðra í framtíðinni. Við erum hin vaxandi hjúkrunarstétt, sem munum bera uppi heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og sjá um nærhjúkrun á sjúkrahúsum landsins. Sjúkraliðar í fagráðin Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sjúkraliðar eigi að fá tækifæri til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Forysta félagsins ræddi við heilbrigðisráðherra og beitti sér fyrir því að tekin yrði upp fagráð heilbrigðisstofnana með aðild allra fagstétta. Það var því mikið fagnaðarefni fyrir sjúkraliða þegar Alþingi samþykkti að ný fagráð yrðu tekin upp. Með þessu breytta skipulagi geta sjúkraliðar loksins átt aðkomu að samtali og samráði við stjórnendur stofnana, og þar með haft áhrif á stefnumótandi ákvarðanir um heilbrigðisþjónustuna. Tilfærsla starfa Eitt af mínum fyrstu verkum sem formaður var að leggja til við heilbrigðisráðherra að stofnaður yrðir samráðsvettvangur hjúkrunarstétta til að ræða sérstaklega mönnun í heilbrigðiskerfinu. Á heilbrigðisþingi 2020 var ákveðið að stofna sérstakt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Það var sjúkraliðum mikið fagnaðarefni þegar landsráð var svo skipað, og falið það hlutverk að fjalla um verkaskiptingu heilbrigðisstétta, með áherslu á fela sjúkraliðum aukin verkefni og nýta þannig betur færni þeirra í verkefnum heilbrigðisþjónustunnar. Með þessum áherslum ráðherra leikur engin vafi á að með tilfærslu starfa munu sjúkraliðar finna betur til sín, og sömuleiðis mun um leið losna um verkefni annarra heilbrigðisstarfsmanna sem geta tekið að sér enn sérhæfðari störf sem líka þarf að manna. Fagnám til diplómaprófs Sjúkraliðar nutu jafnframt mikils skilnings og stuðnings heilbrigðisráðherra sem og menntamálaráðherra þegar forysta félagsins beitti sér fyrir nýrri námsleið á fagháskólastigi fyrir sjúkraliða. Á endanum samþykkti ríkisstjórnin að fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða yrði við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Sjúkraliðar glöddust því þegar ný námsleið, fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða, fór af stað núna á þessu haustmisseri. Mikil ásókn var í námið en 86 umsóknir bárust um 20 námspláss. Næsta haust, og svo á ári hverju, munu fleiri nemendur bætast í hópinn. Með þessari nýju námsleið mun færni sjúkraliða styrkjast enn frekar til að takast á við viðameiri viðfangsefni og ábyrgð í störfum sínum. Alvöru verkefni í höfn Forysta Sjúkraliðafélagsins hefur átt einstaklega gott og farsælt samstarf við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem sömuleiðis hefur verið árangursríkt. Samvinnan hefur skilað alvöru verkefnum í höfn og fyrir það á heilbrigðisráðherra á þakkir skildar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun