Blekkingarleikur Viðreisnar í gjaldmiðlamálum Birgir Ármannsson skrifar 23. september 2021 21:31 Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB. Margir hafa gagnrýnt þessar hugmyndir og talið þær óskynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og má síðast vitna til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá því í síðustu viku, sem Viðskiptablaðið hefur greint frá. Ísland gæti vissulega tekið upp evru einhliða, á grundvelli einhvers konar fastgengisstefnu. Það kynni að hafa einhverja kosti í för með sér en ókostirnir og áhættuþættirnir blasa líka við. Ef fastgengisstefna á okkar eigin forsendum væri valin, þá væri að auki óskynsamlegt að mínu mati að miða bara við evruna, enda eru aðrir gjaldmiðlar eins Bandaríkjadalur og sterlingspund líka afar mikilvægir viðskiptagjaldmiðlar okkar. Ekki síst dalurinn. En hvað um það. Viðreisnarfólk gerir sér sennilega grein fyrir því að fastgengisstefna og einhliða tenging við evru er ekki raunhæfur kostur vegna áhættunnar og hefur því teflt fram hugmynd um að semja eigi við Evrópusambandið um gagnkvæmt samstarf og varnir að þessu leyti. En er gagnkvæmt samstarf um tengingu krónu við evru yfirhöfuð mögulegt? Reglur Evrópusambandsins eru tiltölulega skýrar í þessum efnum. Og eiga að vera öllum ljósar eftir allt hið mislukkaða samningaferli áranna 2009 til 2013. Tenging við evru, varin af samningi við Seðlabanka Evrópu (ECB), kemur til eftir að ríki hefur fengið aðild að ESB, ekki fyrr. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur nýtt aðildarríki fengið aðild að svokölluðu ERM II samstarfi, sem felur í sér tengingu landsgjaldmiðils við evruna með vikmörkum og samstarf seðlabankanna. Ekkert í reglum ESB kveður á um að ríki utan sambandsins geti gengið inn í samstarf af þessu tagi. Það þarf með öðrum fyrst að sækja um aðild, ljúka aðildarviðræðum og uppfylla frekari efnahagsleg skilyrði áður en þessi leið getur komið til. Um þetta er nokkuð fjallað í Kjarnanum, en staðreyndavakt þess fjölmiðils sýnir fram á hversu langsótt hugmynd Viðreisnar er. Viðreisn hefur vísað til samkomulags Dana við ESB að þessu leyti og sagt að þar væri fyrirmyndin sem við ættum að líta til. Þetta byggir á afar veikum grunni. Danir, sem þegar voru aðilar að ESB, fengu sérstaka undanþágu frá því að taka upp evruna á tíunda áratug síðustu aldar. Í staðinn var samið um núverandi fyrirkomulag tengingar dönsku krónunnar við evru. Sú staða er gerólík stöðu okkar í dag. Ekkert bendir til að ríki utan sambandsins eigi kost á að gera slíka samninga. Þau þrjú ríki sem nú eiga aðild að ERM II samstarfinu eru löngu orðin aðildarríki ESB. Ekki hefur einu sinni neitt komið fram, sem bendir til þess að umsóknarríki eigi þá möguleika. Hafi Viðreisn einhverjar upplýsingar um að slíkir möguleikar séu fyrir hendi þá væri eðlilegt að það kæmi fram. Það væri óskiljanlegt og fullkomlega óforsvaranlegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Mér virðist þess vegna að þetta helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum sé byggt á draumum og vonum en ekki staðreyndum. Að minnsta kosti byggir þetta útspil ekki á neinu sem hönd á festir. Öll loforð til almennings um stöðugleika, lægri vexti og betri lífskjör, sem byggja alfarið á þessari forsendu, eru þannig innantóm. Í besta falli óskhyggja. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Birgir Ármannsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB. Margir hafa gagnrýnt þessar hugmyndir og talið þær óskynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og má síðast vitna til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá því í síðustu viku, sem Viðskiptablaðið hefur greint frá. Ísland gæti vissulega tekið upp evru einhliða, á grundvelli einhvers konar fastgengisstefnu. Það kynni að hafa einhverja kosti í för með sér en ókostirnir og áhættuþættirnir blasa líka við. Ef fastgengisstefna á okkar eigin forsendum væri valin, þá væri að auki óskynsamlegt að mínu mati að miða bara við evruna, enda eru aðrir gjaldmiðlar eins Bandaríkjadalur og sterlingspund líka afar mikilvægir viðskiptagjaldmiðlar okkar. Ekki síst dalurinn. En hvað um það. Viðreisnarfólk gerir sér sennilega grein fyrir því að fastgengisstefna og einhliða tenging við evru er ekki raunhæfur kostur vegna áhættunnar og hefur því teflt fram hugmynd um að semja eigi við Evrópusambandið um gagnkvæmt samstarf og varnir að þessu leyti. En er gagnkvæmt samstarf um tengingu krónu við evru yfirhöfuð mögulegt? Reglur Evrópusambandsins eru tiltölulega skýrar í þessum efnum. Og eiga að vera öllum ljósar eftir allt hið mislukkaða samningaferli áranna 2009 til 2013. Tenging við evru, varin af samningi við Seðlabanka Evrópu (ECB), kemur til eftir að ríki hefur fengið aðild að ESB, ekki fyrr. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur nýtt aðildarríki fengið aðild að svokölluðu ERM II samstarfi, sem felur í sér tengingu landsgjaldmiðils við evruna með vikmörkum og samstarf seðlabankanna. Ekkert í reglum ESB kveður á um að ríki utan sambandsins geti gengið inn í samstarf af þessu tagi. Það þarf með öðrum fyrst að sækja um aðild, ljúka aðildarviðræðum og uppfylla frekari efnahagsleg skilyrði áður en þessi leið getur komið til. Um þetta er nokkuð fjallað í Kjarnanum, en staðreyndavakt þess fjölmiðils sýnir fram á hversu langsótt hugmynd Viðreisnar er. Viðreisn hefur vísað til samkomulags Dana við ESB að þessu leyti og sagt að þar væri fyrirmyndin sem við ættum að líta til. Þetta byggir á afar veikum grunni. Danir, sem þegar voru aðilar að ESB, fengu sérstaka undanþágu frá því að taka upp evruna á tíunda áratug síðustu aldar. Í staðinn var samið um núverandi fyrirkomulag tengingar dönsku krónunnar við evru. Sú staða er gerólík stöðu okkar í dag. Ekkert bendir til að ríki utan sambandsins eigi kost á að gera slíka samninga. Þau þrjú ríki sem nú eiga aðild að ERM II samstarfinu eru löngu orðin aðildarríki ESB. Ekki hefur einu sinni neitt komið fram, sem bendir til þess að umsóknarríki eigi þá möguleika. Hafi Viðreisn einhverjar upplýsingar um að slíkir möguleikar séu fyrir hendi þá væri eðlilegt að það kæmi fram. Það væri óskiljanlegt og fullkomlega óforsvaranlegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Mér virðist þess vegna að þetta helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum sé byggt á draumum og vonum en ekki staðreyndum. Að minnsta kosti byggir þetta útspil ekki á neinu sem hönd á festir. Öll loforð til almennings um stöðugleika, lægri vexti og betri lífskjör, sem byggja alfarið á þessari forsendu, eru þannig innantóm. Í besta falli óskhyggja. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun