Texas er víða Gunnar Sigvaldason og Silja Bára Ómarsdóttir skrifa 14. september 2021 12:00 Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Víða um heim má sjá tilraunir stjórnvalda og stjórnmálahreyfinga til þess að skerða eða afnema réttindi kvenna og kynsegin fólks. Í Noregi heyrast meira að segja raddir úr meginstraumsstjórnmálum sem vilja þrengja að réttindum til þungunarrofs. Pólland er annað dæmi en pólsk stjórnvöld hafa beint sjónum að kynfrelsi og jafnrétti kynjanna um langt árabil. Til að mynda hafa verið settar miklar skorður við þungunarrofi í landinu. Þótt ástandið á Íslandi sé mun skárra finnum við íslenska stjórnmálamenn sem segjast styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna en þó aðeins með skilyrðum. Það sást á Alþingi þegar ný þungunarrofslög voru sett árið 2019. Það sem vakti athygli í þeirri umræðu voru andófsraddir sem endurómuðu algengar röksemdir og orðræðu úr ranni íhaldssinna víða um heim, sem gefa til kynna að líkamar kvenna séu ekki þeirra eigin og að þeim sé ekki treystandi til að taka réttar ákvarðanir er varða eigin líkama. Ekki einu sinni á landi sem iðulega toppar alþjóðlega lista yfir þau ríki sem mestum árangri hafa náð í jafnrétti kynjanna, getum við gengið að vísum stuðningi við raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þótt tilraunum til að skerða kyn- og frjósemisréttindi sé stundum stillt upp sem afmörkuðum dæmum er erfitt að líta fram hjá því að það eru sterk öfl að verki í alþjóðastjórnmálum sem eru fjandsamleg konum og hagsmunum þeirra. Hugmyndir þeirra eru iðulega af sama meiði og andúð á hinsegin fólki. Þar koma saman íhalds- og afturhaldsöfl úr ranni stjórnmála og trúarstofnana sem hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir útvíkkun frelsis og réttinda. Eða einfaldlega skerða þau réttindi sem fyrir eru, eins og í Texas. Þannig hafa ríki innan Sameinuðu þjóðanna, sem eiga fátt sameiginlegt, unnið saman að því að takmarka aðgengi kvenna að kyn- og frjósemisréttindum. Rótum þessara strauma hefur ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur. Það er miður því áhrif þeirra á samfélag okkar og þar með líf eru óumdeilanleg. Grundvallarréttindi hafa aldrei verið sjálfgefin og einn af lærdómum sögunnar er að við ættum aldrei að vanmeta þá sem ganga skipulega til verks og hafa það markmið að valda bakslagi í réttindabaráttu kvenna og annarra. Það skiptir því höfuðmáli að þau okkar sem vilja standa vörð um þessi réttindi séu meðvituð um hættuna á bakslagi sem og tilbúin til að verjast því, þvert á landamæri og trúarbrögð. Gunnar Sigvaldason er doktorsnemi og Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru þátttakendur í alþjóðlegu verkefni sem rannsakar andstöðu íhaldsafla við baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Víða um heim má sjá tilraunir stjórnvalda og stjórnmálahreyfinga til þess að skerða eða afnema réttindi kvenna og kynsegin fólks. Í Noregi heyrast meira að segja raddir úr meginstraumsstjórnmálum sem vilja þrengja að réttindum til þungunarrofs. Pólland er annað dæmi en pólsk stjórnvöld hafa beint sjónum að kynfrelsi og jafnrétti kynjanna um langt árabil. Til að mynda hafa verið settar miklar skorður við þungunarrofi í landinu. Þótt ástandið á Íslandi sé mun skárra finnum við íslenska stjórnmálamenn sem segjast styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna en þó aðeins með skilyrðum. Það sást á Alþingi þegar ný þungunarrofslög voru sett árið 2019. Það sem vakti athygli í þeirri umræðu voru andófsraddir sem endurómuðu algengar röksemdir og orðræðu úr ranni íhaldssinna víða um heim, sem gefa til kynna að líkamar kvenna séu ekki þeirra eigin og að þeim sé ekki treystandi til að taka réttar ákvarðanir er varða eigin líkama. Ekki einu sinni á landi sem iðulega toppar alþjóðlega lista yfir þau ríki sem mestum árangri hafa náð í jafnrétti kynjanna, getum við gengið að vísum stuðningi við raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þótt tilraunum til að skerða kyn- og frjósemisréttindi sé stundum stillt upp sem afmörkuðum dæmum er erfitt að líta fram hjá því að það eru sterk öfl að verki í alþjóðastjórnmálum sem eru fjandsamleg konum og hagsmunum þeirra. Hugmyndir þeirra eru iðulega af sama meiði og andúð á hinsegin fólki. Þar koma saman íhalds- og afturhaldsöfl úr ranni stjórnmála og trúarstofnana sem hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir útvíkkun frelsis og réttinda. Eða einfaldlega skerða þau réttindi sem fyrir eru, eins og í Texas. Þannig hafa ríki innan Sameinuðu þjóðanna, sem eiga fátt sameiginlegt, unnið saman að því að takmarka aðgengi kvenna að kyn- og frjósemisréttindum. Rótum þessara strauma hefur ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur. Það er miður því áhrif þeirra á samfélag okkar og þar með líf eru óumdeilanleg. Grundvallarréttindi hafa aldrei verið sjálfgefin og einn af lærdómum sögunnar er að við ættum aldrei að vanmeta þá sem ganga skipulega til verks og hafa það markmið að valda bakslagi í réttindabaráttu kvenna og annarra. Það skiptir því höfuðmáli að þau okkar sem vilja standa vörð um þessi réttindi séu meðvituð um hættuna á bakslagi sem og tilbúin til að verjast því, þvert á landamæri og trúarbrögð. Gunnar Sigvaldason er doktorsnemi og Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru þátttakendur í alþjóðlegu verkefni sem rannsakar andstöðu íhaldsafla við baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun