Baráttan um almannavaldið Gunnar Smári Egilsson skrifar 21. september 2021 13:16 Það sem auðvaldið óttast fyrir þessar kosningar er að því verði ýtt frá völdum og það missi þar með aðgengi að reginafli ríkissjóðs og Seðlabanka. Eftir áratugi af ríkisfjármálastefnu nýfrjálshyggjunnar, þar sem þetta afl var tjóðrað í reglur um skuldahámark og bann við hallarekstri, hafa þjóðir heims áttað sig á hvers kyns mistök þetta voru. Hrunið 2008 afhjúpaði þessa dellukenningu og hún féll endanlega í kórónafaraldrinum. Það að halda aftur af almannavaldi ríkisins og svelta opinbera þjónustu veldur miklum skaða, heftir uppbyggingu samfélaga, dregur úr hagvexti, eykur ójöfnuð og magnar upp vantraust og óeiningu. Þau einu sem nutu ávinnings af þessari stefnu voru hin ríku. Þegar búið var að tjóðra almannavaldið og hefta opinbera þjónustu voru völd, eignir og auðlindir almennings og verkefni ríkisvalds og sveitarfélaga flutt til auðvaldsins, því haldið fram að hið opinbera réði ekki við þetta, að einkafyrirtæki væru betur til þess fallin og yrðu að hlaupa undir bagga. Þessi dellukenning er nú fallin. Við sjáum það alls staðar í kringum okkur. Ríkisstjórn Joe Biden boðar mikla innviðauppbyggingu, átak í húsbyggingum fyrir fólk sem liðið hefur fyrir húsnæðiseklu hins svokallaða frjálsa markaðar og er meira að segja með plön um að innleiða almennt leikskólakerfi í Bandaríkjunum. Svipaðar ráðagerðir eru á borðum annarra ríkja. Við lifum sambærilega tímamót og urðu við hrun nýfrjálshyggjunnar 1929 og þeirrar stefnubreytingar sem fylgdi í kjölfarið. Eins og þá munu næstu áratugir í okkar heimshluta einkennast af samfélagslegri uppbyggingu sem knúin verður áfram af almannavaldinu. Síðast þegar þetta gerðist spratt upp heilbrigðiskerfi fyrir alla, menntun fyrir alla, almannatryggingar, félagslegt húsnæðiskerfi og sá grunnur sem velferðarríki eftirstríðsáranna byggðu á. Nú stendur okkur til boða að endurreisa þann grunn og byggja ofan á hann stórkostlegt samfélag sem tekur mið af þörfum og væntingum almennings, að skrifa nýjan samfélagssáttmála sem tekur við af græðgissáttmála hinna fáu, sáttmála nýfrjálshyggjunnar sem leiðir til niðurbrots samfélagsins og þess að auðvaldið tekur yfir völd, eignir og auðlindir almennings. Auðvaldinu er vel kunnugt um þessi vatnaskil. Í efnahagsaðgerðum vegna kórónafaraldursins hækkuðu skuldir ríkissjóðs úr um 30% upp í nálægt 50%. Helmingurinn rann í atvinnuleysisbætur og annan stuðning við almenning, en helmingurinn rann til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Og þeir vilja meira. Það sést á kröfugerð Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og annarra hagsmunasamtaka hinna fáu sem flestir stjórnmálaflokkar hafa gert að sínum. Þar er þess krafist að skattar á auðvaldið verði lækkaðir og það verði styrkt til allra hluta; til að ráða fólk og halda á launum, til að fjárfesta í nýsköpun eða orkuskiptum, til að innleiða stafrænar lausnir og síðan áfram endalaust. Auðvaldið vill að almenningur greiði fyrir uppbyggingu fyrirtækja og rekstur en ætlar sjálft að hirða ávinninginn. Markmið auðvaldsins er að það afl sem leyst verður úr læðingi þegar höftin á ríkisrekstrinum verða losuð enn frekar þjóni sér; muni enn styrkja stöðu auðvaldsins í samfélaginu á kostnað almennings. Við sáum þetta gerast undir ríkisstjórn Trump. Þetta er í gangi í Brasilíu undir ríkisstjórn Bolsonaro, í Rússlandi undir ríkisstjórn Pútíns og í öðrum ríkjum þar sem óligarkismi og þjófræði hefur tekið við af lýðræðis fjöldans. Í stað þess að nýta lækkun vaxta og þar með aukna fjárfestingargetu ríkissjóðs til að fjárfesta í betra samfélagi nýta valdaklíkur þessara landa svigrúmið til að auðgast enn frekar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um þetta. Þær eru um hvort Halldór Benjamín Þorbergsson, Bjarni Benediktsson og slíkir menn eigi að stjórna því til hvers þetta aukna svigrúm í ríkisfjármálum fer. Eða hvort við kjósum að byggja hér upp samfélag í sameiningu, samfélag sem er gott okkur öllum og samfélag sem við viljum skila til barna okkar og komandi kynslóða. Þið getið skilað bláu og valið leið nýfrjálshyggjuflokkanna áfram, leið sem endar í alræði auðvaldsins. Eða þið getið skilað rauðu og valið Íslandi aðra framtíð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það sem auðvaldið óttast fyrir þessar kosningar er að því verði ýtt frá völdum og það missi þar með aðgengi að reginafli ríkissjóðs og Seðlabanka. Eftir áratugi af ríkisfjármálastefnu nýfrjálshyggjunnar, þar sem þetta afl var tjóðrað í reglur um skuldahámark og bann við hallarekstri, hafa þjóðir heims áttað sig á hvers kyns mistök þetta voru. Hrunið 2008 afhjúpaði þessa dellukenningu og hún féll endanlega í kórónafaraldrinum. Það að halda aftur af almannavaldi ríkisins og svelta opinbera þjónustu veldur miklum skaða, heftir uppbyggingu samfélaga, dregur úr hagvexti, eykur ójöfnuð og magnar upp vantraust og óeiningu. Þau einu sem nutu ávinnings af þessari stefnu voru hin ríku. Þegar búið var að tjóðra almannavaldið og hefta opinbera þjónustu voru völd, eignir og auðlindir almennings og verkefni ríkisvalds og sveitarfélaga flutt til auðvaldsins, því haldið fram að hið opinbera réði ekki við þetta, að einkafyrirtæki væru betur til þess fallin og yrðu að hlaupa undir bagga. Þessi dellukenning er nú fallin. Við sjáum það alls staðar í kringum okkur. Ríkisstjórn Joe Biden boðar mikla innviðauppbyggingu, átak í húsbyggingum fyrir fólk sem liðið hefur fyrir húsnæðiseklu hins svokallaða frjálsa markaðar og er meira að segja með plön um að innleiða almennt leikskólakerfi í Bandaríkjunum. Svipaðar ráðagerðir eru á borðum annarra ríkja. Við lifum sambærilega tímamót og urðu við hrun nýfrjálshyggjunnar 1929 og þeirrar stefnubreytingar sem fylgdi í kjölfarið. Eins og þá munu næstu áratugir í okkar heimshluta einkennast af samfélagslegri uppbyggingu sem knúin verður áfram af almannavaldinu. Síðast þegar þetta gerðist spratt upp heilbrigðiskerfi fyrir alla, menntun fyrir alla, almannatryggingar, félagslegt húsnæðiskerfi og sá grunnur sem velferðarríki eftirstríðsáranna byggðu á. Nú stendur okkur til boða að endurreisa þann grunn og byggja ofan á hann stórkostlegt samfélag sem tekur mið af þörfum og væntingum almennings, að skrifa nýjan samfélagssáttmála sem tekur við af græðgissáttmála hinna fáu, sáttmála nýfrjálshyggjunnar sem leiðir til niðurbrots samfélagsins og þess að auðvaldið tekur yfir völd, eignir og auðlindir almennings. Auðvaldinu er vel kunnugt um þessi vatnaskil. Í efnahagsaðgerðum vegna kórónafaraldursins hækkuðu skuldir ríkissjóðs úr um 30% upp í nálægt 50%. Helmingurinn rann í atvinnuleysisbætur og annan stuðning við almenning, en helmingurinn rann til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Og þeir vilja meira. Það sést á kröfugerð Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og annarra hagsmunasamtaka hinna fáu sem flestir stjórnmálaflokkar hafa gert að sínum. Þar er þess krafist að skattar á auðvaldið verði lækkaðir og það verði styrkt til allra hluta; til að ráða fólk og halda á launum, til að fjárfesta í nýsköpun eða orkuskiptum, til að innleiða stafrænar lausnir og síðan áfram endalaust. Auðvaldið vill að almenningur greiði fyrir uppbyggingu fyrirtækja og rekstur en ætlar sjálft að hirða ávinninginn. Markmið auðvaldsins er að það afl sem leyst verður úr læðingi þegar höftin á ríkisrekstrinum verða losuð enn frekar þjóni sér; muni enn styrkja stöðu auðvaldsins í samfélaginu á kostnað almennings. Við sáum þetta gerast undir ríkisstjórn Trump. Þetta er í gangi í Brasilíu undir ríkisstjórn Bolsonaro, í Rússlandi undir ríkisstjórn Pútíns og í öðrum ríkjum þar sem óligarkismi og þjófræði hefur tekið við af lýðræðis fjöldans. Í stað þess að nýta lækkun vaxta og þar með aukna fjárfestingargetu ríkissjóðs til að fjárfesta í betra samfélagi nýta valdaklíkur þessara landa svigrúmið til að auðgast enn frekar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um þetta. Þær eru um hvort Halldór Benjamín Þorbergsson, Bjarni Benediktsson og slíkir menn eigi að stjórna því til hvers þetta aukna svigrúm í ríkisfjármálum fer. Eða hvort við kjósum að byggja hér upp samfélag í sameiningu, samfélag sem er gott okkur öllum og samfélag sem við viljum skila til barna okkar og komandi kynslóða. Þið getið skilað bláu og valið leið nýfrjálshyggjuflokkanna áfram, leið sem endar í alræði auðvaldsins. Eða þið getið skilað rauðu og valið Íslandi aðra framtíð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun