Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. september 2021 12:31 Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og VG hafa undanfarandi lýst löngun sinni til að endurnýja núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosningum í haust. Leiðtogarnir hafa lagt sig fram um að sýna gott samband sín á milli. Meðal annars hafa þau tekið sér tíma frá því að baka vandræði við ríkisstjórnarborðið og gripið í að baka bollakökur í sjónvarpinu. Allt er þetta huggulegt og má maður segja krúttlegt en nauðsynlegt er burtséð frá kökubakstrinum að vita hvað hugsanlegt framlengt stjórnarsamstarf gæti falið í sér. Í fjögur ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í að sveigja heilbrigðiskerfið í átt að auknum ríkisrekstri á kostnað sjálfstætt starfandi aðila og félagasamtaka. Þessi vegferð hefur haft í för með sér skerðingu á heilbrigðisþjónustu við almenning. Nefna má nokkur dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að viðhalda biðlistum í algengum aðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm í stað þess að semja við innlendan einkaaðila sem er þess albúinn að gera fjölda slíkra aðgerða. Í stað þess tekur Sjálfstæðisflokkurinn þátt í að senda sjúklinga á einkasjúkrahús í Svíþjóð vegna sömu aðgerða. Kostnaðurinn er tvö og hálft til þrefaldur miðað við það sem er í boði hér á landi. Þess má geta að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ríkisfjármálin. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að halda fjölda kvenna sem bíða niðurstaðna leghálssýna í spennitreyju og sættir sig við að úrvinnsla sýna dragist vegna sendinga til Danmerkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar athugasemdir uppi við ástandið. Sjálfstæðisflokkurinn ræður fjármálaráðuneytinu í núverandi ríkisstjórn. Flokkurinn hefur enga tilburði uppi til að koma á samningum milli sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem hafa verið án samningssambands síðan árið 2018 heldur styður við stefnu sem lækkað hefur framlög til einkarekinna aðila úr 6 til 7% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála í 4% á örfáum árum. Flokkurinn styður jafnframt stefnu varðandi endurgreiðslur til skjólstæðinga sérfræðilækna sem hugsanlega standast ekki lög um bókhald eins og fram kom í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Enn er minnt á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lyklavöld að fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður stefnu sem er hægt og hægt að sliga rekstur hjúkrunarheimila og hefur neytt sveitarfélög til að gefast upp við þann rekstur. Heldur nöturleg framkoma við fólkið sem ól okkur upp ekki satt. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nýfenginn áhuga á heilbrigðismálum og kveðst vilja breytingar………..eftir kosningar. Það sama er uppi á teningnum í málefnum eldra fólks. Þar á að bæta úr áralangri vanrækslu flokksins……..eftir kosningar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hljóta að hugsa sig um og inna forystu flokksins eftir stefnu hans í heilbrigðismálum. Ungir læknar sem hafa lokið framhaldsnámi erlendis veigra sér við að koma heim vegna ófremdarástands á Landspítala og víðar í heilbrigðiskerfinu sem er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Mikill hluti þessa unga fólks lítur ekki á Ísland sem ,,land tækifæranna“ og haslar sér því völl erlendis. Það er illbætanlegur skaði fyrir Ísland og Íslendinga í boði Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og VG hafa undanfarandi lýst löngun sinni til að endurnýja núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosningum í haust. Leiðtogarnir hafa lagt sig fram um að sýna gott samband sín á milli. Meðal annars hafa þau tekið sér tíma frá því að baka vandræði við ríkisstjórnarborðið og gripið í að baka bollakökur í sjónvarpinu. Allt er þetta huggulegt og má maður segja krúttlegt en nauðsynlegt er burtséð frá kökubakstrinum að vita hvað hugsanlegt framlengt stjórnarsamstarf gæti falið í sér. Í fjögur ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í að sveigja heilbrigðiskerfið í átt að auknum ríkisrekstri á kostnað sjálfstætt starfandi aðila og félagasamtaka. Þessi vegferð hefur haft í för með sér skerðingu á heilbrigðisþjónustu við almenning. Nefna má nokkur dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að viðhalda biðlistum í algengum aðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm í stað þess að semja við innlendan einkaaðila sem er þess albúinn að gera fjölda slíkra aðgerða. Í stað þess tekur Sjálfstæðisflokkurinn þátt í að senda sjúklinga á einkasjúkrahús í Svíþjóð vegna sömu aðgerða. Kostnaðurinn er tvö og hálft til þrefaldur miðað við það sem er í boði hér á landi. Þess má geta að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ríkisfjármálin. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að halda fjölda kvenna sem bíða niðurstaðna leghálssýna í spennitreyju og sættir sig við að úrvinnsla sýna dragist vegna sendinga til Danmerkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar athugasemdir uppi við ástandið. Sjálfstæðisflokkurinn ræður fjármálaráðuneytinu í núverandi ríkisstjórn. Flokkurinn hefur enga tilburði uppi til að koma á samningum milli sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem hafa verið án samningssambands síðan árið 2018 heldur styður við stefnu sem lækkað hefur framlög til einkarekinna aðila úr 6 til 7% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála í 4% á örfáum árum. Flokkurinn styður jafnframt stefnu varðandi endurgreiðslur til skjólstæðinga sérfræðilækna sem hugsanlega standast ekki lög um bókhald eins og fram kom í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Enn er minnt á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lyklavöld að fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður stefnu sem er hægt og hægt að sliga rekstur hjúkrunarheimila og hefur neytt sveitarfélög til að gefast upp við þann rekstur. Heldur nöturleg framkoma við fólkið sem ól okkur upp ekki satt. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nýfenginn áhuga á heilbrigðismálum og kveðst vilja breytingar………..eftir kosningar. Það sama er uppi á teningnum í málefnum eldra fólks. Þar á að bæta úr áralangri vanrækslu flokksins……..eftir kosningar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hljóta að hugsa sig um og inna forystu flokksins eftir stefnu hans í heilbrigðismálum. Ungir læknar sem hafa lokið framhaldsnámi erlendis veigra sér við að koma heim vegna ófremdarástands á Landspítala og víðar í heilbrigðiskerfinu sem er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Mikill hluti þessa unga fólks lítur ekki á Ísland sem ,,land tækifæranna“ og haslar sér því völl erlendis. Það er illbætanlegur skaði fyrir Ísland og Íslendinga í boði Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun