Flestir flokkar sammála um kvótakerfi til að stjórna fiskveiðum Einar S. Hálfdánarson skrifar 14. september 2021 11:01 Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur, Viðreisn og Samfylking eru í aðalatriðum sammála um ágæti íslenska kvótakerfisins til að stjórna fiskveiðum. Tveir flokkar virðast vilja kvótakerfið feigt og taka upp kerfi sóunar verðmæta og verri kjara sjómanna og fiskvinnslu. Sóun verðmætanna felst m.a. í verri nýtingu skipa og veiðarfæra og lélegri nýtingu aflans svo það nokkuð sé talið. Viðreisn og Samfylking skera sig frá öðrum „kvótakerfisflokkum“ hvað hvað varðar gjaldtöku ríkisins. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur aðhyllast veiðigjald sem tengist afkomu útgerðarinnar. Ástæða er til að staldra við og skoða tillögur Viðreisnar og Samfylkingar. Uppboðsleið Viðreisnar og ESB – eitruð blanda Yrði veiðigjald lagt af og hluti kvótans boðinn upp árlega myndi það líklega verða til þess að stór og öflug útgerðarfyrirtæki ættu auðvelt með að halda sínu eða auka við. Reikna verður með að einungis útgerðarfyrirtæki fengju að bjóða. Að öðrum kosti yrði til brask og spákaupmennskukerfi. Varaformaður Viðreisnar hefur bent á að óvíst sé að tekjur ríkisins ykjust. Telja verður að veiðigjald hafi mikla yfirburði yfir uppboðsleiðina, m.a. vegna minni óvissu um tekjur ríkisins. Innganga í ESB og uppboðsleið myndi á skömmum tíma ganga af íslenskum sjávarútvegi dauðum. Sjávarútvegsfyrirtæki sem hér væru skráð, en í erlendri eigu myndu vera í yfirburðastöðu við uppboðin. Menn hljóta að sjá að erlend stórfyrirtæki myndu stofna dótturfélög í Íslandi til komast yfir hinn arðbæra, íslenska sjávarútveg. Samfylking ætlar að stórhækka veiðigjöld Til skamms tíma hefur Samfylking fylgt svipaðri stefnu og Viðreisn. Svo er að sjá sem flokkurinn hafi séð að sér. Nú ætlar Samfylkingin að sækja um fimm milljarða króna á ári með álagi á veiðigjald sem leggst á tuttugu stærstu útgerðir landsins. Veiðigjöld á síðasta ári voru um 5 milljarðar króna á alla útgerðina. Hvers á sá að gjalda sem á útgerð númer 20 á listanum í samanburði við þann sem er númer 21? Sérstaklega þar sem sá sem er númer 21 gæti nú hafa grætt meir á sínum rekstri en sá sem er númer 20. Þessi skattur leggst þyngst á sjávarbyggðirnar og mun draga úr stórlega getu útgerðarinnar til fjárfestinga og nýsköpunar. Meðalaldur fiskiskipaflotans var 31 ár árið 2018, um 10 árum hærri en um aldamótin. Árið 2019 námu arðgreiðslur aðeins 3,9% sem hlutfall af eigin fé. Það ár námu bein opinber gjöld um 20 milljörðum króna. Í framhaldinu af stóraukinni skattheimtu munu svo kjörin rýrna. Það er undarlegt að sjá að Samfylking stendur best að vígi á Norðausturlandi þegar þetta er haft í huga. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur, Viðreisn og Samfylking eru í aðalatriðum sammála um ágæti íslenska kvótakerfisins til að stjórna fiskveiðum. Tveir flokkar virðast vilja kvótakerfið feigt og taka upp kerfi sóunar verðmæta og verri kjara sjómanna og fiskvinnslu. Sóun verðmætanna felst m.a. í verri nýtingu skipa og veiðarfæra og lélegri nýtingu aflans svo það nokkuð sé talið. Viðreisn og Samfylking skera sig frá öðrum „kvótakerfisflokkum“ hvað hvað varðar gjaldtöku ríkisins. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur aðhyllast veiðigjald sem tengist afkomu útgerðarinnar. Ástæða er til að staldra við og skoða tillögur Viðreisnar og Samfylkingar. Uppboðsleið Viðreisnar og ESB – eitruð blanda Yrði veiðigjald lagt af og hluti kvótans boðinn upp árlega myndi það líklega verða til þess að stór og öflug útgerðarfyrirtæki ættu auðvelt með að halda sínu eða auka við. Reikna verður með að einungis útgerðarfyrirtæki fengju að bjóða. Að öðrum kosti yrði til brask og spákaupmennskukerfi. Varaformaður Viðreisnar hefur bent á að óvíst sé að tekjur ríkisins ykjust. Telja verður að veiðigjald hafi mikla yfirburði yfir uppboðsleiðina, m.a. vegna minni óvissu um tekjur ríkisins. Innganga í ESB og uppboðsleið myndi á skömmum tíma ganga af íslenskum sjávarútvegi dauðum. Sjávarútvegsfyrirtæki sem hér væru skráð, en í erlendri eigu myndu vera í yfirburðastöðu við uppboðin. Menn hljóta að sjá að erlend stórfyrirtæki myndu stofna dótturfélög í Íslandi til komast yfir hinn arðbæra, íslenska sjávarútveg. Samfylking ætlar að stórhækka veiðigjöld Til skamms tíma hefur Samfylking fylgt svipaðri stefnu og Viðreisn. Svo er að sjá sem flokkurinn hafi séð að sér. Nú ætlar Samfylkingin að sækja um fimm milljarða króna á ári með álagi á veiðigjald sem leggst á tuttugu stærstu útgerðir landsins. Veiðigjöld á síðasta ári voru um 5 milljarðar króna á alla útgerðina. Hvers á sá að gjalda sem á útgerð númer 20 á listanum í samanburði við þann sem er númer 21? Sérstaklega þar sem sá sem er númer 21 gæti nú hafa grætt meir á sínum rekstri en sá sem er númer 20. Þessi skattur leggst þyngst á sjávarbyggðirnar og mun draga úr stórlega getu útgerðarinnar til fjárfestinga og nýsköpunar. Meðalaldur fiskiskipaflotans var 31 ár árið 2018, um 10 árum hærri en um aldamótin. Árið 2019 námu arðgreiðslur aðeins 3,9% sem hlutfall af eigin fé. Það ár námu bein opinber gjöld um 20 milljörðum króna. Í framhaldinu af stóraukinni skattheimtu munu svo kjörin rýrna. Það er undarlegt að sjá að Samfylking stendur best að vígi á Norðausturlandi þegar þetta er haft í huga. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun