Viðreisn er auðvaldsflokkur Jökull Sólberg skrifar 21. september 2021 16:00 Á blaðamannafundi boðaði Viðreisn lægri ríkisskuldir og lægra vaxtabil með tengingu við evru - vaxtabil sem hefur þó minnkað síðustu ár samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka. Þau vilja skerða tekjur einkageira með því að tjóðra enn frekar ríkisfjármálin. Skatturinn býr til hringrás af tekjum frá einkageira til ríkisins og svo aftur til einkageira og heimila — hringrás sem stuðlar að jöfnuði, því meiri sem sú hringrás er því öflugri er leitnin til jöfnuðar ef þessu kerfi er beitt rétt. Viðreisn vill minnka þetta flæði niður í litla sprænu sem mun aldrei nægja til að halda aftur af auknum ójöfnuði. Viðreisn segist með þessu hækka ráðstöfunartekjur vísitöluheimilis með því að lækka vexti þannig að vaxtagreiðslur af lánum lækki og þannig myndist aukið svigrúm hjá skuldurum. Þetta gagnast auðvitað bara þeim heimilum sem komast í gegnum greiðslumat, einskonar þjónkun við þann hluta fólks á þessu tekjubili sem þarf til að komast í gegnum greiðslumat og fá lán. Hinir, t.d. þeir sem þurfa félagslegar húnsæðislausnir, sem er stækkandi hópur, og þeir sem eru klemmdir á stjórnlausum og grimmum leigumarkaði fá ekki að vera með í þessari vaxtaveislu. Gallarnir á þessari lausn Viðreisnar eru talsverðir. Hin hliðin á lágvaxtaumhverfinu er lág eða jafnvel neikvæð ávöxtun sparifjár og innistæðna. Þýska ríkið fær greidda milljarða evra á hverju ári frá sparifjáreigendum fyrir það eitt að bjóða þeim skjól fyrir sparifé - einskonar hvati til að eyða fjármunum eða refsing fyrir að gera það ekki. Í því vaxtaumhverfi sem Viðreisn boðar fær maður ekki greitt fyrir að spara heldur snýst þetta við þegar vextir fara niðurfyrir núllið. Þegar Viðreisn reiknar ábata heimila gleyma þau að draga frá tekjurnar sem koma til heimila í formi lífeyrissparnaðar og annara vaxtatekna. Þá lítur dæmið ekki lengur svo vel út. Annað sem Viðreisn skautar framhjá er að það er einfaldlega ekki raunhæft að taka upp sambærilega myntstefnu og t.d. Danir sem binda sinn gjaldmiðil við evru. Danir komust inn í sinn samning þegar evran var stofnuð og þjóðin hafnaði evrunni í atkvæðagreiðslu. Þá var brugðið á það ráð, til að láta framgang evrunnar líta vel út, að evrópski seðlabankinn fengi að dulbúa dönsku krónuna sem evru og verja hana með tvíhliða samningi. Slíkur samningur er ekki í boði fyrir Íslandi. En það sem meira er, slík peningastefna hentar ekki endilega Íslandi sem hefur sveiflukenndari útflutning og ytri geira. Þriðja atriðið sem Viðreisn gleymir er tilhneiging vaxtalækkana til að hækka eignaverð. Eignaverð, þ.á.m. verð fasteigna, hækkaði gríðarlega eftir hrun þegar vextir voru lækkaðir, og sömuleiðis fengum við að finna fyrir því á Íslandi að vaxtalækkanir í covid eru tvíeggjað sverð. Fasteignaverð hækkaði einna mest í heiminum hér á landi í covid sem aftur eykur byrðina á lántaka og hækkar þröskuldinn fyrir ungt fólk og aðra sem hyggjast komast í eigið húsnæði. Leiðin til að hækka ráðstöfunartekjur heimila eru vel þekktar og þær ganga ekki út á tjóðrun peningastefnunnar og ríkisfjármála. Á þessum kolli eru þrír fætur: uppbygging fjölbreyttra afmarkaðsvæddra húsnæðislausna, umfangsmeiri gjaldfrjáls grunnþjónusta og öflugra skattkerfi sem vindur ofan af fátækt og ójöfnuði. Auðvaldsflokkar eins og Viðreisn tikka ekki í nein svona box. Leiðin í evru væri innganga í ESB. Það er ekki salur fyrir því í dag. Lausnin er ekki að láta eins og evran fáist bakdyramegin og benda hingað og þangað á þjóðir sem líkjast Íslandi ekki neitt. Þetta eru bæði aum og ótrúverðug loforð. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Jökull Sólberg Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á blaðamannafundi boðaði Viðreisn lægri ríkisskuldir og lægra vaxtabil með tengingu við evru - vaxtabil sem hefur þó minnkað síðustu ár samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka. Þau vilja skerða tekjur einkageira með því að tjóðra enn frekar ríkisfjármálin. Skatturinn býr til hringrás af tekjum frá einkageira til ríkisins og svo aftur til einkageira og heimila — hringrás sem stuðlar að jöfnuði, því meiri sem sú hringrás er því öflugri er leitnin til jöfnuðar ef þessu kerfi er beitt rétt. Viðreisn vill minnka þetta flæði niður í litla sprænu sem mun aldrei nægja til að halda aftur af auknum ójöfnuði. Viðreisn segist með þessu hækka ráðstöfunartekjur vísitöluheimilis með því að lækka vexti þannig að vaxtagreiðslur af lánum lækki og þannig myndist aukið svigrúm hjá skuldurum. Þetta gagnast auðvitað bara þeim heimilum sem komast í gegnum greiðslumat, einskonar þjónkun við þann hluta fólks á þessu tekjubili sem þarf til að komast í gegnum greiðslumat og fá lán. Hinir, t.d. þeir sem þurfa félagslegar húnsæðislausnir, sem er stækkandi hópur, og þeir sem eru klemmdir á stjórnlausum og grimmum leigumarkaði fá ekki að vera með í þessari vaxtaveislu. Gallarnir á þessari lausn Viðreisnar eru talsverðir. Hin hliðin á lágvaxtaumhverfinu er lág eða jafnvel neikvæð ávöxtun sparifjár og innistæðna. Þýska ríkið fær greidda milljarða evra á hverju ári frá sparifjáreigendum fyrir það eitt að bjóða þeim skjól fyrir sparifé - einskonar hvati til að eyða fjármunum eða refsing fyrir að gera það ekki. Í því vaxtaumhverfi sem Viðreisn boðar fær maður ekki greitt fyrir að spara heldur snýst þetta við þegar vextir fara niðurfyrir núllið. Þegar Viðreisn reiknar ábata heimila gleyma þau að draga frá tekjurnar sem koma til heimila í formi lífeyrissparnaðar og annara vaxtatekna. Þá lítur dæmið ekki lengur svo vel út. Annað sem Viðreisn skautar framhjá er að það er einfaldlega ekki raunhæft að taka upp sambærilega myntstefnu og t.d. Danir sem binda sinn gjaldmiðil við evru. Danir komust inn í sinn samning þegar evran var stofnuð og þjóðin hafnaði evrunni í atkvæðagreiðslu. Þá var brugðið á það ráð, til að láta framgang evrunnar líta vel út, að evrópski seðlabankinn fengi að dulbúa dönsku krónuna sem evru og verja hana með tvíhliða samningi. Slíkur samningur er ekki í boði fyrir Íslandi. En það sem meira er, slík peningastefna hentar ekki endilega Íslandi sem hefur sveiflukenndari útflutning og ytri geira. Þriðja atriðið sem Viðreisn gleymir er tilhneiging vaxtalækkana til að hækka eignaverð. Eignaverð, þ.á.m. verð fasteigna, hækkaði gríðarlega eftir hrun þegar vextir voru lækkaðir, og sömuleiðis fengum við að finna fyrir því á Íslandi að vaxtalækkanir í covid eru tvíeggjað sverð. Fasteignaverð hækkaði einna mest í heiminum hér á landi í covid sem aftur eykur byrðina á lántaka og hækkar þröskuldinn fyrir ungt fólk og aðra sem hyggjast komast í eigið húsnæði. Leiðin til að hækka ráðstöfunartekjur heimila eru vel þekktar og þær ganga ekki út á tjóðrun peningastefnunnar og ríkisfjármála. Á þessum kolli eru þrír fætur: uppbygging fjölbreyttra afmarkaðsvæddra húsnæðislausna, umfangsmeiri gjaldfrjáls grunnþjónusta og öflugra skattkerfi sem vindur ofan af fátækt og ójöfnuði. Auðvaldsflokkar eins og Viðreisn tikka ekki í nein svona box. Leiðin í evru væri innganga í ESB. Það er ekki salur fyrir því í dag. Lausnin er ekki að láta eins og evran fáist bakdyramegin og benda hingað og þangað á þjóðir sem líkjast Íslandi ekki neitt. Þetta eru bæði aum og ótrúverðug loforð. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar