Tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Guðmundur Ragnarsson skrifar 20. september 2021 15:01 Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er sorglegt hversu slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra er að birtast okkur. Því miður er það veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Látum þjónustuna ná til allra Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjölbreyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yfirsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleiðingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjónustuna á ekki að vera aðaldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um reksturinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að andlegri líðan þessara einstaklinga. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Þess vegna verða málefni aldraðra að vera forgangsmál við myndun næstu ríkisstjórnar, hvort sem það snýr að framfærslu eða umönnun. Mörg lifum við í þeirri trú að verið sé að sinna þessum málaflokki vel og þessir hlutir séu í lagi. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldraða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum foreldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Aldraðir eiga ekki að þurfa að upplifa sig sem ölmusufólk og einangrast félagsle.a Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostnaðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóðfélagshópur ekki mjög hávær. Hann á hinsvegar að vera hávær og minna á sig og fara fram á að fá mannúðlega meðferð. Skerðingar í eftirlaunakerfinu er eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frítekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skattaálögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum lífeyrissjóði sér til framfærslu. Við verðum hins vegar að hækka framfærsluviðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sannarlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismálunum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Eldri borgarar Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er sorglegt hversu slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra er að birtast okkur. Því miður er það veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Látum þjónustuna ná til allra Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjölbreyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yfirsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleiðingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjónustuna á ekki að vera aðaldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um reksturinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að andlegri líðan þessara einstaklinga. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Þess vegna verða málefni aldraðra að vera forgangsmál við myndun næstu ríkisstjórnar, hvort sem það snýr að framfærslu eða umönnun. Mörg lifum við í þeirri trú að verið sé að sinna þessum málaflokki vel og þessir hlutir séu í lagi. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldraða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum foreldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Aldraðir eiga ekki að þurfa að upplifa sig sem ölmusufólk og einangrast félagsle.a Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostnaðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóðfélagshópur ekki mjög hávær. Hann á hinsvegar að vera hávær og minna á sig og fara fram á að fá mannúðlega meðferð. Skerðingar í eftirlaunakerfinu er eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frítekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skattaálögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum lífeyrissjóði sér til framfærslu. Við verðum hins vegar að hækka framfærsluviðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sannarlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismálunum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar