Lágkúra Sjálfstæðisflokksins varðandi Evrópusambandið og aðild Íslands Jón Frímann Jónsson skrifar 19. september 2021 10:00 Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, núverandi vælukjói skrifar grein á vefsíðu sína þar sem hann sakar Evrópusambandið um að bjóða bændum „ölmusu“ í gegnum Sameiginlega Landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (The common agricultural policy). Þetta er auðvitað rangt hjá Birni, eins og annað sem hann lætur frá sér. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaði er að öll aðildarríki Evrópusambandsins geti framleitt þau matvæli sem þau þurfa og geti síðan selt framleiðslu til annara ríkja eftir þörfum. Salan á landbúnaðarvörum til annara aðildarríkja Evrópusambandsins er tollfrjáls, þar sem Evrópusambandið er einnig tollabandalag. Það hefur verið helsta kvörtunarefni Bændasamtaka Íslands að þau geta ekki flutt út vörur tollfrjálst til Evrópusambandsins og þurfa að sæta kvótum á útflutning til Íslands. Þetta myndi hverfa við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu. Hvernig greiðslum yrði háttað til íslenskra bænda færi eftir aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Íslensk landsbúnaðarstefna er ennfremur ekki til. Þetta er samtíningur af hugmyndum um landbúnað á Íslandi og hefur reynst íslenskum bændum einstaklega illa í gegnum árin og haldið þeim í láglaunastörfum, jafnvel fátækt í marga áratugi. Það er ekki neinna breytinga að sjá í þessum málaflokki næstu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn stjórnar þessum málaflokki á Íslandi. Björn nefnir Vinstr-Græna (VG) í sinni grein. Ástæða þess að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins gengu svona illa á sínum tíma voru endalaus skemmdarverk VG í aðildarviðræðunum með því einfaldlega ekki að framkvæma þær skyldur sem af þeim var ætlast. Töfðu fyrir öllu ferlinu og stóðu jafnvel í stórfelldum skemmdarverkum á aðildarferlinu. Það bætti síðan ekki úr stöðu mála að Össur Skarphéðinsson hljóp til Kína og gerði þar fríverslunarsamning sem er ein verstu mistök íslenskrar utanríkisstefnu á 21 öldinni. Sjálfstæðisflokkurinn kýs að búa til þjóðfélag sem er háð þeim. Það gerir þeim fært um að komast upp með allan fjandann, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Innan Evrópusambandsins eru nefnilega staðlar og kröfur í stjórnmálum sem ætlast er til að farið sé eftir. Eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna illa við. Fiskvinnslufyrirtækin sem halda þeim uppi og áróðri þeirra í Morgunblaðinu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því starfa öll innan Evrópusambandsins og hafa gert í áratugi. Flest af þeim gera einnig upp í Evrum, frekar en íslenskum krónum. Síðan má nefna að án evrunnar eru íslendingar fastir í hávaxtastefnu, verðbólgu og sveiflum í gjaldeyrismálum sem margfalda kostnað íslendinga á öllu á hverju ári. Þetta vilja sjálfstæðismenn af því að þeir eru búnir að koma öllum sínum peningum fyrir í útlöndum. Annað hvort í Lúxemburg (aðildarríki að Evrópusambandinu) eða í öðrum handhægum skattaskjólum eins og þekkt er. Eina ölmusu stefan sem er rekin er sú stefna að íslendingar eigi að þiggja allt frá Sjálfstæðisflokknum og vera þakklátir fyrir það. Svona rétt á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur efnahag Íslands aftur vegna botnlausrar græðgi og skammsýni. Þetta er ekki ofbeldissamband sem á að fá að standa. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Evrópusambandið Landbúnaður Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, núverandi vælukjói skrifar grein á vefsíðu sína þar sem hann sakar Evrópusambandið um að bjóða bændum „ölmusu“ í gegnum Sameiginlega Landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (The common agricultural policy). Þetta er auðvitað rangt hjá Birni, eins og annað sem hann lætur frá sér. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaði er að öll aðildarríki Evrópusambandsins geti framleitt þau matvæli sem þau þurfa og geti síðan selt framleiðslu til annara ríkja eftir þörfum. Salan á landbúnaðarvörum til annara aðildarríkja Evrópusambandsins er tollfrjáls, þar sem Evrópusambandið er einnig tollabandalag. Það hefur verið helsta kvörtunarefni Bændasamtaka Íslands að þau geta ekki flutt út vörur tollfrjálst til Evrópusambandsins og þurfa að sæta kvótum á útflutning til Íslands. Þetta myndi hverfa við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu. Hvernig greiðslum yrði háttað til íslenskra bænda færi eftir aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Íslensk landsbúnaðarstefna er ennfremur ekki til. Þetta er samtíningur af hugmyndum um landbúnað á Íslandi og hefur reynst íslenskum bændum einstaklega illa í gegnum árin og haldið þeim í láglaunastörfum, jafnvel fátækt í marga áratugi. Það er ekki neinna breytinga að sjá í þessum málaflokki næstu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn stjórnar þessum málaflokki á Íslandi. Björn nefnir Vinstr-Græna (VG) í sinni grein. Ástæða þess að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins gengu svona illa á sínum tíma voru endalaus skemmdarverk VG í aðildarviðræðunum með því einfaldlega ekki að framkvæma þær skyldur sem af þeim var ætlast. Töfðu fyrir öllu ferlinu og stóðu jafnvel í stórfelldum skemmdarverkum á aðildarferlinu. Það bætti síðan ekki úr stöðu mála að Össur Skarphéðinsson hljóp til Kína og gerði þar fríverslunarsamning sem er ein verstu mistök íslenskrar utanríkisstefnu á 21 öldinni. Sjálfstæðisflokkurinn kýs að búa til þjóðfélag sem er háð þeim. Það gerir þeim fært um að komast upp með allan fjandann, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Innan Evrópusambandsins eru nefnilega staðlar og kröfur í stjórnmálum sem ætlast er til að farið sé eftir. Eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna illa við. Fiskvinnslufyrirtækin sem halda þeim uppi og áróðri þeirra í Morgunblaðinu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því starfa öll innan Evrópusambandsins og hafa gert í áratugi. Flest af þeim gera einnig upp í Evrum, frekar en íslenskum krónum. Síðan má nefna að án evrunnar eru íslendingar fastir í hávaxtastefnu, verðbólgu og sveiflum í gjaldeyrismálum sem margfalda kostnað íslendinga á öllu á hverju ári. Þetta vilja sjálfstæðismenn af því að þeir eru búnir að koma öllum sínum peningum fyrir í útlöndum. Annað hvort í Lúxemburg (aðildarríki að Evrópusambandinu) eða í öðrum handhægum skattaskjólum eins og þekkt er. Eina ölmusu stefan sem er rekin er sú stefna að íslendingar eigi að þiggja allt frá Sjálfstæðisflokknum og vera þakklátir fyrir það. Svona rétt á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur efnahag Íslands aftur vegna botnlausrar græðgi og skammsýni. Þetta er ekki ofbeldissamband sem á að fá að standa. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar