Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson skrifar 23. september 2021 07:15 Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum. Aðrir flokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Vinstri grænir og Miðflokkurinn veita hins vegar á borði (þó ekki endilega í orði) vaska viðspyrnu, í þágu núverandi handhafa kvótans. Nú kann sú spurning að leita á ýmsa, hvað með þá sem hafa á undanförnum þremur áratugum keypt kvóta sérstaklega, en hvorki fengið honum úthlutað í upphafi kvótasetningar, né hafi hann fylgt skipum sem viðkomandi útgerðir kunna að hafa komist yfir. Þeir hafi jú, greitt háar upphæðir fyrir það sem til standi að gera verðlaust yfir ákveðið tímabil. Þeirri spurningu er reyndar auðsvarað. Þeim, sem keypt hafa kvóta, var í fyrsta lagi fullljóst um að fiskistofnanir væru eign þjóðarinnar og þar með talið ráðstöfunarréttur og auðlindarenta af téðri eign hennar skv. landslögum. Í öðru lagi vissu þeir að a.m.k. helmingur allra flokka, sem hverju sinni hafa haft setu á Alþingi, frá gildistöku kvótakerfisins snemma á 9. áratug síðustu aldar, hafa a.m.k. í orði talið að um raunverulegt eignarhald þjóðarinnar sé á þessari eign sinni. Í þriðja lagi hafa ALLAR skoðanakannanir, sem um málið hafa fjallað, sýnt hug þjóðarinnar í þá sömu átt. Í fjórða lagi má nefna auðlindaákvæði „nýju stjórnarskrárinnar“ sem og afgerandi stuðning við það í kosningum tengdri sömu stjórnarskrárdrögum. Með öðrum orðum mátti þeim vera ljóst, að talsverð hætta væri á að hér væri ekki um varanlega aflahlutdeild í auðlind annarra, til allrar framtíðar að ræða. Nú skulum við ekki ganga útfrá því að útgerðarmenn séu almennt kjánar, og því hlýtur öll slík óvissa, eins og þeir mátu hana á hverjum tímapunkti, að hafa endurspeglast í kvótverðinu til lækkunar. Þ.e. kvótinn hafi verið verðlagður einmitt með þetta fyrir augum. Í raun má segja að með myndarlegum styrkjum kvótahafa við valin stjórnmálaöfl og einstaklinga innan þeirra, sem og kaup og allnokkur hallarekstur á einu útbreiddasta dagblaði landsins, hafi kvótahöfum tekist að viðhalda auðlindarentunni í eigin fórum, mun lengur en bjartsýnustu útgerðarmenn gerðu ráð fyrir. Því er ljóst að umræddur herkostnaður, þó umtalsverður sé, er eingöngu brot af þeim mikla ávinningi sem kvótahafar hafa haft af þessari eign þjóðarinnar. Og að lokum má benda á að eign sem fyrnist um 5% á ári m.v. 7,75% ávöxtunarkröfu er þó aldrei minna virði en helmingur virðis eignar sem fyrnist ekki, og því „eignarupptakan“ aldrei nema helmingur. Það er því takmörkuð ástæða til að gráta hlut þeirra sem vilja fá úthlutaða sameign þjóðarinnar á mun lægra verði, en þeir eru sjálfir tilbúnir að borga fyrir í viðskiptum sín á milli. Við getum því kosið Viðreisn með góðri samvisku. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Sjávarútvegur Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ýmsir flokkar, svo sem Viðreisn, Píratar o.fl. hafa það á stefnuskrá sinni, að taka 1. mgr. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að [n]ytjastofnar á Íslandsmiðum [séu] sameign íslensku þjóðarinnar nokkuð bókstaflega, og krefjast þess að þjóðin njóti fulls gjalds af auðlindum sínum. Aðrir flokkar, svo sem Sjálfstæðisflokkur, Framsókn,Vinstri grænir og Miðflokkurinn veita hins vegar á borði (þó ekki endilega í orði) vaska viðspyrnu, í þágu núverandi handhafa kvótans. Nú kann sú spurning að leita á ýmsa, hvað með þá sem hafa á undanförnum þremur áratugum keypt kvóta sérstaklega, en hvorki fengið honum úthlutað í upphafi kvótasetningar, né hafi hann fylgt skipum sem viðkomandi útgerðir kunna að hafa komist yfir. Þeir hafi jú, greitt háar upphæðir fyrir það sem til standi að gera verðlaust yfir ákveðið tímabil. Þeirri spurningu er reyndar auðsvarað. Þeim, sem keypt hafa kvóta, var í fyrsta lagi fullljóst um að fiskistofnanir væru eign þjóðarinnar og þar með talið ráðstöfunarréttur og auðlindarenta af téðri eign hennar skv. landslögum. Í öðru lagi vissu þeir að a.m.k. helmingur allra flokka, sem hverju sinni hafa haft setu á Alþingi, frá gildistöku kvótakerfisins snemma á 9. áratug síðustu aldar, hafa a.m.k. í orði talið að um raunverulegt eignarhald þjóðarinnar sé á þessari eign sinni. Í þriðja lagi hafa ALLAR skoðanakannanir, sem um málið hafa fjallað, sýnt hug þjóðarinnar í þá sömu átt. Í fjórða lagi má nefna auðlindaákvæði „nýju stjórnarskrárinnar“ sem og afgerandi stuðning við það í kosningum tengdri sömu stjórnarskrárdrögum. Með öðrum orðum mátti þeim vera ljóst, að talsverð hætta væri á að hér væri ekki um varanlega aflahlutdeild í auðlind annarra, til allrar framtíðar að ræða. Nú skulum við ekki ganga útfrá því að útgerðarmenn séu almennt kjánar, og því hlýtur öll slík óvissa, eins og þeir mátu hana á hverjum tímapunkti, að hafa endurspeglast í kvótverðinu til lækkunar. Þ.e. kvótinn hafi verið verðlagður einmitt með þetta fyrir augum. Í raun má segja að með myndarlegum styrkjum kvótahafa við valin stjórnmálaöfl og einstaklinga innan þeirra, sem og kaup og allnokkur hallarekstur á einu útbreiddasta dagblaði landsins, hafi kvótahöfum tekist að viðhalda auðlindarentunni í eigin fórum, mun lengur en bjartsýnustu útgerðarmenn gerðu ráð fyrir. Því er ljóst að umræddur herkostnaður, þó umtalsverður sé, er eingöngu brot af þeim mikla ávinningi sem kvótahafar hafa haft af þessari eign þjóðarinnar. Og að lokum má benda á að eign sem fyrnist um 5% á ári m.v. 7,75% ávöxtunarkröfu er þó aldrei minna virði en helmingur virðis eignar sem fyrnist ekki, og því „eignarupptakan“ aldrei nema helmingur. Það er því takmörkuð ástæða til að gráta hlut þeirra sem vilja fá úthlutaða sameign þjóðarinnar á mun lægra verði, en þeir eru sjálfir tilbúnir að borga fyrir í viðskiptum sín á milli. Við getum því kosið Viðreisn með góðri samvisku. Höfundur er verkfræðingur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun