Ætlar að skylda ríkisstarfsmenn í bólusetningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2021 21:25 Joe Biden tilkynnti hina nýja stefnu í kvöld. AP Photo/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, stefnir á að skylda alla starfsmenn sem starfa fyrir alríkisstjórn Bandaríkjanna í bólusetningu. Þá mun atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna gefa út nýjar reglur sem skylda alla vinnustaði þar sem fleiri en hundrað starfa að tryggja bólusetningu starfsmanna sinna eða sjá til þess að þeir séu skimaður vikulega vegna Covid-19. Reiknað er með að bólusetningarskylda ríkisstarfsmanna og bólusetningarskylda/skimunarskylda starfsmanna vinnustaða yfir hundrað manns nái yfir tvo þriðju af vinnuafli Bandaríkjanna, eða um hundrað milljón manns. Aðgerðarnar fela einnig í sér að heilbrigðisstarfsmenn sem sem vinna á heilbrigðisstofnun og öðrum stofnunum sem taka þátt í Medicare og Medicaid, opinberu sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, þurfa að vera bólusettir. Áætlað er að þetta nái til sautján milljóna manna. Samhliða er ætlunin að efla til muna skimanir í Bandaríkjunum. Þannig mun Biden nýta sér sérstaka neyðarheimild í lögum til þess að afla fjármuna til þess að efla framleiðslu á prófum og búnaði sem á þarf að halda til að skima fyrir Covid-19, auk þess sem að stórar verslunarkeðjur á borð við Amazon og Walmart munu selja próf á kostnaðarverði. Pres. Joe Biden urges unity in fight against delta variant: "We have the tools to combat the virus if we can come together as a country and use those tools." https://t.co/SXK9KmxKJP pic.twitter.com/wG8SdQrhWY— ABC News (@ABC) September 9, 2021 Með þessu ætlar Biden sér að efla viðbragð Bandaríkjanna við kórónuveirufaraldrinum en um áttatíu milljónir Bandaríkjamanna eru óbólusettir. Samkvæmt frétt Reuters eru 53 prósent Bandaríkjamanna fullbólusett. Alls hafa um 650 þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Delta-afbrigði veirunnar hefur að undanförnu sett á stað nýjar bylgjur víða um Bandaríkin. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þá mun atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna gefa út nýjar reglur sem skylda alla vinnustaði þar sem fleiri en hundrað starfa að tryggja bólusetningu starfsmanna sinna eða sjá til þess að þeir séu skimaður vikulega vegna Covid-19. Reiknað er með að bólusetningarskylda ríkisstarfsmanna og bólusetningarskylda/skimunarskylda starfsmanna vinnustaða yfir hundrað manns nái yfir tvo þriðju af vinnuafli Bandaríkjanna, eða um hundrað milljón manns. Aðgerðarnar fela einnig í sér að heilbrigðisstarfsmenn sem sem vinna á heilbrigðisstofnun og öðrum stofnunum sem taka þátt í Medicare og Medicaid, opinberu sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, þurfa að vera bólusettir. Áætlað er að þetta nái til sautján milljóna manna. Samhliða er ætlunin að efla til muna skimanir í Bandaríkjunum. Þannig mun Biden nýta sér sérstaka neyðarheimild í lögum til þess að afla fjármuna til þess að efla framleiðslu á prófum og búnaði sem á þarf að halda til að skima fyrir Covid-19, auk þess sem að stórar verslunarkeðjur á borð við Amazon og Walmart munu selja próf á kostnaðarverði. Pres. Joe Biden urges unity in fight against delta variant: "We have the tools to combat the virus if we can come together as a country and use those tools." https://t.co/SXK9KmxKJP pic.twitter.com/wG8SdQrhWY— ABC News (@ABC) September 9, 2021 Með þessu ætlar Biden sér að efla viðbragð Bandaríkjanna við kórónuveirufaraldrinum en um áttatíu milljónir Bandaríkjamanna eru óbólusettir. Samkvæmt frétt Reuters eru 53 prósent Bandaríkjamanna fullbólusett. Alls hafa um 650 þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Delta-afbrigði veirunnar hefur að undanförnu sett á stað nýjar bylgjur víða um Bandaríkin.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira